Breytingarskoðun?

User avatar

Höfundur þráðar
MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Breytingarskoðun?

Postfrá MattiH » 15.okt 2012, 10:18

Sælir...
Er eitthver staður betri en annar til að fara í breytingarskoðun.


Toyota LC90 41" Irok

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá Tómas Þröstur » 15.okt 2012, 13:09

Síðast er ég vissi þá þarf ekki hraðamælavottorð í Aðalskoðun Hafnarirði því þeir taka út hraðamælir sjálfir í prufuakstri með GPS

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá Kiddi » 15.okt 2012, 20:25

Það þarf alltaf vottorð fyrir sérsmíðuðum stýrisörmum


Gísli Þór
Innlegg: 93
Skráður: 18.aug 2011, 19:18
Fullt nafn: Gísli Þór Þorkelsson

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá Gísli Þór » 15.okt 2012, 20:52

Vigtarseðill og hjólstöðuvottorð er lágmark nema því mun meira mix sé í gangi og já vottorð ef smíðaður hefur verið armur á hásinguna.
kv Gísli


Elmar Þór
Innlegg: 50
Skráður: 11.sep 2011, 18:54
Fullt nafn: Elmar Þór Hauksson

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá Elmar Þór » 15.okt 2012, 23:01

Eru einhver aldurstakmörk á viktunarseðlingum :D


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá grimur » 16.okt 2012, 00:30

Þessi hjólastöðuvottorð finnst mér vera ákaflega lélegur brandari.
Það er semsagt ekki farið fram á slíkt í gömlum original og óbreyttum haugum sem búið er að jaska til, skipta um hina og þessa enda, afstilla og vesenast. Er það kannski vegna þess að það er hægt(en ekki hættulaust) að komast upp með að keyra bíla á litlum dekkjum þó að allt sé í skralli?

Það má allavega ekki vera mikið að hjólastillingu á breyttum jeppa til að það finnist rækilega, þá lagar maður málið þó ekki nema til að fara ekki á hausinn útaf dekkjasliti. Þannig er það nú í praxís.

Við hvað á svo "hjólastöðuvottari" að miða þegar hönnuður, smiður og ökumaður búnaðarins er jafnframt eigandinn? Það er varla hægt að miða við tölur frá framleiðanda bílsins, eða hásingarinnar, eða....?
Það nægir kannski að hjólin snerti öll jörð á sléttu plani.

Versta útgáfa þessa brandara er þegar maður lyftir boddíi um 50mm og klippir úr. Hreyfir ekki við fjöðrunarbúnaði eða stýri. Engu öðru breytt.
Svo verður bíllinn skyndilega stórhættulegur vegna vanstillingar(eða útaf einhverju sem ég skil ekki) þegar 35" dekk fara undir........OG hjólastöðuvottorð snarlagar þá hættu!!!

Meira helvítis ruglið.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá Kiddi » 16.okt 2012, 01:26

Það er ágætt að breyttur jeppi sé allavega með hásingarnar hornréttar undir bílnum og jafnlangt á milli þeirra hægra megin og vinstra megin.
Þannig að ég skil ekki hver brandarinn við hjólstöðuvottorðið er...

já og minnir að það sé talað um viku hámark á vigtarseðil


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá grimur » 20.okt 2012, 02:32

...brandarinn er að fyrir bíla sem ekkert hefur verið átt við í fjöðrun þarf hjólastöðuvottorð ef stærri dekk eru sett undir.
Það sama á ekki við bíla almennt, sem geta verið eins vanstilltir og vitlausir og hugsast getur.

Það er svosem allt í lagi að ganga úr skugga um að hásingarnar séu nokkurn veginn samsíða og "í flútti" þegar búið er að smíða fjöðrunina upp.
Ég er nú samt ekki viss um að þetta sé einmitt það sem þarf að passa upp á helst af öllu vegna þess að það er oftast í fínu lagi útaf fyrir sig, ég man ekki eftir að hafa séð illa rangskreiðan jeppa nema einu sinni, og það var fyrir nálægt 20 árum síðan.
Hins vegar hef ég séð smíði sem gengur ALLS EKKI upp burðarþolslega séð, með fulla skoðun og allt á að vera voða fínt og í lagi.
Þar eru menn helst að klikka á furðulega frágengnum stífuvösum upp í grind, með alltof stutta tengingu upp í grind miðað við sídd, óstífaðir og úr þykku efni sem gerir ekkert nema brjóta sig laust.
Það virðist einna algengast að menn átti sig ekki á hversu mikil áhrif lengingar á vægisörmum hafa á burðarþol stykkjanna sem þeir festast í.

