Síða 1 af 1
Hvar fæ ég frauðmottu í brettakanta??
Posted: 29.okt 2012, 08:44
frá silli525
Hvar fæ ég frauðmottu í brettakanta??. Veit reyndar að þetta fæst uppí Arctic Trucks en miðað við verðlagið á draslinu þar þá efast ég ekki um annað en þetta fáist ódýrara annarstaðar.......
Re: Hvar fæ ég frauðmottu í brettakanta??
Posted: 29.okt 2012, 09:42
frá Freyr
bílasmiðurinn
Re: Hvar fæ ég frauðmottu í brettakanta??
Posted: 29.okt 2012, 10:28
frá villi58
Rúmfatalagerinn og kontacktlím úr einhverri verslun, búinn að vera með svona í 12 ár og ok. Tecktil yfir.
Re: Hvar fæ ég frauðmottu í brettakanta??
Posted: 29.okt 2012, 11:46
frá jonogm
Europris
Re: Hvar fæ ég frauðmottu í brettakanta??
Posted: 29.okt 2012, 12:47
frá silli525
Takk fyrir upplýsingarnar
Re: Hvar fæ ég frauðmottu í brettakanta??
Posted: 29.okt 2012, 13:15
frá villi58
Þetta er það sem er kallað tjaldýnur, ég notaði 8 mm þykkar og reynist vel.
Re: Hvar fæ ég frauðmottu í brettakanta??
Posted: 05.jún 2020, 13:23
frá jongud
Aðeins að vekja upp gamlan þráð.
Hvað er best til að líma svona mottur inn í kantana? Ég hef notað rendur af límkítti, en er eitthvað til sem er þægilegra?
Re: Hvar fæ ég frauðmottu í brettakanta??
Posted: 05.jún 2020, 16:26
frá jongud
Ég gerði smá verðsamanburð á leiðinni heim úr vinnunni í dag.
Tjalddýna í Rúmfó kostar 1990 kr stykkið og er 0,95 fermetrar (50x190cm) = 2095kr fermetrinn
Lengdarmetrinn af frauðdýnu í Bílasmiðnum kostar 4990 (1,5m breitt) = 3327kr fermetrinn
Síðan þarf að kaupa límkítti fyrir tjalddýnuna.
Svo fer það eftir hvaða stærð hentar betur inn í brettakanntana hvort ég vel.
Re: Hvar fæ ég frauðmottu í brettakanta??
Posted: 05.jún 2020, 22:11
frá íbbi
eru tjalddýnurnar sambærilegar?
Re: Hvar fæ ég frauðmottu í brettakanta??
Posted: 06.jún 2020, 07:17
frá grimur
Ég hef lent í furðulegu veseni með límkítti(Urethan límkítti, soudal eða Sikaflex) og svona fóm efni. Tollir saman rétt fyrst en liðast svo í sundur. Veit ekki hvað veldur og hvað ber að varast. Líklega er best að fá nákvæmlega upplýsingar um lím og mottu kombó sem hefur haldið.
Kontaktlím virðist halda svo lengi sem allt er hreint og fínt við límingu ef fómið bráðnar ekki í drasl undan líminu.
Endilega deilið því sem hefur plumað sig vel!
Re: Hvar fæ ég frauðmottu í brettakanta??
Posted: 06.jún 2020, 10:21
frá Járni
Ég hef ekki gert þetta oft en límdi einmitt eitthvað frauð með límkítti síðast og það tók ekki langan tíma að losna. Spurning um lím á úðabrúsa eða gamla góða jötungripið?
Re: Hvar fæ ég frauðmottu í brettakanta??
Posted: 07.jún 2020, 10:20
frá jongud
Það virðast nefnilega vera skiptar skoðanir á því hvað virkar og hvaða lím heldur.
Þeir hjá Bílasmiðnum segja að límið sem kemur á mottunum haldi, en fleiri en einn jeppamaður hefur sagt mér að það sé ekki treystandi á það.
Tjalddýnurnar eru líklega OK dæmi ef þær tolla, og líklega enn betra að úða þunnum tektýl eða grjótmassa yfir þær.
Jötungrip? Örugglega frábært svo lengi sem það leysir ekki upp frauðið.
Re: Hvar fæ ég frauðmottu í brettakanta??
Posted: 07.jún 2020, 12:23
frá Kiddi
Svo gengur ágætlega að hafa bara 2mm plastplötu inní köntunum og loftbil á milli. Þá eru líka mini líkur á að þetta kleprist allt í klaka eða drullu.