Síða 1 af 1
Hilux diesel 90 mdl hleður ekki.
Posted: 04.nóv 2012, 00:14
frá halli7
Er í vandræðum með 90 modelið af hilux sem lýsir sér þannig að hann hleður ekki.
Er búinn að prófa að skipta um alternator og skoða öll öryggi en það var ekki vandamálið.
Grunar ykkur einhvað sem er að valda þessu?
Re: Hilux diesel 90 mdl hleður ekki.
Posted: 04.nóv 2012, 00:54
frá StefánDal
Peran í mælaborðinu
Re: Hilux diesel 90 mdl hleður ekki.
Posted: 04.nóv 2012, 00:57
frá Fordinn
fusiable link, brunninn vír milli rafgeymis og alterantors, gæti líka verið utaná liggjandi spennustillir...... mældiru á torinn sjalfan hvort hann hlóð??
Re: Hilux diesel 90 mdl hleður ekki.
Posted: 04.nóv 2012, 10:00
frá kjartanbj
Sammála með peruna í mælaborðinu, kemur ljós á hana þegar þú svissar á bílinn? alltaf að byrja á að tékka á henni fyrst :)
Re: Hilux diesel 90 mdl hleður ekki.
Posted: 04.nóv 2012, 10:02
frá jeepson
Þetta er mjög einfalt. Settu volt mælir á geymirinn og settu svo í gang og sjáðu hvort að volt mælirinn fari ekki upp í hleðslu
Re: Hilux diesel 90 mdl hleður ekki.
Posted: 04.nóv 2012, 10:16
frá halli7
jeepson wrote:Þetta er mjög einfalt. Settu volt mælir á geymirinn og settu svo í gang og sjáðu hvort að volt mælirinn fari ekki upp í hleðslu
Er búinn að prófa það, það kemur ekkert.
Ætla að Skoða þetta betur á eftir.
Re: Hilux diesel 90 mdl hleður ekki.
Posted: 04.nóv 2012, 10:45
frá grimur
Það er næstum örugglega utaanáliggjandi hleðslustýring í þessum bíl, átti svona eðalvagn og þessi stýring bilaði einmitt.
Í það skiptið hélt hann spennu nægilega til að halda öllu í gangi en hlóð ekki.
Stýringin er boltuð innan á innra brettið, alveg upp undir húddi, farþegamegin, kubbur sirka 40*60*50mm, með vírana niðrúr.
Blikklok á þessu minnir mig.
Einhvern veginn svona:

Allavega, tékkaðu á þessu, lítið mál að skipta um þetta og kemur strax í ljós hvort þetta er málið.
kv
Grímur
Re: Hilux diesel 90 mdl hleður ekki.
Posted: 04.nóv 2012, 11:10
frá jeepson
halli7 wrote:jeepson wrote:Þetta er mjög einfalt. Settu volt mælir á geymirinn og settu svo í gang og sjáðu hvort að volt mælirinn fari ekki upp í hleðslu
Er búinn að prófa það, það kemur ekkert.
Ætla að Skoða þetta betur á eftir.
Þá er spurning um að gera eins og grimur er að segja. kíkja á þessa utanáliggjandi hleðslustýringu.. Vonandi finnur þú eitthvað útúr þessu.
Re: Hilux diesel 90 mdl hleður ekki.
Posted: 04.nóv 2012, 11:13
frá Refur
Ég lenti í svona veseni á LCII, það var cut-outið, eins og á myndinni hér að ofan.
Þetta ætti að vera merkt voltage regulator.
ég á svona stykki úr diesel Hiace einhversstaðar.
Kv. Villi