Isuzu D-Max Eyðsla

User avatar

Höfundur þráðar
atlimann
Innlegg: 8
Skráður: 21.jan 2012, 16:07
Fullt nafn: Atli Már Erlingsson

Isuzu D-Max Eyðsla

Postfrá atlimann » 06.nóv 2012, 20:33

Sælir,
í febrúar þá fékk ég mér Isuzu D-Max árg. 2007 35" breyttan, áður en ég fékk mér bílinn þá setti ég inn póst hér í janúar/febrúar og var að leita ráða varðandi svona bíl, eyðslu og ýmsu öðru, ég fékk nú ekki mörg gagnleg svör því svo virðist sem það séu ekki margir hér á þessu spjalli sem eiga svona bíl þó það sé mýgrútur af þessum bílum á götum borgarinnar (þó kannski ekki alveg eins margir 35" breyttir).

Allir bentu mér á að fá mér bara Hi-Lux en ég var ekki alveg tilbúinn að borga 1-1.2 millj fyrir að það standi Toyota á bílnum :)

Mig langaði samt að minnast á eyðsluna í þessum bíl, en hún hefur komið mér verulega á óvart.

Þegar ég kaupi bílinn þá var hann að eyða í kringum 12.5-12.9 lítra á hundraðið en nokkrum dögum eftir að ég kaupi bílinn þá kemur upp vélarljós sem sagði til um það að EGR ventillinn væri bilaður, ég lét skipta um hann og síðan þá hefur eyðslan bara farið niður á við, ég er búin að mæla hann ótal sinnum hér innan bæjar og farið 2 ferðir til Ísafjarðar og margar ferðir austur fyrir fjall, í mörkina og upp á hálendi.
Innanbæjar er hann að eyða 8.1L-8.3L og utanbæjar er hann að eyða 7.7L-7.9L, fyrst þá var ég ekki að trúa aksturstölvunni þannig að ég er búinn að mæla hann handvirkt alltaf síðan í byrjun sumars.

Mig langaði bara að deila þessu með ykkur, því ég er voða kátur með þetta



User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Isuzu D-Max Eyðsla

Postfrá Freyr » 06.nóv 2012, 21:08

Rétt að geta þess að ég er ekki 100% hlutlaus þar sem ég vinn hjá umboðinu.

Þessar tölur eru í samræmi við tölur sem ég hef fengið frá ýmsum viðskiptavinum okkar. Sá fyrsti sem ég spurði að þessu var einmitt með 35" bíl, sjálfskiptan, og sagði eyðsluna vera kringum 8-9 lítra óháð hvers konar akstur væri um að ræða. Ég trúði ekki manninum á þessum tímapunkti en síðan þá hef ég rætt við nokkra D-max eigendur og allir hafa þeir svipaða sögu að segja. Þessir bílar hafa komið mjög vel út í alla staði, ekki bara hvað varðar eyðslu heldur rekstrarkostnað yfir höfuð.

Kv. Freyr

User avatar

arnisam
Innlegg: 86
Skráður: 04.feb 2010, 21:48
Fullt nafn: Árni Samúel Samúelsson
Staðsetning: Njarðvík

Re: Isuzu D-Max Eyðsla

Postfrá arnisam » 06.nóv 2012, 21:15

ssk eða bsk?
JEEP Cherokee XJ 1997 6 cyl sjálfskiftur
JEEP Wrangler 1997 6 cyl sjálfskiftur---seldur---
JEEP Grand Cherokee Laredo 1993 8 cyl---seldur---
JEEP Wrangler 1991 6 cyl beinskiftur---seldur---

User avatar

Höfundur þráðar
atlimann
Innlegg: 8
Skráður: 21.jan 2012, 16:07
Fullt nafn: Atli Már Erlingsson

Re: Isuzu D-Max Eyðsla

Postfrá atlimann » 06.nóv 2012, 23:16

arnisam wrote:ssk eða bsk?

2007 módelið er 3.0L SSK


rabbimj
Innlegg: 117
Skráður: 01.feb 2010, 14:14
Fullt nafn: Rafn Magnús Jónsson

Re: Isuzu D-Max Eyðsla

Postfrá rabbimj » 07.nóv 2012, 07:22

Þetta er frábær eyðsla. Ég held að ég veri bara að fá mér annan Isuzu :D

kv
Rabbi


66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Isuzu D-Max Eyðsla

Postfrá 66 Bronco » 07.nóv 2012, 13:37

Daginn.

Er það rétt munað hjá mér að 3,0 diesel úr Isuzu sé með gír en ekki tímareim? Gætu þetta ekki verið spennandi vélar í vélaskipti og ævintýramennsku eins og títt er rætt hér á spjallinu?

Kveðja

Hjörleifur


Sveinn.r.þ
Innlegg: 106
Skráður: 27.feb 2012, 08:16
Fullt nafn: Sveinn Rúnar þórarinsson
Bíltegund: lc80

Re: Isuzu D-Max Eyðsla

Postfrá Sveinn.r.þ » 07.nóv 2012, 14:13

Pabba bíl eyðir núna 0 l á hundraði-vélinn hrundi skömu eftir að BL skipti um kúplíngu disk og pressu og reikn fyrir því var 360.000 kall.
en taka þarf fram að hann er ekki duglegasti að smyrja sína bíla
:)

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Isuzu D-Max Eyðsla

Postfrá Svenni30 » 07.nóv 2012, 14:46

Sveinn.r.þ wrote:Pabba bíl eyðir núna 0 l á hundraði-vélinn hrundi skömu eftir að BL skipti um kúplíngu disk og pressu og reikn fyrir því var 360.000 kall.
en taka þarf fram að hann er ekki duglegasti að smyrja sína bíla
:)


Hvernig er hægt að réttlæta 360.000 krónu reikning fyrir kúplingsskipti ????
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Isuzu D-Max Eyðsla

Postfrá jeepcj7 » 07.nóv 2012, 15:33

Það er tímareim í 3.0 isuzu ekki gír.
Þetta er alveg vangefið verð á kúplingsskiptum engin spurning en þeir reyna örugglega að afsaka það með því að fljótandi kasthjólið kosti ca.100.000 kall pressan,diskurinn og legurnar ca. 150.000 kall og ef þeir eru 4 tíma í kaffi á launum á dag þá færðu svona reikning.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 29 gestir