Isuzu D-Max Eyðsla
Posted: 06.nóv 2012, 20:33
Sælir,
í febrúar þá fékk ég mér Isuzu D-Max árg. 2007 35" breyttan, áður en ég fékk mér bílinn þá setti ég inn póst hér í janúar/febrúar og var að leita ráða varðandi svona bíl, eyðslu og ýmsu öðru, ég fékk nú ekki mörg gagnleg svör því svo virðist sem það séu ekki margir hér á þessu spjalli sem eiga svona bíl þó það sé mýgrútur af þessum bílum á götum borgarinnar (þó kannski ekki alveg eins margir 35" breyttir).
Allir bentu mér á að fá mér bara Hi-Lux en ég var ekki alveg tilbúinn að borga 1-1.2 millj fyrir að það standi Toyota á bílnum :)
Mig langaði samt að minnast á eyðsluna í þessum bíl, en hún hefur komið mér verulega á óvart.
Þegar ég kaupi bílinn þá var hann að eyða í kringum 12.5-12.9 lítra á hundraðið en nokkrum dögum eftir að ég kaupi bílinn þá kemur upp vélarljós sem sagði til um það að EGR ventillinn væri bilaður, ég lét skipta um hann og síðan þá hefur eyðslan bara farið niður á við, ég er búin að mæla hann ótal sinnum hér innan bæjar og farið 2 ferðir til Ísafjarðar og margar ferðir austur fyrir fjall, í mörkina og upp á hálendi.
Innanbæjar er hann að eyða 8.1L-8.3L og utanbæjar er hann að eyða 7.7L-7.9L, fyrst þá var ég ekki að trúa aksturstölvunni þannig að ég er búinn að mæla hann handvirkt alltaf síðan í byrjun sumars.
Mig langaði bara að deila þessu með ykkur, því ég er voða kátur með þetta
í febrúar þá fékk ég mér Isuzu D-Max árg. 2007 35" breyttan, áður en ég fékk mér bílinn þá setti ég inn póst hér í janúar/febrúar og var að leita ráða varðandi svona bíl, eyðslu og ýmsu öðru, ég fékk nú ekki mörg gagnleg svör því svo virðist sem það séu ekki margir hér á þessu spjalli sem eiga svona bíl þó það sé mýgrútur af þessum bílum á götum borgarinnar (þó kannski ekki alveg eins margir 35" breyttir).
Allir bentu mér á að fá mér bara Hi-Lux en ég var ekki alveg tilbúinn að borga 1-1.2 millj fyrir að það standi Toyota á bílnum :)
Mig langaði samt að minnast á eyðsluna í þessum bíl, en hún hefur komið mér verulega á óvart.
Þegar ég kaupi bílinn þá var hann að eyða í kringum 12.5-12.9 lítra á hundraðið en nokkrum dögum eftir að ég kaupi bílinn þá kemur upp vélarljós sem sagði til um það að EGR ventillinn væri bilaður, ég lét skipta um hann og síðan þá hefur eyðslan bara farið niður á við, ég er búin að mæla hann ótal sinnum hér innan bæjar og farið 2 ferðir til Ísafjarðar og margar ferðir austur fyrir fjall, í mörkina og upp á hálendi.
Innanbæjar er hann að eyða 8.1L-8.3L og utanbæjar er hann að eyða 7.7L-7.9L, fyrst þá var ég ekki að trúa aksturstölvunni þannig að ég er búinn að mæla hann handvirkt alltaf síðan í byrjun sumars.
Mig langaði bara að deila þessu með ykkur, því ég er voða kátur með þetta