Síða 1 af 1
Stolin 38" dekk og felgur undan Discovery
Posted: 05.nóv 2012, 09:45
frá joibarda
Sælir spjallverjar.
Nú vantar mig aðstoð frá jeppa mönnum/konum.
Nú um liðna helgi 3-4 nóvember 2012 lenti ég í því að 38"dekkjum og felgum var stolið undan Land Rover Discovery þar sem hann stendur fyrir utan bílasöluna Höfðahöllina. Dekkin eru lítið slitin AT405 og felgurnar eru gráar stálfelgur með Beadlock kannti, vantaði þó gjarðirnar á hann.
Þar sem þessar felgur hennta bara undir Land Rover (held ég) þá væri ég mjög þakklátur ef þið mynduð vilja hafa augu og eyru opin og láta mig vita, annað hvort hér í ES eða í síma 690-7620.
Með fyrir framþökk, Jóhann David.
Re: Stolin 38" dekk og felgur undan Discovery
Posted: 05.nóv 2012, 11:50
frá Freyr
Skal deila þessu á facebook, því víðar sem þetta fer því betra!
Re: Stolin 38" dekk og felgur undan Discovery
Posted: 05.nóv 2012, 18:21
frá reyktour
Þær henta bara rover.
stöndum saman og finnum þrjótana
Re: Stolin 38" dekk og felgur undan Discovery
Posted: 05.nóv 2012, 18:34
frá jeepson
Ég hendi þessu inná feisið líka fyrir þig.
Re: Stolin 38" dekk og felgur undan Discovery
Posted: 05.nóv 2012, 19:04
frá joisnaer
svona dæmi fer alltaf svo í taugarnar á mér! einu sinni var sá tími sem dekk fengu bara að vera í friði undir sínum bílum
-
Re: Stolin 38" dekk og felgur undan Discovery
Posted: 05.nóv 2012, 20:01
frá arni hilux
þyrfti að vera hægt að senda svona á dekkjaverkstæði eða láta þau hafa opinn augu fyrir svona
Re: Stolin 38" dekk og felgur undan Discovery
Posted: 05.nóv 2012, 22:52
frá Hjörvar Orri
Strákar/stelpur, þið sem eruð að þessu, farið að hætta þessu kjaftæði og vinnið ykkur inn fyrir ykkar eigin dekkjum. Það er alltof mikið um þetta!!
Eru engar myndavélar á bílasölunni?
Hendi þessu inná smettið í von um að þetta finnist.
Re: Stolin 38" dekk og felgur undan Discovery
Posted: 07.nóv 2012, 10:15
frá hvati
Jahérna. Ég var að rölta þarna með barnavagninn
að láta mig dreyma á sunnudaginn var. Ég sá þennan
bíl dekkjalausan á þessum bláu múrsteinum og hugsaði
með mér að það væri bara verið að skipta um dekk
á honum. Svo runnu reyndar á mig tvær grímur þegar
ég sá að það var búið að strippa alla kastara af líka.
Var þeim stolið líka eða varstu búinn að fjarlægja
þá sjálfur?
Vona að þessi dekk finnist!
Re: Stolin 38" dekk og felgur undan Discovery
Posted: 07.nóv 2012, 11:02
frá joibarda
Sælir.
Takk fyrir allar deilingarnar.
Það er búið að láta öll helstu dekkjaverkstæði vita.
Það voru engir kastarar á bílnum og því bara dekkin sem vantar.
Kv. Jói
Re: Stolin 38" dekk og felgur undan Discovery
Posted: 07.nóv 2012, 13:04
frá hvati
Gott að heyra!
Re: Stolin 38" dekk og felgur undan Discovery
Posted: 07.nóv 2012, 14:24
frá JóiE
Eru þetta 15 tommu dekk?
Bara svona innlegg til að vita hverju maður á að fylgjast með á bland og fleiri stöðum
Já spurning um upptökuvélar.. bæði á bílasölunni og athuga hvort einhver fyrirtæki í götunni hafi líka vélar og gætu verið með upptöku frá þessum tíma.
Náum þessu ómerkilega fólki
Re: Stolin 38" dekk og felgur undan Discovery
Posted: 08.nóv 2012, 21:04
frá joisnaer
eitthvað að frétta af þessu?
Re: Stolin 38" dekk og felgur undan Discovery
Posted: 09.nóv 2012, 09:08
frá joibarda
Sælir.
Nei það er ekkert að frétta af þessu máli, en þetta voru 15" felgur.
Varðandi myndavélar, þá skilst mér að vélarnar á söunni hafi ekki tekið þetta svæði. En við báðum lögregluna að hafa samband við BM-Vallá, hvort hellurnar væru þaðan, því þær litu út fyrir að vera nýjar, og hvort þeir væru þá með eftirlitvélar.
Kv. Jói
Re: Stolin 38" dekk og felgur undan Discovery
Posted: 12.des 2012, 23:14
frá Hagalín
Eigum við ekki að lifta þessu upp
Re: Stolin 38" dekk og felgur undan Discovery
Posted: 13.des 2012, 09:41
frá joibarda
Takk fyrir það.
Hef lítið mátt vera að því að fylgjast með og uppfæra á öllum síðum.
Annars er ekkert að frétta af þessu máli.
Kv. Jói
PS. Ef þið viljið að tryggingafélögin taki þátt í svona máli með ykkur þá verðið þið að muna að taka dekkin undan jeppanum á kvöldin og setja þau inn í bíl. Annars eru þau ótryggð.
Re: Stolin 38" dekk og felgur undan Discovery
Posted: 13.des 2012, 10:28
frá fillinnpedo
Spurning um að hafa samband við lögregluna á suðurnesjum, veit að þeir tóku nokkra úr vogunum um daginn sem hafa verið að brjótast inn og stela öllu sem þeir sjá og senda út til póllands. Sá náungi var víst með nokkur húsnæði full af þýfi, þar á meðal fjórhjól og verkfæri. Um að gera að athuga það því að ég er nokkuð viss um að lögreglan sé ekki að fara að leita uppi eigendur þýfisins.