Síða 1 af 1
Spindillegur
Posted: 05.nóv 2012, 21:46
frá frikki
Hver eru einkenni þess að spindillegur eru að fara í patrol.
Vil helst fá nokkrar skyringar
kkv
Frikki
Re: Spindillegur
Posted: 05.nóv 2012, 22:23
frá BragiGG
náttúrulega það augljósa: slag í spindillegum...
annars getur slitin spindillega aðeins aukið á jeppaveiki, getur tekið skinnur undan til á herða á þeim...
Re: Spindillegur
Posted: 05.nóv 2012, 22:59
frá JonHrafn
Mjög einfalt að ath, tjakkar undir hásinguna þannig að dekki sé ca 5cm frá jörðu, spennir undir dekkið með kúbeini.
Re: Spindillegur
Posted: 05.nóv 2012, 23:05
frá Alpinus
Ég er nýbúinn að láta skipta hjá mér. Þær voru greinilega alveg farnar hjá mér því það lak olía með liðhúsinu og pakkdósin og allt farið fjandans til.
Re: Spindillegur
Posted: 05.nóv 2012, 23:38
frá Izan
Sæll
Spindillegur í Patrol eru bara venjulegar keflalegur eins og framhjólalegur en hreyfingin sem þær fá er takmörkuð. Þegar þú keyrir beint er álagið á þær bundið við svo litla hreyfingu að keflin éta sig ofaní gjörðina. Það þýðir að ónýt spindillega er misþung eftir hvar í beygju hjólið er.
Athugun: þú gætir kippt efri legunum úr ( sem mæðir mun meira á) og skoðað gjörðina. Svo gætir þú líka aftengt stýrisendann og viktað hjólið í beygjunni. Það ætti ekki að vera munur á því hvar á hringnum hjólið er og ef munurinn er til staðar er líklegt að legan sé orðin þreytt.
Það er líka möguleiki að það þurfi bara að herða á legunni en áður en þú gerir það ættirðu að vikta til að athuga hvort munur sé á til þess að herða ekki rétta herslu miðað við þar sem legan er uppétnust.
Kv Jón Garðar
Re: Spindillegur
Posted: 05.nóv 2012, 23:54
frá Freyr
Kippa líka neðri legunni úr, hún fer margfallt oftar en sú efri þar sem vatn nær að sitja í þeirri neðri og þá tærist hún.
Re: Spindillegur
Posted: 06.nóv 2012, 09:29
frá frikki
Mig var farið að gruna að spindillegurnar væru farnar hjá mer.
Smellir þegar ég beygi í framdrifinu,farið að leka með pakkdósunum við kúluna.
Það var buið að leka vatn inn í hjólaleguna svo mer þykir líklegt að spindillegurnar séu að fara.
Svo var hann byrjaður að vera þvingaður í stýri.
Hef aldrei skift um þær síðan ég eignaðist bílinn.
En hjólalegurnar eru nyjar og feitin líka.
kkv
Frikki
Re: Spindillegur
Posted: 06.nóv 2012, 12:37
frá Sævar Örn
hafðu þetta nýtt frikki fyrir veturinn, vonlaust þegar þetta smellur sundur þegar maður er að skemmta sér á fjöllum :)))
Re: Spindillegur
Posted: 06.nóv 2012, 12:48
frá Kiddi
Einhvern veginn grunar mig frekar að þetta sé eitthvað í öxlum eða drifi, ef það munar því hvort þú ert í framdrifinu eða ekki.
Re: Spindillegur
Posted: 06.nóv 2012, 15:15
frá olei
frikki wrote:Mig var farið að gruna að spindillegurnar væru farnar hjá mer.
Smellir þegar ég beygi í framdrifinu,farið að leka með pakkdósunum við kúluna.
Það var buið að leka vatn inn í hjólaleguna svo mer þykir líklegt að spindillegurnar séu að fara.
Svo var hann byrjaður að vera þvingaður í stýri.
Hef aldrei skift um þær síðan ég eignaðist bílinn.
En hjólalegurnar eru nyjar og feitin líka.
kkv
Frikki
Vatn í hjóllegum á greiða leið að legunni inni í nafstútnum sem stýrir ytri öxlinum (liðnum sjálfum) og getur eyðilaggt hana og legusætið/öxulinn sjálfan. Við það eyðileggst pakkdósin á innri öxlinum og gírfeitin af drifinu fer að leka út í liðhúsin og þaðan út í götu.
Það þýðir ekkert annað en að rífa þetta dót í tætlur og fara yfir það í heild - í leiðinni finnst vafalítið ástæðan fyrir smellunum.
Re: Spindillegur
Posted: 06.nóv 2012, 16:55
frá frikki
Eg mun sennilega rífa þetta allt í tætlur og skoða þetta á næstu dögum.
Þetta verður að vera í lægi ...... er þaggggggi :))
kkv
Frikki
Re: Spindillegur
Posted: 06.nóv 2012, 17:16
frá AgnarBen
Smellir í framdrifi, er það ekki driflokan sem er farin að svíkja !
Re: Spindillegur
Posted: 06.nóv 2012, 17:21
frá frikki
Það eru flansar (Ægislokur) gæti verið verður allt skoðað.
kkv
Frikki
Re: Spindillegur
Posted: 08.nóv 2012, 10:45
frá frikki
Spindillegur í döðlum...... pinnalegur í enn meiri döðlum ,....... vatn í feitinni...
Allt klárt og malar eins og kettlingur..
Setti gat á legustútinn snittaði ,, setti smurnippill í gatið þannig að ég get alltaf troðið feiti í legustutinn eftir mikið vatnasull.. :))
Re: Spindillegur
Posted: 08.nóv 2012, 18:42
frá jeepson
frikki wrote:Spindillegur í döðlum...... pinnalegur í enn meiri döðlum ,....... vatn í feitinni...
Allt klárt og malar eins og kettlingur..
Setti gat á legustútinn snittaði ,, setti smurnippill í gatið þannig að ég get alltaf troðið feiti í legustutinn eftir mikið vatnasull.. :))
Sæll Frikki. Ertu nokkuð til í að henda inn mynd þessu hjá þér. Mig langar að sjá hvar þú snittaðir nákvæmlega. Ég er að fara í að rífa þetta alt í tætlur í mínum bíl þar sem að það smellir í honum vinstramegin í framdrifinu þegar að ég legg á hann til vinstri. Og ég er kominn með aðra öxla sem fara í og ætla ða skipta um spindilegur og pakkdósir í leiðinni. Það legur með liðhúsunum og svona fínerí..
Re: Spindillegur
Posted: 08.nóv 2012, 22:38
frá frikki
Skal gera það við tækifæri