Síða 1 af 1
nissan patrol 3,3
Posted: 30.okt 2012, 21:08
frá arni hilux
sælir félagar
nú vantar mig smá fróðleik um þessa bíla nissan patrol 3,3 turbo, um er að ræða 86 árgerðina af bíl
vantar mig að vita allt slæmt og allt gott um þessa bíla
árni
Re: nissan patrol 3,3
Posted: 31.okt 2012, 00:49
frá grimur
Einhver sagði mér að þessir mótorar væru nánast ódrepandi, fyrir utan eitt sem þyrfti að passa: Láta taka spíssana upp á ca 100.000 km fresti til að koma í veg fyrir að þeir brenni göt á stimplana.
Sel það ekki dýrar en ég keypti það.
Re: nissan patrol 3,3
Posted: 31.okt 2012, 09:45
frá hrappatappi
Ég er búin að eiga 2 svona og get sagt þér að ef þú nærð í svona bíl sem er þokkalega ryð laus þá er þetta eilífðartæki. Það helsta sem drepur þessa bíla er ryðmyndun en mótorarnir eru ódrepandi. Enda líka eins einfaldir og hugsast getur.það eina sem gæti verið með mótorinn er að það er utanáliggjandi olíukælir á blokkinni og hann á það til að fillast af skít með tímanum. Þá aðallega vegna þess að það hefur ekki verið settur frostlögur í réttu magni og blokkin byrjað að ryðga að innan.
Þú ert kominn með járn Hedd sem er nánast vonlaust að eyðileggja og gírverk í staðin fyrir tímareim. Gír og millikassar hafa þolað allt sem á þá er lagt.
Spíssar.. Hef ekki heyrt um það en það er ekki vondur siður að kíkja á þá þó,ekki sé nema á 100.000km fresti. Spíssarnir eru mjög einfaldir í þessum bílum og er hægt að skrúfa þá í sundur og skifta um innvols.
Re: nissan patrol 3,3
Posted: 31.okt 2012, 11:34
frá arni hilux
hrappatappi wrote:Ég er búin að eiga 2 svona og get sagt þér að ef þú nærð í svona bíl sem er þokkalega ryð laus þá er þetta eilífðartæki. Það helsta sem drepur þessa bíla er ryðmyndun en mótorarnir eru ódrepandi. Enda líka eins einfaldir og hugsast getur.það eina sem gæti verið með mótorinn er að það er utanáliggjandi olíukælir á blokkinni og hann á það til að fillast af skít með tímanum. Þá aðallega vegna þess að það hefur ekki verið settur frostlögur í réttu magni og blokkin byrjað að ryðga að innan.
Þú ert kominn með járn Hedd sem er nánast vonlaust að eyðileggja og gírverk í staðin fyrir tímareim. Gír og millikassar hafa þolað allt sem á þá er lagt.
Spíssar.. Hef ekki heyrt um það en það er ekki vondur siður að kíkja á þá þó,ekki sé nema á 100.000km fresti. Spíssarnir eru mjög einfaldir í þessum bílum og er hægt að skrúfa þá í sundur og skifta um innvols.
okey flott að fá svona, þessi sem ég fann er keyrðu 250þ 86 árg mér fynst það ekki mikið fyrir svona gamlan bíl en það þarf að fara í smá boddý vinnu á honum ég hef bara heyrt góðar sögur af þessum bílum, en hjá eitthverjum aðilum hef ég heyrt að heddin séu að fara svoldið oft er eitthvað til í því?
Re: nissan patrol 3,3
Posted: 31.okt 2012, 12:41
frá örninn
Heddin eru ekki að fara 3,3 það 2,8 velunum sem heddin endast ekki nó
afi á tvo 86-88 patta 86 er keirður 600.000þ eki buið að ger nema keira vegna for vinni omnuðu við hann það voru engar brunir legur i góðu læi við settum sman með gömli hedd patniguni og hann var keirður tvo ár i við bót nu er hann sigraður af riði en detur i gang og keirir 88 patinn var tekin af numerum i fyra afi hætur að nota hann eg er að selja þessa bila .
Re: nissan patrol 3,3
Posted: 31.okt 2012, 12:53
frá Þorri
en hjá eitthverjum aðilum hef ég heyrt að heddin séu að fara svoldið oft er eitthvað til í því?
Ég held að þeir aðilar séu að tala útum rassgatið á sér. Pabbi á einn svona reyndar ekki turbo en fyrir einhverjum árum síðan þegar bíllinn var keyrður ca 320 þúsund þá fór í honum vatnsdælan með þeim afleiðingum að það sauð hressilega á kvikindinu. Honum var komið á verkstæði þar sem var skipt um vatnsdælu og bætt á hann frostlegi í staðinn fyrir þann sem varð eftir á Mosfellsheiðinni og núna nokkrum árum seinna og ca 180 þús km síðar er hvorki hedd né heddpakkning farinn. Alveg frá því bíllinn var nýr (gamli keypti hann nýjan) þá hefur hann verið mikið notaður í að draga allan fjandan fulllestaðan heyvagn stórar hestakerrur bílaflutningakerrur og hin og þessi heyvinnutæki milli staða. Í dag er hann notaður sem traktor heima í sveitinni og fer aldrei langt frá bænum enda númerslaus og orðinn mikið ryðgaður þ.e boddýið grindin er nánast alveg heil en dettur alltaf í gang og malar fínt þó aflið sé ekki það sama og það var upphaflega. Það eina sem er búið að gera fyrir mótorinn er að skipta um vatnsdæluna og svo var skipt um dísurnar í spissunum þegar hann var keyrður ca 250 þús. Ástæðan fyrir aflleysinu er mikið slitið olíuverk og mjög þreyttir spíssar annað er ekki að þeim mótor.
Re: nissan patrol 3,3
Posted: 31.okt 2012, 18:54
frá arni hilux
þetta eru greinilega snildar mótorar, en hvað er með eyðsluna á orginal bíl en ef eitthver veit eyðsluna á breyttum bíl væri fínt að fá hana líka
Re: nissan patrol 3,3
Posted: 31.okt 2012, 22:07
frá pattigamli
arni hilux wrote:þetta eru greinilega snildar mótorar, en hvað er með eyðsluna á orginal bíl en ef eitthver veit eyðsluna á breyttum bíl væri fínt að fá hana líka
túrbó laus sirka 10l. með túrbó 36" breitur 16l meðal minir að það breiti sára litlu þó að sett séu 38" undir
Re: nissan patrol 3,3
Posted: 31.okt 2012, 22:33
frá Gonsales
er með einn til sölu sem er búið að gera upp boddý og með turbo 3,3 intercooler, grindinn er mjög heil og vel ryðvarin og breyttur fyrir 44" en ekki kláraður og fylgja aukahlutir með nýbúið að skipta um stangalegur og höfuðlegur
Re: nissan patrol 3,3
Posted: 31.okt 2012, 22:47
frá arni hilux
pattigamli wrote:arni hilux wrote:þetta eru greinilega snildar mótorar, en hvað er með eyðsluna á orginal bíl en ef eitthver veit eyðsluna á breyttum bíl væri fínt að fá hana líka
túrbó laus sirka 10l. með túrbó 36" breitur 16l meðal minir að það breiti sára litlu þó að sett séu 38" undir
þessi sem ég er að spá í er 44''
Gonsales wrote:er með einn til sölu sem er búið að gera upp boddý og með turbo 3,3 intercooler, grindinn er mjög heil og vel ryðvarin og breyttur fyrir 44" en ekki kláraður og fylgja aukahlutir með nýbúið að skipta um stangalegur og höfuðlegur
hver er verðmiðinn á honum hjá þér