Spindillegur

User avatar

Höfundur þráðar
frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Spindillegur

Postfrá frikki » 05.nóv 2012, 21:46

Hver eru einkenni þess að spindillegur eru að fara í patrol.

Vil helst fá nokkrar skyringar

kkv

Frikki


Patrol 4.2 44"


BragiGG
Innlegg: 157
Skráður: 29.maí 2010, 16:43
Fullt nafn: Bragi Geirdal Guðfinnsson

Re: Spindillegur

Postfrá BragiGG » 05.nóv 2012, 22:23

náttúrulega það augljósa: slag í spindillegum...

annars getur slitin spindillega aðeins aukið á jeppaveiki, getur tekið skinnur undan til á herða á þeim...
1988 Toyota Hilux

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Spindillegur

Postfrá JonHrafn » 05.nóv 2012, 22:59

Mjög einfalt að ath, tjakkar undir hásinguna þannig að dekki sé ca 5cm frá jörðu, spennir undir dekkið með kúbeini.

User avatar

Alpinus
Innlegg: 221
Skráður: 01.feb 2010, 13:00
Fullt nafn: Hans Magnússon
Bíltegund: Lexus LX470

Re: Spindillegur

Postfrá Alpinus » 05.nóv 2012, 23:05

Ég er nýbúinn að láta skipta hjá mér. Þær voru greinilega alveg farnar hjá mér því það lak olía með liðhúsinu og pakkdósin og allt farið fjandans til.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Spindillegur

Postfrá Izan » 05.nóv 2012, 23:38

Sæll

Spindillegur í Patrol eru bara venjulegar keflalegur eins og framhjólalegur en hreyfingin sem þær fá er takmörkuð. Þegar þú keyrir beint er álagið á þær bundið við svo litla hreyfingu að keflin éta sig ofaní gjörðina. Það þýðir að ónýt spindillega er misþung eftir hvar í beygju hjólið er.

Athugun: þú gætir kippt efri legunum úr ( sem mæðir mun meira á) og skoðað gjörðina. Svo gætir þú líka aftengt stýrisendann og viktað hjólið í beygjunni. Það ætti ekki að vera munur á því hvar á hringnum hjólið er og ef munurinn er til staðar er líklegt að legan sé orðin þreytt.

Það er líka möguleiki að það þurfi bara að herða á legunni en áður en þú gerir það ættirðu að vikta til að athuga hvort munur sé á til þess að herða ekki rétta herslu miðað við þar sem legan er uppétnust.

Kv Jón Garðar

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Spindillegur

Postfrá Freyr » 05.nóv 2012, 23:54

Kippa líka neðri legunni úr, hún fer margfallt oftar en sú efri þar sem vatn nær að sitja í þeirri neðri og þá tærist hún.

User avatar

Höfundur þráðar
frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Spindillegur

Postfrá frikki » 06.nóv 2012, 09:29

Mig var farið að gruna að spindillegurnar væru farnar hjá mer.
Smellir þegar ég beygi í framdrifinu,farið að leka með pakkdósunum við kúluna.
Það var buið að leka vatn inn í hjólaleguna svo mer þykir líklegt að spindillegurnar séu að fara.
Svo var hann byrjaður að vera þvingaður í stýri.

Hef aldrei skift um þær síðan ég eignaðist bílinn.

En hjólalegurnar eru nyjar og feitin líka.

kkv

Frikki
Patrol 4.2 44"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Spindillegur

Postfrá Sævar Örn » 06.nóv 2012, 12:37

hafðu þetta nýtt frikki fyrir veturinn, vonlaust þegar þetta smellur sundur þegar maður er að skemmta sér á fjöllum :)))
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Spindillegur

Postfrá Kiddi » 06.nóv 2012, 12:48

Einhvern veginn grunar mig frekar að þetta sé eitthvað í öxlum eða drifi, ef það munar því hvort þú ert í framdrifinu eða ekki.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Spindillegur

Postfrá olei » 06.nóv 2012, 15:15

frikki wrote:Mig var farið að gruna að spindillegurnar væru farnar hjá mer.
Smellir þegar ég beygi í framdrifinu,farið að leka með pakkdósunum við kúluna.
Það var buið að leka vatn inn í hjólaleguna svo mer þykir líklegt að spindillegurnar séu að fara.
Svo var hann byrjaður að vera þvingaður í stýri.

Hef aldrei skift um þær síðan ég eignaðist bílinn.

En hjólalegurnar eru nyjar og feitin líka.

kkv

Frikki

Vatn í hjóllegum á greiða leið að legunni inni í nafstútnum sem stýrir ytri öxlinum (liðnum sjálfum) og getur eyðilaggt hana og legusætið/öxulinn sjálfan. Við það eyðileggst pakkdósin á innri öxlinum og gírfeitin af drifinu fer að leka út í liðhúsin og þaðan út í götu.
Það þýðir ekkert annað en að rífa þetta dót í tætlur og fara yfir það í heild - í leiðinni finnst vafalítið ástæðan fyrir smellunum.

User avatar

Höfundur þráðar
frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Spindillegur

Postfrá frikki » 06.nóv 2012, 16:55

Eg mun sennilega rífa þetta allt í tætlur og skoða þetta á næstu dögum.

Þetta verður að vera í lægi ...... er þaggggggi :))

kkv

Frikki
Patrol 4.2 44"

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Spindillegur

Postfrá AgnarBen » 06.nóv 2012, 17:16

Smellir í framdrifi, er það ekki driflokan sem er farin að svíkja !
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Spindillegur

Postfrá frikki » 06.nóv 2012, 17:21

Það eru flansar (Ægislokur) gæti verið verður allt skoðað.

kkv

Frikki
Patrol 4.2 44"

User avatar

Höfundur þráðar
frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Spindillegur

Postfrá frikki » 08.nóv 2012, 10:45

Spindillegur í döðlum...... pinnalegur í enn meiri döðlum ,....... vatn í feitinni...

Allt klárt og malar eins og kettlingur..

Setti gat á legustútinn snittaði ,, setti smurnippill í gatið þannig að ég get alltaf troðið feiti í legustutinn eftir mikið vatnasull.. :))
Patrol 4.2 44"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Spindillegur

Postfrá jeepson » 08.nóv 2012, 18:42

frikki wrote:Spindillegur í döðlum...... pinnalegur í enn meiri döðlum ,....... vatn í feitinni...

Allt klárt og malar eins og kettlingur..

Setti gat á legustútinn snittaði ,, setti smurnippill í gatið þannig að ég get alltaf troðið feiti í legustutinn eftir mikið vatnasull.. :))


Sæll Frikki. Ertu nokkuð til í að henda inn mynd þessu hjá þér. Mig langar að sjá hvar þú snittaðir nákvæmlega. Ég er að fara í að rífa þetta alt í tætlur í mínum bíl þar sem að það smellir í honum vinstramegin í framdrifinu þegar að ég legg á hann til vinstri. Og ég er kominn með aðra öxla sem fara í og ætla ða skipta um spindilegur og pakkdósir í leiðinni. Það legur með liðhúsunum og svona fínerí..
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Spindillegur

Postfrá frikki » 08.nóv 2012, 22:38

Skal gera það við tækifæri
Patrol 4.2 44"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 61 gestur