Síða 1 af 2

Land Cruiser 80 verð

Posted: 12.okt 2012, 16:38
frá lc80cruiser1
Hvað segja menn um verðið á á þessum gæðabíl !


http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 12.okt 2012, 16:44
frá Tómas Þröstur
Ekki hægt að meta af myndum - gamlir bílar búa til sín eigin verð eftir ástandi að miklu leyti.

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 12.okt 2012, 17:02
frá silli525
Virðist vera rosalega heill, væri alveg til í að eiga einn svona óbreyttan, algjör snilld að keyra þetta

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 12.okt 2012, 17:48
frá eythor6
Ég sé bara eld gamla óbreytta Toyotu á 3 milljónir. Þessi bíll er bara 18 hundrað þúsund köllum of dýr, mitt mat

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 12.okt 2012, 17:57
frá spurs
Eitt mesta bull verð sem ég hef séð.

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 12.okt 2012, 18:38
frá kjartanbj
fáránlegt verð fyrir óbreyttan bíl.. ef þessi bíll væri 44" breyttur vel útbúin þá væri þetta verð mun skiljanlegra

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 12.okt 2012, 19:06
frá -Hjalti-
Ekkert annað en veruleikafirring.

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 12.okt 2012, 19:15
frá s.f
verðið er ekki meiri vitleisa enn það sem einhver er tilbúinn að borga fyrir bílinn

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 12.okt 2012, 19:30
frá haffij
Nákvæmlega! Hið eina sanna rétta verð fyrir bílinn finnst um leið og kaupandi og seljandi koma sér saman um það.

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 12.okt 2012, 19:45
frá lc80cruiser1
Þegar um svona gamla bíla er að ræða þá er oft erfitt að finnar rétt verð, en mér finnst þetta í hærri kantinum fyrir þetta gamlan bíl. En rétt sem kemur hér fram að ofan að seljandi og kaupandi verða að vera sammála um hvað skal borga.

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 12.okt 2012, 20:33
frá -Hjalti-
lc80cruiser1 wrote: seljandi og kaupandi


hver helduru að þori að bjóða "eðlilegt verð " í þennan bíl með þetta ásett ? Sumir hafa líklega ekki áhuga að selja bílinn sinn.
Það er hægt að kaupa fullbúin LC100 með 200 hestafla Diesel vél fyrir nánast miljón minni pening

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 12.okt 2012, 20:45
frá dabbi
Og mér fannst mikið að borga ca þetta verð fyrir vx 120 krúser 9 árum yngri, þetta verð er bara heimskulegt verð sorry

Þetta er örugglega fínn bíll fyrir þvi

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 12.okt 2012, 21:41
frá lc80cruiser1
-Hjalti- wrote:
lc80cruiser1 wrote: seljandi og kaupandi


hver helduru að þori að bjóða "eðlilegt verð " í þennan bíl með þetta ásett ? Sumir hafa líklega ekki áhuga að selja bílinn sinn.
Það er hægt að kaupa fullbúin LC100 með 200 hestafla Diesel vél fyrir nánast miljón minni pening



Þessvegna sagði ég að þetta væri í hærri kantinum, en ég er viss um að það finnst einhver sem er tilbúinn að borga 2 milljónir fyrir þennan bíl, þó ég sé ekki sá maður

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 12.okt 2012, 21:45
frá plummerinn
ansi sjaldgæft að finna svona eintak í dag keyrt undir 200 þús. og óbreyttur og óslitinn. þetta er örugglega einsog að keyra nýjann bíl. :) ef mönnum langar í bíl sem endast þeim ævina í þægindum . þá væri svona gripur málið en verðið já svona í efri mörkum kannski .

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 12.okt 2012, 22:53
frá Polarbear
þetta er svona milljón of mikið.... en þessi bíll er á bílasölu Guðfinns sem útskýrir kanski eitthvað :)

fallegur bíll og vel útbúinn.. webasto miðstöð greinilega og fleira gúmmelaði. en alltof hátt verð.

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 12.okt 2012, 23:42
frá reyktour
Hvur andskotinn..
Þessi toyotA langar að verða eins og land rover..:)

Kv. Frá einum sem hristir hausinn yfir verðlagningunni á bílum.

