Síða 1 af 1
Icon 4x4
Posted: 25.okt 2012, 11:54
frá andrig
Hafa menn séð þetta?
Icon4x4
Re: Icon 4x4
Posted: 25.okt 2012, 12:25
frá kjartanbj
já, sá þetta í Jay Lenos garage :)
Re: Icon 4x4
Posted: 25.okt 2012, 12:26
frá Dodge
Þetta er töff..
Verst hvað willysinn er með ljótu boddýi og vélavana en bronsinn og cruiserinn eru líklegir
Re: Icon 4x4
Posted: 25.okt 2012, 12:29
frá Freyr
Sá svona cruiser í einhverju USA jeppablaði f. nokkrum árum. 4 cyl diesel vélin í þeim er cummins. Mér leist vel á þetta nema verðið, man ekki tölurnar en þetta er MJÖG dýrt dæmi, minnir að þetta hafi kostað 2x meira en einhver venjulegur nýr jeppi á þeim tíma.
Re: Icon 4x4
Posted: 25.okt 2012, 12:48
frá kjartanbj
Re: Icon 4x4
Posted: 25.okt 2012, 12:52
frá stebbiþ
Já, þetta er flott fyrirtæki. En, eins og kanarnir segja, þá er þetta bara fyrir ríkt lið sem er að leita að einhverju sem passar vel við fínu fötin. 80 þúsund dollara fyrir flatfender! Ég held ekki.
Mér finnst nú Broncoinn flottastur, hvað ætli hann kosti! 100 þúsund dollara? Auðvitað er mikil vinna á bak við svona bíl og flestallt smíðað og samsett af mönnum, ekki vélum. Miðað við vinnustundirnar, þá er þetta kannski ekki dýrt.
En eins og við vitum, þá reiknum við ekki vinnustundirnar þegar við gerum upp gamlan jeppa sem verður svo seldur. Þá færi gamall willys á margar milljónir.
Kv, Stebbi Þ.
Re: Icon 4x4
Posted: 26.okt 2012, 12:30
frá Dodge
Það er eðlilegt að þetta kosti slatta, flottar vélar, fox coilover fjöðrun, handsmíðaðar grindur, fínar hásingar, læsingar o.s.frv
Re: Icon 4x4
Posted: 26.okt 2012, 12:38
frá Hjörturinn
Væri alveg til í að geta verslað bara yfirbygginguna, flott stöff