kv
Grímur

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá Kiddi » 20.okt 2012, 20:34

Hér er ágætt dæmi um smíði sem ætti ekki að fá skoðun:

Image

Image

Stífuvasinn er semsagt bara festur með 4 boltum, ca 10 mm giskað eftir auganu. Fráábært. Nei jú það eru þarna 2 undir grindinni, þannig að þetta eru sex boltar en mér er sama.


http://f4x4.is/index.php?option=com_jfu ... emId=36707

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá HaffiTopp » 20.okt 2012, 22:11

Ef menn hækka bílana sína á boddyi þá þarf nú að lengja í stýrisleggnum og það kallar á sérsmíði sem þarf að mynda og taka út af skoðunarmanni. Svo ég sé ekki hvernig það getur kallast óþarfi að sérskoða bíl sem "bara" hefur verið boddyhækkaður.
En ég sá undir 38" breyttann nýlegann japanskann pallbíl í vinnunni eitt sinn. Var búið að setja stífur og gorma undir hann að aftan og þvílíkur og annar eins asna frágangur var á þeirri smíði. Var alveg lens yfir að þessi bíll skildi hafa náð breytingarskoðun. Ekki bara var lítið soðið í nýja hluti eins og stífuvasa og álíka heldur voru suðurnar mjög "kaldar", þykkar og sums staðar voru vírarnir enn standandi útúr suðunum útum allt. Mjög klausturslega gert og barasta stórhættulegt.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá grimur » 23.okt 2012, 23:39

Takk fyrir þetta, einmitt klassískt dæmi um vinnubrögð sem bera merki um NÚLL kunnáttu í burðarþoli.
Þetta er nokkuð sem við þurfum að vera samtaka um að láta ekki komast svo mikið sem út á götu, hvað þá nálægt skoðunarstöðvum. Svonalagað er það sem eyðileggur fyrir þeim sem gera hlutina skynsamlega og af kunnáttu. Regluverk og takmarkanir sem skaða framþróun verða til útaf kunnáttuleysi á borð við þetta.

Það er ekki algilt að það þurfi að bæta í stýrislegg við boddíhækkun. Galloper er t.d. með legginn það láréttan original að það þarf ekki annað en að losa upp á rílustykkjum og herða aftur eftir hækkun(50mm) til að original stillisviðið gleypi breytinguna. Ég veit þetta vegna þess að ég á einn og hef gert þessa breytingu.
Í Hilux t.d þarf að bæta inn í vegna þess hversu mikill halli er á leggnum.

oog það þarf ekki að mynda svona breytingar ef þær eru gerðar úr massífum millistykkjum sem engum dytti í hug að sjóða svo mikið sem einn punkt í.
Það þarf kannski vottun, ekki myndun.

kv
Grímur

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá Tómas Þröstur » 24.okt 2012, 08:20

Kiddi wrote:Hér er ágætt dæmi um smíði sem ætti ekki að fá skoðun:

Image

Image

Stífuvasinn er semsagt bara festur með 4 boltum, ca 10 mm giskað eftir auganu. Fráábært. Nei jú það eru þarna 2 undir grindinni, þannig að þetta eru sex boltar en mér er sama.


http://f4x4.is/index.php?option=com_jfu ... emId=36707


Þetta er sá besti frágangur við að festa stífufestingar sem ég hef séð á Ford grind. 4 boltar á hlið og 2 undir er mátulegt á festingunni. Festinginn er sett á móti millibita og fær stuðning frá henni. Hliðarboltar sýnist mer vera 12mm eða 14mm á efri mynd. Þetta er vörubílafrágangur. Það er hvergi soðið í grind frá Ford heldur allt hnoðað saman og þarna er sama aðferð notuð þó boltar séu notaðir í stað hnoða. Þessi frágangur bíður upp á meiri sveigju og síður hætta á sprungumyndum.


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá ivar » 24.okt 2012, 09:06

er ekki það sem þetta hefur sér helst til saka unnið að vera ljótt :)
Svo er alltaf spurning hvernig suðufrágangur er m.v. þetta útlit en ég er sammála að það sé góð festing að bolta í grindina.
Held að á F350 bílnum sé orginal að framan stífuvasarnir festir með 3x hnoðum undir og 4 á hlið. (þyrfti að kíkja undir og telja) Hinsvegar eru þetta 14-16mm hnoð.

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá Tómas Þröstur » 24.okt 2012, 09:39

ivar wrote:er ekki það sem þetta hefur sér helst til saka unnið að vera ljótt :)
Svo er alltaf spurning hvernig suðufrágangur er m.v. þetta útlit en ég er sammála að það sé góð festing að bolta í grindina.
Held að á F350 bílnum sé orginal að framan stífuvasarnir festir með 3x hnoðum undir og 4 á hlið. (þyrfti að kíkja undir og telja) Hinsvegar eru þetta 14-16mm hnoð.



Einmitt - með því að halda sig við boltafestingar eltir festingin frekar grindina og fylgir þeirri sveigju sem grindin er hönnuð til svigna. Með að sjóða stóra festingu á hnoðgrind þvingar festingin hreyfingu hnoðgrindarinnar sem er tölverð. Sá sem gekk frá þessu er bara misskilin snillingur.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá Freyr » 24.okt 2012, 10:04

Ívar, ekki gleyma því að org. stífuturnarnir í F350 eru bæði mun lengri en þessi og með mun minni síkkun svo kraftarnir sem myndast í þeim turnum eru ekki neitt m.v. þá krafta sem myndast í svona stuttum turnum með mikla síkkun (þó tekið sé inn í myndina fram vs. aftur turnar og þyngdarmunurinn á bílunum). Eins setur svona stuttur og síður turn ofurálag á grindina þar sem hann festist við hana m.v. turn sem væri með lengri tengingu við grind. Það að festa þetta með boltum er í fínu lagi og ég set ekkert út á það sem slíkt (þó ég myndi ekki gera það vegna óþarfa þyngdar), þó þessi turn væri soðinn við grindina væri þetta alveg jafn slæmt. Sökum slæmrar hönnunar á þessum turnum er að öllum líkindum alltaf örlítið skrið milli turns/grindar sem með tímanum skemmir boltana. Það væri hægt að komast hjá því með því að nota fínsnittaða sterka bolta og herða þá mjög mikið (því botlarnir eru aldrei 100% þéttir í götunum) eða hafa þetta hnoðað eins og org. því þau hnoð þétta 100% í götin og leyfa ekkert skrið.

Kv. Freyr
Síðast breytt af Freyr þann 24.okt 2012, 12:33, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá Kiddi » 24.okt 2012, 10:46

Já það er einmitt þetta með granna bolta og langan vægisarm, plús það að það er ekkert sérstaklega langt á milli boltanna í grindinni. Þetta hringir einhverjum viðvörunarbjöllum og það má alveg ímynda sér að þetta geti látið undan við einhver neyðarviðbrögð í akstri, segjum t.d. að maður sofni undir stýri og dúndri upp á veg aftur og lendi kannski í bremsu... eru 10 mm boltar að fara að halda væginu sem kemur?

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá jongud » 24.okt 2012, 17:36


Þetta er sá besti frágangur við að festa stífufestingar sem ég hef séð á Ford grind. 4 boltar á hlið og 2 undir er mátulegt á festingunni. Festinginn er sett á móti millibita og fær stuðning frá henni. Hliðarboltar sýnist mer vera 12mm eða 14mm á efri mynd. Þetta er vörubílafrágangur. Það er hvergi soðið í grind frá Ford heldur allt hnoðað saman og þarna er sama aðferð notuð þó boltar séu notaðir í stað hnoða. Þessi frágangur bíður upp á meiri sveigju og síður hætta á sprungumyndum.


Mér finnst ég þurfa að leggja orð í belg þar sem ég smíðaði þetta.
Ég fékk bifreiðasmið, tvo járnsmiði og verkfræðing til að kíkja yfir hönnunina á þessu og járnsmiðirnir tveir höfðu ekkert út á suðurnar að segja.
Ford Ranger er líka tiltölulega léttur (1800 kg eftir breytingu) þannig að álagið er ekki það sama og á 4ra tonna díselhlunk.
boltarnir sex voru 12mm.
Ég tel að álagið á þá sé ekkert meira en á boltunum sem halda framhásingunni fastri enda eru framstífurnar færðar niður og þar eru bara fjórir boltar sem halda.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá Freyr » 24.okt 2012, 20:00

Varðandi síðustu athugasemdina þá er það reyndar svo að álagið á turnana að aftan er minna en á turnana að framan sem telst þér til tekna.

Kv. Freyr


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá grimur » 24.okt 2012, 22:54

Það er nú málið með vægisarmana.

Það er rosalega stutt á milli þessara bolta. Boltun á festingum er í fína lagi, svo lengi sem rétt er að staðið. Tökum stýrismaskínur sem dæmi, þær eru jafnan boltaðar í grind og þannig gengið frá að boltarnir taka upp álagið sem togálag frekar en skerálag. Fínasta lausn og virkar oftast vel ef ekki er síkkað í örmum þannig að grindin fari að vinda sig. Oft er hægt að styrkja á móti síkkun af því tagi til að hlífa grindinni og fyrirbyggja jeppaveiki, aftur koma vægisarmar til sögu, í því tilfelli virkar best að styrkja yfir í grindarbita hinumegin með tilölulega léttum en vel hönnuðum lausnum.

Eins og dæmið að ofan sýnir lítur út fyrir að lengd milli bolta sé sirka 1/4 (jafnvel minna) af lengdinni frá miðju "boltunarinnar" niður í álagsmiðju sem er líkast til nokkurn veginn mitt á milli stífanna, jafnvel neðar. Við það eitt fjórfaldast skerálagið á boltana(í hlið grindarinnar) miðað við boltana á hinum enda stífanna. Boltar neðan á grindinni gera lítið annað en að stífa af hliðarálag sem er ekki mikið en þarf þó að skorða.

Svo er eftir að taka inn álagsskilyrði sem koma upp við hemlun og annað sem kemur misvel út eftir útfærslu.

Því miður, þetta er ekki sniðugur frágangur. Ég gæti alveg slegið á það nokkurn veginn hvers lags átök þarf til að klippa þetta undan, en miðað við mína(takmörkuðu, ekki nema ríflega áratugs) reynslu af að hanna og smíða fjöðrunarbúnað, gervifætur og fleira þá er þetta ekki í lagi.

kveðja
Grímur

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá Tómas Þröstur » 25.okt 2012, 09:32

Hér er mynd af ekki svo ólikum sterkum búnaði þrautreyndum til margra ára. Likt nema V stífa þjónar sem efri festing. Hér er leyfð heildarþyngd ekki 2.190 kg heldur 21.000 kg. Svipað dæmi og á Fordinum nema Fordinn er með tvær stífufestingar með aðra nálægt grind sem minnkar vogaraflsvægið sem leyfir kannski léttari smíði þó V stífa létti ekki álagið.
Viðhengi
Flísar.jpg


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá grimur » 25.okt 2012, 11:18

Festingin upp i grind spannar lika nokkurn veginn jafn langt bil og siddin nidur i stifu. Tha eru kraftarnir meira 1:1 frekar en margfeldi. Thad er lika radad boltum i thetta og allt vel thykkt.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá Freyr » 25.okt 2012, 14:22

Tek undir það sem Grímur skrifar hér að ofan. Til gamans sendi ég link á þennan þráð til verkfræðings með jeppaáhuga án þess þó að hann hafi sjálfur staðið í breytingum. Hann er með áratuga reynslu af stálvirkjum (háspennumöstrum) og þetta hafði hann að segja:

"Þetta er glæfralegasta jeppabreyting sem ég hef séð"


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá ivar » 25.okt 2012, 15:56

Skemmtilegasta spurningin sem ég fæ út úr þessu fyrst smiðurinn sjálfur er hér á þræðinum.

Hvernig hefur þetta verið að reynast? Er það ekki besti mælikvarðinn?
Hafa komið upp óhöpp sem leggja óeðlilegt álag á búnaðinn, hvað er búið að nota þetta lengi, losnar á boltu/eða tognar o.s.fv.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá villi58 » 25.okt 2012, 17:02

Ég hef verið að fylgjast með þessum þræði og velti fyrir mér hvað er lengi hægt að tala um svona rusl smíði.
Þetta er gott dæmi um hvað má ekki viðgangast í jeppabreytingum og bíll með svona smíði á að taka strax af götunni.
Flestir sem eru hér og eru að sýna smíðina sína eru að gera það mjög vel, en það eru takmörk fyrir öllu og ég mundi aldrei setjast upp í bíl með svona smíði. Þetta getur verið að eyðileggja fyrir þeim sem eru að reyna að bjarga sér og spara þar með að kaupa stykki eða vinnu. Því miður er þetta rusl smíði sem þarf að stoppa að fari í bíla, sorry !!!!!!!!!!!!


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá olei » 25.okt 2012, 19:53

Það kemur vissulega fyrir að maður sér breytingar sem valda því að maður fikrar sig varlega undan bílnum áður en maður fær eitthvað af járnaruslinu í hausinn - og þá þusar maður yfir því hvernig gat þetta fengið skoðun! En þrátt fyrir allt hafa þessar reglur um breytta bíla reynst merkilega vel. Standardinn í bransanum hefur heldur batnað með árunum sýnist mér. Nú hef ég ekki farið með bíl í sérskoðun í áraraðir, en man ekki betur en að skoðunarmenn hafi alfarið sleppt því að velta fyrir sér smíðinni sem slíkri.

Hættan er samt sú að einn daginn valdi klúðursbreyting alvarlegu slysi sem í kjölfarið kallar á enduskoðun á reglunum. Og þá er það spurning hvernig kerfið bregst við því. Eða hvernig á að meta t.d stífufestingar eins og ræddar eru hér á þræðinum. Verður krafist burðarþolsútreikninga frá verkfræðingi með tilheyrandi teikningum? Eða verður málið lagt í hendur skoðunarmanna sem leggja einhverskonar mat á hvort dótið sé nægilega sterkt? Ef þessi bolti byrjar að rúlla er ekki að vita hvar hann stöðvast.

Kannski ættu jeppamenn að hafa frumkvæði af lítillega hertari reglum sjálfir?

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá jongud » 26.okt 2012, 14:32

ivar wrote:Skemmtilegasta spurningin sem ég fæ út úr þessu fyrst smiðurinn sjálfur er hér á þræðinum.

Hvernig hefur þetta verið að reynast? Er það ekki besti mælikvarðinn?
Hafa komið upp óhöpp sem leggja óeðlilegt álag á búnaðinn, hvað er búið að nota þetta lengi, losnar á boltu/eða tognar o.s.fv.

Engin vandamál, að vísu seldi ég bílinn, en sá hann í sumar og þá var þetta ennþá undir honum.
Boltana yfirfór ég reglulega fyrsta árið og herti með átaksmæli, en það er verkfæri sem ég tel alltof lítið notað.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá grimur » 26.okt 2012, 23:36

Og seldir bilinn.
Shit hvad menn eru kaldir.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá StefánDal » 26.okt 2012, 23:56

Númerið á þessum bíl er DE457 og hann er staddur í Kópavogi. Það væri forvitnilegt að kíkja undir hann og sjá þetta með berum augum.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá jongud » 27.okt 2012, 10:59

grimur wrote:Og seldir bilinn.
Shit hvad menn eru kaldir.


Að sjálfsögðu, Þetta var búið að vera til friðs í 5 ár, engin vandamál og hann fór athugasemdalaust í gegnum breytingaskoðun.
Plús það að ég fékk bifreiðasmið, tvo járnsmiði og verkfræðing til að skoða síkkanirnar þegar ég var að smíða þær.
Og hvaða menntun hefur þú ?


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá grimur » 31.okt 2012, 00:41

B.Sc Iðnaðartæknifræði.
Rúmlega 13 ára reynslu af smíði, samsetningu, framleiðsluvélahönnun og hönnun á stoðtækjum(gervifótum) þar sem kröfur um nákvæmni í burðarþoli eru jafn miklar og stundum meiri en gengur og gerist í flugvélaiðnaðinum.
...og þá hefurðu það... :-)

kv
Grímur

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá Tómas Þröstur » 31.okt 2012, 08:36

grimur wrote:B.Sc Iðnaðartæknifræði.
Rúmlega 13 ára reynslu af smíði, samsetningu, framleiðsluvélahönnun og hönnun á stoðtækjum(gervifótum) þar sem kröfur um nákvæmni í burðarþoli eru jafn miklar og stundum meiri en gengur og gerist í flugvélaiðnaðinum.
...og þá hefurðu það... :-)

kv
Grímur


Áhugavert - þá er sem sagt ekki huglægt mat á styrk smíðarinnar byggt á reynslu við breytingar og viðgerðir á jepppum sem þú byggir á heldur menntun í burðarþolsfræðum ef ég skil þetta rétt. Þá væri gaman og fróðlegt að sjá sönnun fyrir því að þetta sé ekki næginlega sterkt frá þér útreiknað og sannað í jöfnunni sem mat þitt hlýtur að vera byggt á ? Slíkur útreikningur er auðvitað það eina sem gildir í raun.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá Freyr » 31.okt 2012, 12:57

Tómas, hvaða menntun hefur þú eða hvað vinnur þú við?

Þar sem ég hef tekið þátt í þessu væri réttast að láta mínar upplýsingar fylgja með fyrst ég bið þig um slíkt hið sama:

-Útskrifaðist úr bifvélavirkjun 2005 og hef að mestu unnið sem slíkur síðan 2004
-Er að ljúka námi í véliðnfræði í Háskólanum í Reykjavík
-Hef átt breytta jeppa og staðið í breytingum og endurbótum á þeim sem og jeppum ferðafélaganna síðan 2004

Kveðja, Freyr

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá jongud » 31.okt 2012, 13:51

Gott og vel snillingar,
skellið inn burðarþolsútreikningum varðandi þessar turnstífur.
Um er að ræða 6stk. 12mm bolta 8.8 í styrk sem þola 31,6 KílóNewton hver.
Ég er því miður ekki lengur með smíðateikningarnar, en ef einhver finnur grindarteikningar af Ford Ranger árgerð 1991 má miða við þær.
Er ekki rétt hjá mér að hægt er að tala um boltana tvo sem boltast uppundir í grindina sem "veltipunkt"?

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá Freyr » 31.okt 2012, 14:10

Stálgerð?
Efnisþykkt turns?
Efnisþykkt grindar?
Lengd frá grind niður í götin sem festa stífurnar?
Lengd frá grind upp í boltagötin 4 sem festa turninn við grindina?
Lengd turnsins þar sem hann snertir grindina, s.s. frá fremsta að aftasta hluta?
Bil milli boltagatana sem festa turninn, s.s. bilið fram/aftur?
Breiddin á snertifleti neðsta hluta grindarinnar við ofanverðan turninn?
Hversu langt neðan við öxulmiðju festast neðri stífur í hásingu?
Hversu langt ofan við öxulmiðju festast efri stífur í hásingu?

Sjálfsagt vantar meiri uppls. þegar byrjað er að reikna en þetta dettur mér í hug í fljótu bragði.

Það erfiðasta við þessa útreikninga er að reyna að skilgreina hversu mikið álag hásingin getur skapað.

Kveðja, Freyr

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá jongud » 31.okt 2012, 14:32

Freyr wrote:Stálgerð?
Efnisþykkt turns?
Efnisþykkt grindar?
Lengd frá grind niður í götin sem festa stífurnar?
Lengd frá grind upp í boltagötin 4 sem festa turninn við grindina?
Lengd turnsins þar sem hann snertir grindina, s.s. frá fremsta að aftasta hluta?
Bil milli boltagatana sem festa turninn, s.s. bilið fram/aftur?
Breiddin á snertifleti neðsta hluta grindarinnar við ofanverðan turninn?
Hversu langt neðan við öxulmiðju festast neðri stífur í hásingu?
Hversu langt ofan við öxulmiðju festast efri stífur í hásingu?

Sjálfsagt vantar meiri uppls. þegar byrjað er að reikna en þetta dettur mér í hug í fljótu bragði.

Það erfiðasta við þessa útreikninga er að reyna að skilgreina hversu mikið álag hásingin getur skapað.

Kveðja, Freyr


Grind og turn 4mm efnisþykkt
Turnin var úr "venjulegu" smíðastáli
Það stál var nokkuð þykkara en það sem var í upprunalegu fjaðrafestingunni, minnir að það hafi verið 3mm.
Turninn er festur á sama stað og upprunalega fjaðrafestingin var hnoðuð, en götin voru rýmkuð um ca 1mm (upp í 12mm).
Ef ég man rétt þá reyndi ég að hafa götin sem stífurnar tengjast við ekki mikið neðar en upprunalegu blaðfjaðrafestinguna.

Ég þyrfti að skella myndunum af stífunum inn í CAD-forrit til að mæla þetta...

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá StefánDal » 31.okt 2012, 14:33

Hæ. Ég er leiðsögumaður og leikari en vinn á elliheimili. Ætla ekkert að tjá mig meira hérna.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá jongud » 31.okt 2012, 15:45

Annað sem kemur upp í hugann...
Það eru slár úr heildregnum rörum á milli hásingarinnar og stífuturnanna.
Er ekki líklegast að þær gefi sig löngu á undan turnunum?

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá Stebbi » 31.okt 2012, 15:53

StefánDal wrote:Hæ. Ég er leiðsögumaður og leikari en vinn á elliheimili. Ætla ekkert að tjá mig meira hérna.



Ég er bara rafvirki og ég get algjörlega vottað það með minni áralöngu reynslu að hér sé stuð.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá Freyr » 31.okt 2012, 18:45

jongud wrote:Annað sem kemur upp í hugann...
Það eru slár úr heildregnum rörum á milli hásingarinnar og stífuturnanna.
Er ekki líklegast að þær gefi sig löngu á undan turnunum?


Ég er ekki viss um að ég skilji þig rétt en ertu að tala um stífurnar sjálfar eða einhverjar slár sem eru á sjálfri hásingunni kringum stífuturnana þar? Eins vantar þá að vita sverleika þeirra og veggþykkt?

Kveðja, Freyr

P.S. Tek undir þetta með stuðið ......;-)

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Breytingarskoðun?

Postfrá jongud » 31.okt 2012, 20:16

Freyr wrote:
jongud wrote:Annað sem kemur upp í hugann...
Það eru slár úr heildregnum rörum á milli hásingarinnar og stífuturnanna.
Er ekki líklegast að þær gefi sig löngu á undan turnunum?


Ég er ekki viss um að ég skilji þig rétt en ertu að tala um stífurnar sjálfar eða einhverjar slár sem eru á sjálfri hásingunni kringum stífuturnana þar?

Kveðja, Freyr

P.S. Tek undir þetta með stuðið ......;-)


Já, ég er að meina stífurnar sjálfar.
EN
Ég fann mynd á netinu sem sýndi að bilið milli efri gatanna tveggja á fjaðrafestingum á Ford Ranger er 8.699 tommur (221mm)
og bil milli efri og neðri gata er 4.432 tommur (113mm) Það eru þessi fjögur göt sem eru notuð til að bolta í grindina frá hlið.
Ég náði í upprunalegu myndina og mældi pixlahnitin á milli og fékk út að 1mm er 2,01 pixlar.
svo var byrjað að reikna;
Bilið milli neðri gatanna sem boltast í grindina frá hlið eru þá 157mm
Bilið frá þeim niður að neðri brún grindarinnar er 26mm
Bilið milli boltanna tveggja sem ég sett aukalega og boltast lóðrétt upp í neðri brún grindarinnar er 100mm
Frá miðju neðri gatanna sem boltast í grindina frá hlið (með 157mm bilinu) og að efri stífugati eru 84mm
Milli efra og neðra stífugats eru 190mm

Svo er það hásingin;
Þar minnir mig að neðri stífurnar séu 80mm neðan við miðju
og þær efri 110mm ofan við miðju


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 10 gestir