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 13.okt 2012, 00:15
frá smaris
Þetta er náttúrulega gjöf en ekki gjald.

Það er jú Toyota merki á honum.

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 13.okt 2012, 08:10
frá helgiaxel
Hmmm já það er aldeilis, hehe :)

Þú gætir lika keypt 3 óbreytta Patrolla fyrir þetta verð, eða 4 Pjeroa eða 5 Terrano, og bara átt þá á leger ef þeir bila, fáránlegt verð á þessu :)

Kv
Helgi Axel

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 13.okt 2012, 08:42
frá oddur

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 13.okt 2012, 10:39
frá s.f

borgaði þetta frekar fyrir cruserinn 10árum eldri cruser og með allt það sama og patrolin er komin með þarna plús að cruserinn er með mun stæri mótor og læstur framan og aftan, það er peningur í þessu öllu og þú ferð ekkert lengra á árgerðini

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 13.okt 2012, 10:56
frá -Hjalti-
s.f wrote:

borgaði þetta frekar fyrir cruserinn 10árum eldri cruser og með allt það sama og patrolin er komin með þarna plús að cruserinn er með mun stæri mótor og læstur framan og aftan, það er peningur í þessu öllu og þú ferð ekkert lengra á árgerðini


þú kemst heldur ekkert lengra á þessu þó Það standi Toyota á þessu.

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 13.okt 2012, 13:06
frá Magni
s.f wrote:

borgaði þetta frekar fyrir cruserinn 10árum eldri cruser og með allt það sama og patrolin er komin með þarna plús að cruserinn er með mun stæri mótor og læstur framan og aftan, það er peningur í þessu öllu og þú ferð ekkert lengra á árgerðini



Í alvöru??? mætti halda að þú ættir Land Cruiser 80...

Mér finnst þetta verð út í hróa.

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 13.okt 2012, 14:19
frá íbbi
nei.. þetta er nefnilega mín skoðun líka :)

ég ber mikla virðingu til 80 bílsins, þeir eru fallegir, góðir og gott að keyra þá. en 2.8m er dáldið insane in the br*in

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 13.okt 2012, 17:57
frá Svenni Devil Racing
toyota er yfirhöfuð alltaf á bull verði , bara þvílikt rugl sko

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 13.okt 2012, 18:12
frá s.f
Magni81 wrote:
s.f wrote:

borgaði þetta frekar fyrir cruserinn 10árum eldri cruser og með allt það sama og patrolin er komin með þarna plús að cruserinn er með mun stæri mótor og læstur framan og aftan, það er peningur í þessu öllu og þú ferð ekkert lengra á árgerðini



Í alvöru??? mætti halda að þú ættir Land Cruiser 80...

Mér finnst þetta verð út í hróa.

já ég á Cruser og búin að eiga nokrar Toyotur á undan honum, en þegar ég keipti cruserin var ég búinn að vera að velta fyrir mér patrol og fara og prófa þá nokkra. Mé finnst bara ekkert varið í þessa patrola sem ég prófaði, og þá gildir einu hvort þér eru breitir eða ó-breitir ég myndi borga 1500þ meira fyrir góðan cruser heldur enn 10 árum yngri patrol

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 13.okt 2012, 21:41
frá Stebbi
Það eru ekki mörg ár síðan að menn voru að borga þetta fyrir gamlar 60 hrúgur og þá jafnvel á blaðfjöðrum enþá að aftan. Þessi gengdarlausa geðveiki í verðlagningu á Land Cruiser segir meira um kaupendahópinn og frábærlega heppnaða söluherferð hjá P.Sam fyrir 15 árum. Þetta eru alveg jafn ónýtar tíkur og allt annað, hugarfarið er bara annað hjá þeim sem eiga þá.

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 13.okt 2012, 21:57
frá Magni
Það má nú öllu ofgera eins og greinilega í þessu tilviki! Sumir sjá ekki sólina fyrir jeppanum sínum og tegundinni...

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 13.okt 2012, 22:40
frá stjanib
Toyota ( Tog og Ýta ) hefur alltaf verið ofmetin hvort sem að það er jeppar eða fólskbílar..... bull verð!!!
Það er líka eitt með bílamarkaðinn heima þá er hann bull hvaða tegund sem þú skoðar en það virðist vera að Toyotu menn toppa það allt!!!

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 13.okt 2012, 23:01
frá Svenni30
Þetta er stundum eins og barnaland hérna patrol og toyota metingur alveg endalaust.
Gera bara eins og Hjalti blanda þessu drasli saman allir sáttir :)
En verðlagningin á Toyota hefur alltaf verið út í hött og verður það alltaf á meðan það er eftirspurn eftir þessu dóti.

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 13.okt 2012, 23:27
frá jeepson
hvað réttlætir þessa verð lagningu á þessum 80 cruiserum. jújú þetta er fallegir jeppar og eflaust gott að keyra þá. En þetta bilar eins og allir aðrir jeppar og hefur auðvitað sína kosti og galla. ég hef en ekki séð 4,2 patrol á þessu svakalega verði. Er hann eitthvað verri en 80 cruiserinn mig hefur oft langað til að eiga svona lítið breyttan eða óbreyttan cruiser sem fjölskyldu bíl. En þegar að maður getur keypt kanski 2-3 patrola í góðu standi fyrir sama pening þá týmir maður þessu ekki. Enda má kaupa ansi mikið af eldsneyti fyrir mismuninn :) hinsvegar hefur mér nú fundist að pattinn sé farinn að hækka í verði líka.

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 13.okt 2012, 23:34
frá actros
stjanib wrote:Toyota ( Tog og Ýta ) hefur alltaf verið ofmetin hvort sem að það er jeppar eða fólskbílar..... bull verð!!!
Það er líka eitt með bílamarkaðinn heima þá er hann bull hvaða tegund sem þú skoðar en það virðist vera að Toyotu menn toppa það allt!!!


grjótharður patrol maður !¨... en jú þetta er alveg í það hæðsta verðið á þessari sjálfrenni reið !
ég er búinn að eiga 3 toyotur og mér finnst ég fá alltaf allt fyrir peningin

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 13.okt 2012, 23:46
frá stjanib
actros wrote:
stjanib wrote:Toyota ( Tog og Ýta ) hefur alltaf verið ofmetin hvort sem að það er jeppar eða fólskbílar..... bull verð!!!
Það er líka eitt með bílamarkaðinn heima þá er hann bull hvaða tegund sem þú skoðar en það virðist vera að Toyotu menn toppa það allt!!!


grjótharður patrol maður !¨... en jú þetta er alveg í það hæðsta verðið á þessari sjálfrenni reið !
ég er búinn að eiga 3 toyotur og mér finnst ég fá alltaf allt fyrir peningin


Grjótharður Patrol maður satt seguru....Ég er samt maður sem á Patrol með Chevy vél sem ég smíðaði sjálfur og sem er á leiðinni að 46"... en er samt mikill FORD maður!! Mér finnst ég sé eins og Jóhanna sigurða..Upp og ofan og veit ekkert hvar ég stend í fótinn... Minn tími kom og fór Jafn fljótt heheh..... Bara að ég hefði haldið mig við FORD!! Nýtt Tákn Um Gæði hehe :)))

En samt bull verð sem er sett á þessar Toyotur!!

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 13.okt 2012, 23:49
frá Forsetinn
Til hvers eru þið að eyða tíma ykkar í að rífast um verð á bílum sem þið hafið "ekki" áhuga á að eignast?

og Stjáni hvort hefði verið ódýrara? að kaupa sér Landcruiser eða Patról og fara beint í mótorskipti?

kv. gæinn sem þekkir þína bílasögu ;-)

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 14.okt 2012, 00:00
frá stjanib
Forsetinn wrote:Til hvers eru þið að eyða tíma ykkar í að rífast um verð á bílum sem þið hafið "ekki" áhuga á að eignast?

og Stjáni hvort hefði verið ódýrara? að kaupa sér Landcruiser eða Patról og fara beint í mótorskipti?

kv. gæinn sem þekkir þína bílasögu ;-)


Það er enginn að rífast um verð á bílum.... bara hvað Toyotu eigendur eru veruleikafirkir um sínu verðlausu tæki.... og það er mikið ódyrar að kaupa sér 2 patróla + duramax mótor og skiptingu en að kaupa sér 20 ára gamlan 80 cruiser......

