Sælir vinir.
Ef það er einhver hérna sem að á toyotu hilux xtracab þá má hin sami aðeins lýsa því fyrir mér hvað er nákvæmlega mikið pláss á aftur bekknum.?
Er það nóg fyrir 2 polla eða getur fullvaxin maður setið þarna?
Eða er kannski ekki gert ráð fyrir því að einhver sitji þarna yfir höfuð? :)
Allar upplýsingar vel þegnar.
Toy xtracab
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 123
- Skráður: 11.feb 2010, 22:13
- Fullt nafn: Hjalti Melsted
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Toy xtracab
Ég á svona bíl, 2 fullorðnir "geta" setið þarna, en þú verður með stýrið í kviðnum og það hefur það sennilega enginn gott nema hugsanlega farðeginn frammí. Ég veit til þess að 5 menn hafa farið á svona bíl frá Hveravöllum á Sauðárkrók, en ég mæli ekki með því
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 374
- Skráður: 19.sep 2011, 20:14
- Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
- Bíltegund: Musso Sport 37''
- Staðsetning: Hveragerði
Re: Toy xtracab
er með xcap við vorum 3 í bílnum, ekki sjéns að fleiri geti verið þar þannig það fari svona lala vél um farþegana, ekki sjens að koma neinum fyrir aftan mig(ökumann) ef ég á að keyra svo líka
Hranni Fúsa
Jeep Grand Cherokee WJ
Jeep Grand Cherokee WJ
-
- Innlegg: 1164
- Skráður: 05.maí 2011, 14:49
- Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Dalvík
Re: Toy xtracab
Ég kem varla hundinum fyrir þarna. Svo er ég svo feitur að ég þarf allt plássið :)
Vorum þrír í honum í dag sá sem var afturí er 1,90+ það fór ekki vel um hann.
Vorum þrír í honum í dag sá sem var afturí er 1,90+ það fór ekki vel um hann.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"
Toyota hilux 38"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Toy xtracab
Þetta er þokkalegt fyrir krakka, ég er með 5 og 6 ára sem eru í stólum og ég þarf að færa mig óþægilega nálægt stýrinu. Ég sit venjulega í öftustu stöðu á sætinu og sætið svolítið hallað aftur, þá fer vel um mig. En þá er líka uþb fet frá hauspúðanum hjá mér aftur í afturrúðu. Ég er líka fullvaxinn.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Toy xtracab
Það fer vel um mig aftur í svona bíl. Undir stýri sit ég frekar nálægt framarlega með stýrið í lægstu stöðu.
Ég er líka fullvaxinn. Í Asíu.
Ég er líka fullvaxinn. Í Asíu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 123
- Skráður: 11.feb 2010, 22:13
- Fullt nafn: Hjalti Melsted
Re: Toy xtracab
Ok. Ég var einmitt að pæla hvort maður kæmi 2 barnabílstólum fyrir þarna afturí. Hvað haldiði að húsið sé c.a mikið lengra en á single cab bílnum? 40cm?
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Toy xtracab
Sælir drengir minn hilux er svo þröngur að ég varð að fá mér fjarstýringu til að geta notað hann og sitja sjálfur á pallinum kveðja guðni
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Toy xtracab
hrappatappi wrote:Ok. Ég var einmitt að pæla hvort maður kæmi 2 barnabílstólum fyrir þarna afturí. Hvað haldiði að húsið sé c.a mikið lengra en á single cab bílnum? 40cm?
Þú getur gleymt því STRAX, ég er búinn að reyna, ég kom stól fyrir í miðjunni með því að stilla undir hann að framan svo hann ylti ekki fram á við og notaði bæði öryggisbeltin, barnið var með lappirnar á milli sætanna og óþægilega nálægt millikassa stönginni (ég er með 2 gírkassa, svo stöngin er aftarlega).
Samt þurfti ég að vera með sætið framar en mér fannst þægilegt, ég get fullyrt að nema þú sér 150cm á hæð og að detta í sundur af hori er útilokað að setja barnabílstól afturí.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 123
- Skráður: 11.feb 2010, 22:13
- Fullt nafn: Hjalti Melsted
Re: Toy xtracab
Hahaha.... Góður guðni.
Ok. Ég ætla þá aðeins að hugsa þetta betur.
Ok. Ég ætla þá aðeins að hugsa þetta betur.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur