Síða 1 af 1

90 Cruiser eða Patrol

Posted: 14.okt 2012, 10:59
frá Ragnar H
Sælir drengir ég er nýr í þessum bransa og er að spá hvort menn mæla frekar með 90 Cruiser 38" eða Patrol 38". Eina sem ég veit er að ég get fengið patrol 2000-2001 árgerð fyrir sama pening og 90 cruiser 96-99 árgerð ( ekki common rail ). Ef einhver með reynslu hefur skoðun á þessu þá væri gaman að fá að heyra.

Re: 90 Cruiser eða Patrol

Posted: 14.okt 2012, 11:14
frá birgthor
Mitt val væri Patrolinn ef verðin eru eins og þú bendir á. Sérstaklega ef þú ert að horfa á 38" dekk, þá er kramið í Patrolnum ívið sterkara.

Í raun eru þessir bílar ekki í sama flokk til samanburðar, Cruiserinn er léttari, minni bíll og án framhásingar.

Ég myndi frekar bera saman Terranó og 90 Cruiser og svo Patról og 80 eða 100 Cruiser. Þá hefur Toyotan yfirburði í báðum tilfellum hvað varðar vélarafl að mínu mati. Hinsvegar er ég hrifnari af Patról krami en Cruiser að vélinni undanskilinni.

Re: 90 Cruiser eða Patrol

Posted: 14.okt 2012, 14:22
frá Freyr
Ef þú ætlar að drífa í snjó tekur þú 90 cruiserinn en ef þú vilt þægilegri "all arround" jeppa sem einnig kemst með í snjó tekur þú patrolinn.

Re: 90 Cruiser eða Patrol

Posted: 14.okt 2012, 17:07
frá Ragnar H
Takk fyrir þetta....