Útleiðsla í Cherokee 1997


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Útleiðsla í Cherokee 1997

Postfrá sukkaturbo » 16.okt 2012, 16:04

Sælir en ein flensan í cherokee bíl síðast var það súrefnisskynjarinn en nú útleiðsla. Varð rafmagnslaus. Mældi útleiðslu sem var um 4 til 5 milli amper. Tók úr öryggi í vélarsal sem er 50 amper merkt MUX/tow og datt þá útleiðslan niður í 1 milliamper tók svo út 40 ampera öryggi sem stendur fyrir 10-D og var þá öll útleiðsla úr sögunni. Er einhver sem þekkir þetta vandamál. Bíllinn hleður prufaði að aftengja altinator breitti engu enda er hann ekki á öryggi finnst mér. Það er nýr rafgeymir og að öðruleit hinn fínast bíll. kveðja guðni á sigló




Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Útleiðsla í Cherokee 1997

Postfrá Izan » 16.okt 2012, 21:42

Sæll

Ertu ekki að taka út einhver forvör fyrir öryggjaboxin? Ég myndi byrja á litlu öryggjunum. Útvarpið tekur eitthvað og klukkan sömuleiðis. Eins má gera ráð fyrir að vélatölvan taki eitthvað smá. 40mA er ekki mikið, 0,04A en ég get ekki sagt að þetta sé ekki bilun, kannski of mikið til að vera eðlilegt. Eitt trix er að setja mælinn á og vökva bílinn ef vatn kemur þessu eitthvað við.

Kv Jón Garðar


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Útleiðsla í Cherokee 1997

Postfrá sukkaturbo » 16.okt 2012, 21:56

sæll jú ætla í litlu öryggin takk fyrir þetta félagi


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Útleiðsla í Cherokee 1997

Postfrá stebbiþ » 17.okt 2012, 00:34

Sæll Guðni
Var með samskonar vandamál á Cherokee 1997 sem ég átti. Var iðulega rafmagnslaus að morgni, þannig að þetta var mikil útleiðsla. Ég talsverða leit komst ég að því að þetta var í samlæsingunni. Tók öryggið úr fyrir samlæsinguna og þá var öll útleiðsla úr sögunni. Eftir þetta þurfti bara að læsa hurðum á gamla mátann. Eina vandamálið eftir þetta var að aftengja þjófavörnina, en hún er tengd við samlæsinguna. Man þó ekki hvernig ég reddaði því, en það tókst.
Kv, Stebbi Þ.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Útleiðsla í Cherokee 1997

Postfrá sukkaturbo » 17.okt 2012, 07:58

Sæll Stebbi og takk fyrir þetta ég nefnilega boraði út silendirinn í farþegahurðinni þegar lykklarnir læstust inni og gæti því þetta verið ástæðan kveðja guðni


magnum62
Innlegg: 201
Skráður: 19.aug 2011, 17:10
Fullt nafn: Magnús Guðmundsson
Bíltegund: Izusu Trooper 3.0 l

Re: Útleiðsla í Cherokee 1997

Postfrá magnum62 » 17.okt 2012, 10:50

Bara svona til athugunnar, en ég fann mikla útleiðslu í mínum Grand ef ég hafði takkann fyrir inniljósin á fullum styrk, það nægði að minnka þau og vola allt í sómanum. Hlóð eðlilega og sýndi ekki útleiðslu í gangi, en var alltaf tómur ef ég tók ekki af geyminum, þangað til að ég fann þetta.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Útleiðsla í Cherokee 1997

Postfrá sukkaturbo » 17.okt 2012, 11:41

Sæll magnús og takk fyrir þetta var búinn að taka perurnar úr því hann slökkti ekki inniljósinn spurning afhverju það var. En þetta er mjög gagnlegt að safna öllum upplýsingum hér á einn stað og það getur sparað mönnum mikinn tíma og pening síðar kveðja guðni


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Útleiðsla í Cherokee 1997

Postfrá birgthor » 17.okt 2012, 12:20

Ef hann slekkur ekki inniljósin er sniðugt að skoða hurðarofana. Þeir geta gengið til eða skemmst og þá ná þeir ekki að rjúfa strauminn.
Kveðja, Birgir


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur