Síða 1 af 1
Ein spurning.
Posted: 20.jún 2010, 11:51
frá afc
Góðan daginn.
Veit ekki hvort þetta á heima hér eða í öðrum þræði.
Mig langar til að spyrja ykkur að einu.
Ég kann ekki mikið að laga bíla, en ég á Pajero 98 disel ssk og snúningshraðamælirinn virkar ekki í bílnum.
Getur einhver hjálpað mér varðandi það ?
kv,
Re: Ein spurning.
Posted: 20.jún 2010, 14:46
frá Izan
Sæll
Ég þekki ekki Pæjuna sem slíka en til upplýsinga fyrir þig er snúningshraði mældur ýmist með skynjara á sveifarás, knastás, olíuverki eða einhverju svoleiðis eða tekinn út úr alternatornum. Hann gefur s.s. ákveðið marga púlsa pr. hring.
Get ekki betur, Kv Jón Garðar
Re: Ein spurning.
Posted: 20.jún 2010, 17:49
frá afc
Takk fyrir þetta Jón.
Þá virðist þetta vera orðið of flókið fyrir mína litlu kunnáttu :/
Re: Ein spurning.
Posted: 21.jún 2010, 09:31
frá Járni
Ef ég man rétt er snúningshraðinn mældur í alternator í eldri Pajero. Þú skalt allavegana kíkja á vírana sem tengjast í altenatorinn. Athugaðu hvort þeir séu ekki allir í sambandi, kápurnar heilar og þess háttar. Minni vírana geturðu aftengt og athugað hvort tengið sé hreint og fínt. Stóri vírinn tengist rafgeyminum, svo passaðu þig að skammhleypa honum ekki.
Re: Ein spurning.
Posted: 23.jún 2010, 10:17
frá afc
Takk kærlega fyrir þetta :)