Að versla á Ybay


Höfundur þráðar
villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Að versla á Ybay

Postfrá villi58 » 27.okt 2012, 11:23

Vantar aðstoð til að kaupa á Ybay, búinn að stofna aðgang og vantar að vita hvað ég á að setja í reit sem bíður upp á (Coupons,gift cards or certificates).



User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Að versla á Ybay

Postfrá Magni » 27.okt 2012, 11:49

ekkert
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -


Höfundur þráðar
villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Að versla á Ybay

Postfrá villi58 » 27.okt 2012, 13:55

Takk fyrir, er enn í vandræðum með Paypal kjaftæði, veit ekkert hvað ég á að gera í því. Kann ekkert á svoleiðis.


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Að versla á Ybay

Postfrá olei » 27.okt 2012, 16:08

Þú þarft að fara inn á http://www.paypal.com og stofna þar reikning. Síðan þarftu að tengja greiðslukort við paypal reikninginn sem skuldfærist við hverja paypal greiðslu. Að tengja greiðslukort við reikninginn gerir hann "verified" sem er iðulega krafist á Ebay. (ég held að einungis íslensk kreditkort virki, ekki debit)

Helsti kosturinn við paypal kerfið er viss vernd sem það veitir. Ef þú færð ekki vöruna í hendur getur þú opnað svokallað dispute á Ebay, en það er líka hægt að gera það gegnum paypal - það eru víða vefverslanir sem taka við paypal, um víða veröld. Reglan er að þú hefur 45 daga til að áfrýja máli hjá paypal og ef seljandi getur ekki sýnt fram á að þú hafir tekið við vörunni þá færðu endurgreitt.

Hvað snertir Ebay, þá er gott að skoða feedback notenda, og ef eitthvað er bogið við það, t.d innan við 95% þá er betra að skoða feedbackið betur og sjá af hverju það er. Einnig er mikilvægt áður en boðið er í hluti á Ebay að vera FYRST búinn að fá kvitt og klárt sendingarkostnað frá seljanda. Ef þú gerir það ekki geta seljendur oft smurt ansi hressilega á sendingarkostnað til Íslands - og erfitt um vik að hafna því á Ebay ef maður hefur unnið uppboðið!

Stundum er hægt að fá vörur ódýrari frá bretlandi en t.d USA vegna lægri sendingarkostnaðar. Eða á http://www.ebay.co.uk.
Stundum kemst maður líka í lágan sendingarkostnað gegnum DHL frá þýskalandi, sem virðist vera sjófragt m.v hversu langan tíma hún tekur (hátt í mánuð) en það getur stundum borgað sig. http://www.ebay.de

Aðgangur að ebay virkar á allar þessar síður. En oft þarf maður að fara inn á þær beint til að finna hluti á þeim, því að aðalsíðan sýnir ekki allt sem er í boði á leitarsíðunni þó svo að hakað sé við "worldwide search"
Síðast breytt af olei þann 27.okt 2012, 16:21, breytt 1 sinni samtals.


Höfundur þráðar
villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Að versla á Ybay

Postfrá villi58 » 27.okt 2012, 16:20

Takk fyrir


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur