Líma brettakannta á jeppann....


Höfundur þráðar
Habbzen
Innlegg: 40
Skráður: 31.jan 2010, 23:59
Fullt nafn: Hafsteinn Helgi Grétarsson

Líma brettakannta á jeppann....

Postfrá Habbzen » 21.okt 2012, 00:32

Hvaða kítti eða lími mæliði með? hef heyrt að rúðulím sé hægt að nota, hvað segið þið?




Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: Líma brettakannta á jeppann....

Postfrá Þorsteinn » 21.okt 2012, 00:44

ég nota wurth límkítti.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Líma brettakannta á jeppann....

Postfrá Freyr » 21.okt 2012, 01:25

Ég nota kítti frá förch sem heitir k127, þar er hrikalega sterkt. Notaði það að innanverðu til að líma þá fasta. Hinsvegar notaði ég wurth límkítti á þá utanverða (röndin sem sést) því það á víst að vera svo þolið gagnvart ljósi (hvorki gránar né rýrnar). Hjá mér eru engir flangsar á köntunum, plastið kemur bara 90° út frá bílnum, engu að síður var ég í vandræðum með að ná afturkönntunum af þegar þess þurfti vegna hásingafærslu. Braut slatta af dúkahnífsblöðum við verkið, svo mikil voru átökin. Ég er s.s. eingöngu með kanntana kíttaða, ekki ein einasta skrúfa.


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Líma brettakannta á jeppann....

Postfrá Ofsi » 21.okt 2012, 07:16

Ég held nú að það sé frekar lítill gæðamunum á límkítti eftir framleiðendum. En þeir sem vilja borga meira og eiga endalaust af peningum, þeir versla auðvita í Wurth. Ég er algjörlega sammála því að nota sem allra minnst af skrúfudóti í brettakantana, mestalagi að nota 2-3 litlar skrúfur til þess að tylla kantinum á. Eftir því sem skrúfurnar eru stærri og fleiri, þá ryðga brettin meira. PS rúðukítti myndi ég ekki nota

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Líma brettakannta á jeppann....

Postfrá Polarbear » 21.okt 2012, 08:41

ég límdi mína kanta á og notaði ekki eina einustu skrúfu. notaði wurth límkítti því ég kúka peningum :)

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Líma brettakannta á jeppann....

Postfrá Stebbi » 21.okt 2012, 11:31

Polarbear wrote:....notaði wurth límkítti því ég kúka peningum :)



Er það ekkert sárt ef það kemur klink. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Lada
Innlegg: 171
Skráður: 31.jan 2010, 23:38
Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
Bíltegund: Subaru Outback
Staðsetning: Reykjavík

Re: Líma brettakannta á jeppann....

Postfrá Lada » 21.okt 2012, 17:08

Stebbi wrote:
Polarbear wrote:....notaði wurth límkítti því ég kúka peningum :)



Er það ekkert sárt ef það kemur klink. :)



Paper-cuts, maður. Geturu ímyndað þér.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Líma brettakannta á jeppann....

Postfrá AgnarBen » 22.okt 2012, 10:52

Límdi mína á þrátt fyrir að vera með enga flangsa og notaði því engar skrúfur. Styrkti þá á nokkrum stöðum með álvinklum sem ég kýttaði á en ég efast um að það þurfi. Notaði Würth-kýtti :-)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


sean
Innlegg: 146
Skráður: 27.sep 2010, 15:54
Fullt nafn: Gunnar Sean Eggertsson

Re: Líma brettakannta á jeppann....

Postfrá sean » 22.okt 2012, 11:22

það er alveg nóg að líma kantana, ég notaði wurth lím á bílinn hjá mér..... svo var ég með vinnubíl sem var orðinn soldið slappur af ryði ég ætlaði bara rétt að líma kantinn á svona til bráðabirgða, skellti smá límrönd á (þreif allt með fituhreinsi á undan) og svo nokkrum vikum seinna þegar ég ætlaði að fara ryðbæta þá var alveg meiriháttar mál að ná helvítis kantinum af, allskonar æfingar með mismunandi hnífum


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir