Síða 1 af 1
Bílaflutningar milli landshluta.
Posted: 29.okt 2012, 23:42
frá Lada
Sælir/ar.
Þar sem ég hef ekki aðgang að bíl sem getur dregið annan bíl á kerru, þá er ég að velta því fyrir mér hvað það myndi kosta að fá einhvern til að sækja bílinn fyrir mig. Ég þarf að koma bíl frá Stöðvarfirði til Reykjavíkur. Ég veit að það eru einhverjir aðilar sem gera sig út fyrir að gera svona. Hvað gæti slíkt kostað?
Kv.
Ásgeir
Re: Bílaflutningar milli landshluta.
Posted: 30.okt 2012, 00:19
frá jeepson
Er þessi bíll á Stöðvafirði gangfær og ökuhæfur?? Það er aldrei að vita nema að ég gæti keyrt hann suður fyrir þig.
Re: Bílaflutningar milli landshluta.
Posted: 30.okt 2012, 17:39
frá Lada
Takk kærlega fyrir gott boð, Gísli. Það hefði kannski verið sterkur leikur hjá mér að taka það fram að bíllinn er ekki ökuhæfur og þyrfti að komast á kerru eða vagni til Reykjavíkur.
Ég talaði við fyrirtæki í dag sem tekur svona að sér og hann bauð mér að sækja bílinn fyrir 280.000 kr. Er einhver hér á spjallinu sem getur boðið betur, og þá helst töluvert mikið betur? Bíllinn er 4.5m langur og 2 m á hæð og breidd, og um 2 tonn á þyngd.
Kv.
Ásgeir.
Re: Bílaflutningar milli landshluta.
Posted: 30.okt 2012, 17:55
frá Oskar K
tala við landfluttninga á reyðarfirði, veit það af reynslu að það er ekki nálægt 280.000 sem þeir rukka, hringdu og fáðu tilboð
Re: Bílaflutningar milli landshluta.
Posted: 30.okt 2012, 20:50
frá Hrannifox
bingó með fyrri ræðumann, félagi minn talaði við þá og þetta var ekkert vandamál
Re: Bílaflutningar milli landshluta.
Posted: 30.okt 2012, 20:53
frá Hfsd037
Lada wrote:Takk kærlega fyrir gott boð, Gísli. Það hefði kannski verið sterkur leikur hjá mér að taka það fram að bíllinn er ekki ökuhæfur og þyrfti að komast á kerru eða vagni til Reykjavíkur.
Ég talaði við fyrirtæki í dag sem tekur svona að sér og hann bauð mér að sækja bílinn fyrir 280.000 kr. Er einhver hér á spjallinu sem getur boðið betur, og þá helst töluvert mikið betur? Bíllinn er 4.5m langur og 2 m á hæð og breidd, og um 2 tonn á þyngd.
Kv.
Ásgeir.
Er þá flug guggur og kampavín innifalið í þessu verði?
Re: Bílaflutningar milli landshluta.
Posted: 31.okt 2012, 10:32
frá gaz69m
280.000 vá en hvernig bíll er þetta sem þú ert að sækja , er ekki séns að setja á hann drátarbeisli og draga hann aftan í bíl með kúlu
Re: Bílaflutningar milli landshluta.
Posted: 31.okt 2012, 11:38
frá Startarinn
Eitthvað svona:
Eða svona:
Ekkert flókið, bara framkvæma
Re: Bílaflutningar milli landshluta.
Posted: 31.okt 2012, 14:36
frá StefánDal
Nú er ég forvitinn. Hvað kostaði svona rúntur á V6 Toyotu?