Síða 1 af 1

Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux

Posted: 18.okt 2012, 13:24
frá StefánDal
Verður volg en ekki nægilega heit að mér finnst. Mig grunar að það sé lofttappi í miðstöðvarelementinu þar sem ég skifti um vél í þessum bíl fyrir 2-3 vikum. Hvernig er best að lofttæma?

Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux

Posted: 18.okt 2012, 13:41
frá Cruser
Sælir
Ertu búinn að ath hvort lagnirnar að og frá miðstöðvarelemenntinu hitni?
Ef það er loft tappi er hægt að leggja í brekku og snúa fram endanum upp.
Jú loft leytar alltaf upp. Er vatnskassinn eitthvað neðar en orginal?
Kv Bjarki

Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux

Posted: 18.okt 2012, 13:50
frá Oskar K
það er "krani" þar sem miðstöðvarlagnirnar lyggja í gegnum hvalbak, kemur á hann barki innan úr bíl, kipti honum óvart úr sambandi við mótorskipti hjá mér og þá hitnaði ekkert inní bíl

Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux

Posted: 18.okt 2012, 13:53
frá StefánDal
Já kraninn virkar, var búinn að tékka á því. Prufa að leggja honum í miklum halla og sjá hvað gerist.

Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux

Posted: 18.okt 2012, 15:04
frá rottinn
Er nægilega mikið vatn á kerfinu? Bara til að útiloka það einfaldasta

Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux

Posted: 18.okt 2012, 16:42
frá StefánDal
Þar er sennilega kötturinn grafinn. Hann lekur smá vatni hjá mér en ég fylli daglega, kannski 300-600ml í senn. Þarf að laga þetta sem fyrst. Veit hvar lekur og hvað ég þarf að gera.

Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux

Posted: 19.okt 2012, 00:54
frá Freyr
ÞAð verður ekkert grín að finna bratta brekku sem er nógu löng fyrir svona "limmó"........;-)

Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux

Posted: 19.okt 2012, 01:00
frá StefánDal
Freyr wrote:ÞAð verður ekkert grín að finna bratta brekku sem er nógu löng fyrir svona "limmó"........;-)


Hehe var einmitt búinn að vera að spá í því. Dettur ykkur eitthvað í hug? Er ennþá hægt að fara í malarhaugana á rétt hjá IH?

Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux

Posted: 19.okt 2012, 05:21
frá Emmó
Skiftu um vatns lás

Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux

Posted: 21.okt 2012, 10:06
frá logimar
Hef lent í þessu þegar skift var um vatnskassa í svona bíl. Losuðum efstu miðstöðvarslönguna upp við hvalbak og helltum vatni þar ofan í með bílinn í hægagangi. Málið dautt. L.

Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux

Posted: 01.nóv 2012, 21:55
frá StefánDal
Oskar K var með þetta. Barkinn var dottinn úr sambandi af krananum í húddinu.

Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux

Posted: 01.nóv 2012, 22:42
frá hjalz
bara klæda sig betur :)

Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux

Posted: 01.nóv 2012, 22:52
frá StefánDal
Þetta er Hilux ekki Land Rover... Og búið að laga það sem var að.

Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux

Posted: 01.nóv 2012, 23:04
frá kjartanbj
haha það vantar svo like takka á þetta spjallborð, það þarf að klæða sig vel í landbúnaðartæki

Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux

Posted: 01.nóv 2012, 23:54
frá stone
þetta eru fróðlegar umræður hef líka lennt í þessu í landrovernum mínum að miðstöðin hitnar ekki nógu vel. er að fara yfir þess atriði sem koma hér fram á undan og sjá hvort vandamálið liggur í þessum atriðum

Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux

Posted: 01.nóv 2012, 23:58
frá kjartanbj
nei kuldi er bara staðalbúnaður í landrover

Re: Miðstöð hitnar ekki í Toyota Hilux

Posted: 02.nóv 2012, 00:16
frá stone
hvaða vitleysa