Síða 1 af 1

Nissan DC 2003 breyting.????????

Posted: 24.jún 2010, 16:23
frá Kölski
Er að pæla fá mér svona bíl hann er 35" breyttur langar að breyta honum fyrir 38". Spurningin er hvað þarf ég að gera mikið til þess. Þetta er bíll sem er á hásingu að aftan og klöfum að framan. Á upphækkunarklossa úr patrol fyrir aftur hásinguna ef það passar. Ef einhver getur látið visku sína fram í þessum málum yrði ég mjög þakklátur. Kantarnir eru græjaðir. Ég er helst að tala um upphækkunina og hvort ég þurfi að lengja eitthvað í stýrisbúnaðinum.

Re: Nissan DC 2003 breyting.????????

Posted: 24.jún 2010, 20:43
frá Stebbi
Veit að einhverjir þurftu að hnika boddýinu eitthvað afturábak á grindini á þessum bílum til að koma 38" undir. Það eru nátturlega engin frambretti til að skera úr á þessu.

Re: Nissan DC 2003 breyting.????????

Posted: 24.jún 2010, 21:53
frá jeepson
Væri ekki best að rífa klafa dótið undan og setja heila hásingu?? Þá er hægt að færa hana framar.

Re: Nissan DC 2003 breyting.????????

Posted: 25.jún 2010, 07:34
frá Stebbi
Skildist á sínum tíma að það hafi verið minna vesen að færa boddýið en að setja hásingu undir. En það er orðið langt síðan.

Re: Nissan DC 2003 breyting.????????

Posted: 25.jún 2010, 12:59
frá jeepson
Stebbi wrote:Skildist á sínum tíma að það hafi verið minna vesen að færa boddýið en að setja hásingu undir. En það er orðið langt síðan.


ok. En eru menn ekki altaf að tala um að það sé betra að vera með hásingu á þessum breyttu bílum? Annars segir það sig nú eiginlega sjálft að það sé auðveldara að færa boddýið. :)

Re: Nissan DC 2003 breyting.????????

Posted: 25.jún 2010, 13:31
frá Kölski
Ég er soldið heitur fyrir því að hafa hann á klöfum og setja í hann loftpúða. Hlítur að vera þæginlegt að þegar þú festir þig að geta bara lyft honum upp og engin mótstæða nema afturhásingin.