Mín bílasaga er kannski skrautleg... en ég hafði gaman af því og aldrei átti ég Cruiser og mun aldrei kaupa mér :))

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 14.okt 2012, 00:06
frá Forsetinn
Ég sé að ég þarf eitthvað að setjast yfir stærðfræðina með þér Stjáni minn hehehe.....

En já sennilegast rétt, það borgar sig að eiga annan Patról í varahluti ;-)

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 14.okt 2012, 00:14
frá olihelga
En þið verðið að átta ykkur á því að verðið liggur í 35"felgunum, hefur ekkert með bílinn að gera.

Kveðja Óli

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 14.okt 2012, 00:32
frá jeepson
olihelga wrote:En þið verðið að átta ykkur á því að verðið liggur í 35"felgunum, hefur ekkert með bílinn að gera.

Kveðja Óli


Ahh. það hlaut að vera hahaha ;D

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 14.okt 2012, 02:47
frá s.f
stjanib wrote:
Forsetinn wrote:Til hvers eru þið að eyða tíma ykkar í að rífast um verð á bílum sem þið hafið "ekki" áhuga á að eignast?

og Stjáni hvort hefði verið ódýrara? að kaupa sér Landcruiser eða Patról og fara beint í mótorskipti?

kv. gæinn sem þekkir þína bílasögu ;-)


Það er enginn að rífast um verð á bílum.... bara hvað Toyotu eigendur eru veruleikafirkir um sínu verðlausu tæki.... og það er mikið ódyrar að kaupa sér 2 patróla + duramax mótor og skiptingu en að kaupa sér 20 ára gamlan 80 cruiser......

Mín bílasaga er kannski skrautleg... en ég hafði gaman af því og aldrei átti ég Cruiser og mun aldrei kaupa mér :))


það er alla vega gott að vita að það sem maður eiðir í toyotuna sín fær maður til baka að mestu , enn það er annað en patrol eigendur

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 14.okt 2012, 06:03
frá haffij
Verð á notuðum bílum hlýtur eins og verð á öðrum hlutum að ráðast mest af tvennu:

1. Framboði
2. Eftirspurn

Ég held að verð á notuðum bílum ráðist ekki af veruleikafirrð eiganda þeirra, góðri markaðsherferð umboðsaðila þeirra fyrir tuttugu árum síðan eða neinum ímynduðum "tegundar" trúarbrögðum.

Framboðið góðum eintökum af svona bílum er minna en eftirspurnin. Þessvegna er verðið hátt.

Ástæðan fyrir því er sú að þeir sem eiga góða svona bíla vita það að þeir fá ekki neitt betra.

Þeir sem ekki hafa átt svona bíla vita þetta ekki. Þessvegna þykir þeim eðlilegt að slá um sig á spjallborðum með frösum eins og hafa komið fram í mörgum póstum hérna fyrir framan.

Ef ég væri að leita mér akkúrat núna að jeppa þá myndi ég hiklaust einbeita mér í leit að góðum 80 krúser frekar en að horfa á eftir patrol, terrano, musso eða einhverju öðru. Ástæðan fyrir því er eingöngu sú að ég hef mjög góða reynslu af því að eiga og reka 80 krúser.

Ég seldi einn þannig síðasta haust vegna þess að ég flutti af landinu. Þegar ég auglýsti hann og sagði mönnum hvað ég vildi fá fyrir hann fékk ég töluvert af skömmum, var spurður hvort ég væri fífl og mér var sagt að menn gætu sko alveg keypt fullt af patrolum fyrir sama pening.

Það breytti mig engu. Menn höfðu fullt val um það að kaupa sér fullt af patrolum ef menn vildu það frekar.

Ég seldi bílinn á verði sem ég var sáttur við.

Re: Land Cruiser 80 verð

Posted: 14.okt 2012, 17:09
frá lc80cruiser1
Ég hafði samband við bílasöluna, þessi bíll fæst á 2,6 milljónir staðgreitt svo menn geta huggað sig við nokkurn staðgreiðsluafslátt ef þeir ákveða að slá til.