Síða 1 af 1
Toy xtracab
Posted: 27.okt 2012, 22:18
frá hrappatappi
Sælir vinir.
Ef það er einhver hérna sem að á toyotu hilux xtracab þá má hin sami aðeins lýsa því fyrir mér hvað er nákvæmlega mikið pláss á aftur bekknum.?
Er það nóg fyrir 2 polla eða getur fullvaxin maður setið þarna?
Eða er kannski ekki gert ráð fyrir því að einhver sitji þarna yfir höfuð? :)
Allar upplýsingar vel þegnar.
Re: Toy xtracab
Posted: 27.okt 2012, 22:26
frá Startarinn
Ég á svona bíl, 2 fullorðnir "geta" setið þarna, en þú verður með stýrið í kviðnum og það hefur það sennilega enginn gott nema hugsanlega farðeginn frammí. Ég veit til þess að 5 menn hafa farið á svona bíl frá Hveravöllum á Sauðárkrók, en ég mæli ekki með því
Re: Toy xtracab
Posted: 27.okt 2012, 22:34
frá Hrannifox
er með xcap við vorum 3 í bílnum, ekki sjéns að fleiri geti verið þar þannig það fari svona lala vél um farþegana, ekki sjens að koma neinum fyrir aftan mig(ökumann) ef ég á að keyra svo líka
Re: Toy xtracab
Posted: 27.okt 2012, 22:49
frá Svenni30
Ég kem varla hundinum fyrir þarna. Svo er ég svo feitur að ég þarf allt plássið :)
Vorum þrír í honum í dag sá sem var afturí er 1,90+ það fór ekki vel um hann.
Re: Toy xtracab
Posted: 27.okt 2012, 23:10
frá ellisnorra
Þetta er þokkalegt fyrir krakka, ég er með 5 og 6 ára sem eru í stólum og ég þarf að færa mig óþægilega nálægt stýrinu. Ég sit venjulega í öftustu stöðu á sætinu og sætið svolítið hallað aftur, þá fer vel um mig. En þá er líka uþb fet frá hauspúðanum hjá mér aftur í afturrúðu. Ég er líka fullvaxinn.
Re: Toy xtracab
Posted: 27.okt 2012, 23:54
frá StefánDal
Það fer vel um mig aftur í svona bíl. Undir stýri sit ég frekar nálægt framarlega með stýrið í lægstu stöðu.
Ég er líka fullvaxinn. Í Asíu.
Re: Toy xtracab
Posted: 28.okt 2012, 01:26
frá hrappatappi
Ok. Ég var einmitt að pæla hvort maður kæmi 2 barnabílstólum fyrir þarna afturí. Hvað haldiði að húsið sé c.a mikið lengra en á single cab bílnum? 40cm?
Re: Toy xtracab
Posted: 28.okt 2012, 07:29
frá Oskar K
pallhús, málinu reddað
Re: Toy xtracab
Posted: 28.okt 2012, 08:03
frá sukkaturbo
Sælir drengir minn hilux er svo þröngur að ég varð að fá mér fjarstýringu til að geta notað hann og sitja sjálfur á pallinum kveðja guðni
Re: Toy xtracab
Posted: 28.okt 2012, 08:47
frá Startarinn
hrappatappi wrote:Ok. Ég var einmitt að pæla hvort maður kæmi 2 barnabílstólum fyrir þarna afturí. Hvað haldiði að húsið sé c.a mikið lengra en á single cab bílnum? 40cm?
Þú getur gleymt því STRAX, ég er búinn að reyna, ég kom stól fyrir í miðjunni með því að stilla undir hann að framan svo hann ylti ekki fram á við og notaði bæði öryggisbeltin, barnið var með lappirnar á milli sætanna og óþægilega nálægt millikassa stönginni (ég er með 2 gírkassa, svo stöngin er aftarlega).
Samt þurfti ég að vera með sætið framar en mér fannst þægilegt, ég get fullyrt að nema þú sér 150cm á hæð og að detta í sundur af hori er útilokað að setja barnabílstól afturí.
Re: Toy xtracab
Posted: 28.okt 2012, 08:52
frá hrappatappi
Hahaha.... Góður guðni.
Ok. Ég ætla þá aðeins að hugsa þetta betur.