ford 7,3 diesel


Höfundur þráðar
norðlendingur
Innlegg: 10
Skráður: 08.jan 2012, 19:37
Fullt nafn: Gauti Valur Hauksson

ford 7,3 diesel

Postfrá norðlendingur » 22.okt 2012, 20:08

Góða kvöldið er að ath hvort einhver getur sagt mér hvernig þessar vélar hafa verið að reynast, og hvort að ford 250 á 38" dekkjum sé í einhverju standi til að fara að þæfast eitthvað, (veit að hann er þungur)
kv GVH




sfinnur
Innlegg: 299
Skráður: 23.apr 2010, 19:40
Fullt nafn: Sveinn Finnur helgason
Bíltegund: 4runner Dísel
Staðsetning: Vogum

Re: ford 7,3 diesel

Postfrá sfinnur » 22.okt 2012, 20:54

Þessar vélar hafa reynst nokkuð vel, er þetta powerstroke?
Held að hann drífi lítið á 38".


Höfundur þráðar
norðlendingur
Innlegg: 10
Skráður: 08.jan 2012, 19:37
Fullt nafn: Gauti Valur Hauksson

Re: ford 7,3 diesel

Postfrá norðlendingur » 22.okt 2012, 21:20

sfinnur wrote:Þessar vélar hafa reynst nokkuð vel, er þetta powerstroke?
Held að hann drífi lítið á 38".

held að þetta sé powerstroke


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: ford 7,3 diesel

Postfrá Fordinn » 22.okt 2012, 21:43

Hann verður aldrei neinn snjóbill á 38".... Fínn ferða bíll fyrir sumarferðirnar og að flytja leikföng uppfyrir snjólínu á veturnar.... 7,3L mótorinn er sterkur og góður mótor, ég er med 2002 á 38 og hann er að eyða 20 í innanbæjar keyrslu og dettur niður i 15-16 á langkeyrslunni.

Helsti galli þessara bíla er slit í framhjólabúnaði svosem spindilkúlur og stýris endar.... enda þungur á sér að framan, það er þó hægt að lágmarka viðhaldið med að kaupa alvöru parta í þetta td frá spicer, varast ódyru kína partana....

ég er búinn að eiga minn síðan 2006 og hefur reynst mjog vel engar leiðinda bilanir eða vesen. stend í miklu sálar stríði þessi misserin.... langar í bil sem ég get ferðast á á veturnar..... enn það er ekkert um margt gáfulegt að velja á gáfulegu verði.... og þá er spurningin um að henda bara stærri dekkjum undir í rólegheitunum.... og madur veit þa hvað madur hefur í höndunum.


ef það er eitthvað sem þig langar að vita meira endilega bara skjóttu

kv Mikki


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: ford 7,3 diesel

Postfrá ivar » 23.okt 2012, 10:04

ég á F350 á 46" og hef átt econoline á bæði 38" og 44".

Alveg merkilegt hvað þessir bílar komast á 38" dekkjunum í snjó en það er s.s. alveg rétt að hann verður seint "snjóbíll".
myndi alveg setja fordinn á 38" við hliðiná patrol á 35" hvað varðar drifgetu. Hinsvegar á 44" er hann orðinn vel þolanlegur og á 46" drífur hann bara mjög vel. Hef sjaldan lent í aðstæðum þar sem "hefðbundnari" jeppar standa betur að vígi en það er helst í mjög bröttum brekkum með miklu púðri þar sem ég sit eftir.

Ef ég ætlaði að setja eitt sett af dekkjum undir aftur í dag færi ég í 41" Irok. Mjög góð keyrsludekk og hægt að tuttlast í snjó þrátt fyrir að verða örugglega ekki fremstur.

Hinsvegar neyðist ég til að selja bílinn í bili svo þú kemur bara og skiptir. Færð fjallafæran stóran pikka :)

User avatar

dadikr
Innlegg: 158
Skráður: 05.feb 2010, 08:50
Fullt nafn: Daði Már Kristófersson
Bíltegund: Chevrolet K30

Re: ford 7,3 diesel

Postfrá dadikr » 23.okt 2012, 12:40

Ég er búinn að eiga minn 7,3 powerstroke í tæp 2 ár. Ég er frábærlega ánægður með hann. Þó bíllinn vegi 3,5 tonn tómur er eyðslan svona 19-20 innanbæjar og 16-17 á vegi. Þetta er án efa aflmesti bíll sem ég hef átt, hrein unun að finna hvað hann tekur á.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: ford 7,3 diesel

Postfrá sukkaturbo » 23.okt 2012, 12:43

Sælir hvað er 7,3 powerstroke vélin þung með öllu??


fordson
Innlegg: 102
Skráður: 26.nóv 2011, 21:49
Fullt nafn: Kraki Ásmundarson

Re: ford 7,3 diesel

Postfrá fordson » 23.okt 2012, 14:23

samkvæmt þessu http://www.internationalpowerstroke.com/73psd.html þá er hún 920 lbs sem er 423 kg þurvigt þá er væntanlega allt utaná henni félagi minn viktaði 6.9 með túrbínukitti og hún var 490 kg en power strokin er aðeins léttari
já ætli það nú ekki

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: ford 7,3 diesel

Postfrá Stebbi » 23.okt 2012, 19:59

Hún viktar svipað og 12v Cummings en er bara svo miklu skemmtilegri. Skil eiginlega ekki afhverju menn hafa ekki sett powerstroke í patrol frekar en þessa cummings hækju sem ekkert getur fyrr en það er búið að eyða hálfri milljón í hana.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: ford 7,3 diesel

Postfrá Þorsteinn » 23.okt 2012, 20:34

stefán, hálfri miljón í hvað ?


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: ford 7,3 diesel

Postfrá Valdi B » 23.okt 2012, 21:10

hvernig ætlar þú að eyða hálfri milljóní að láta cummins virka ? það þarf nú ekki að eyða nema nokkrum 10 þús köllum í hana og þá virkar hún fint!....

vinur minn er einmitt nýbúinn að fá sér f250 ford með 7.3 powerstroke og er að fara að mixa þetta ofan í 46"patrol..
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: ford 7,3 diesel

Postfrá Fordinn » 23.okt 2012, 23:32

ha hvað er þetta cummings???? er þetta klámmynda frasi eða....

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: ford 7,3 diesel

Postfrá Stebbi » 24.okt 2012, 20:35

Þorsteinn wrote:stefán, hálfri miljón í hvað ?


Þarf ekki að kaupa einhverja spíssa og spes olíuverk og einhvern vír og gorm og spliff. Þetta eru bara 160 hestafla ljósavélar eins og þær koma orginal. Powerstroke er þó bílvél og vinnur þokkalega svona beint úr kassanum.

P.s
Þú veist að þú mátt skipta um skoðun eftir sölu. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1468
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: ford 7,3 diesel

Postfrá íbbi » 24.okt 2012, 20:38

síðan hvenar varð vandamál að á að eyða 500k í vél? yfirleitt erfiðara að sleppa við það
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur