Síða 1 af 1
smá pæling með 4x4 hiace
Posted: 09.okt 2012, 14:59
frá hilux
Sælir ausið nú úr viskubrunn ykkar. Mig langaði aðeins að forvittnast hvort það sé mikið mál að skifta út millikassanum sem er í toyota hiace fulltime 4weel og setja millikassa með stöng þannig að maður hafi hágt/lágt og geti kúplað út framdrifi. Endilega tjáið ykkur
Re: smá pæling með 4x4 hiace
Posted: 09.okt 2012, 15:05
frá nobrks
AT í Noregi hefur verið að gera svipaðar breytingar þar í landi.
Re: smá pæling með 4x4 hiace
Posted: 09.okt 2012, 15:09
frá hilux
já ég er bara spá hvort þetta sé eitthvað ves eða bara bolta hinn af og bolta hinn á
Re: smá pæling með 4x4 hiace
Posted: 09.okt 2012, 17:23
frá Kiddi
Það er sérsmíði hjá þeim úti, man ekki alveg í hverju hún felst en minnir að það sé notaður amerískur millikassi og smíðaður nýr öxull í gírkassann, þori samt ekki alveg að fara með það.
Re: smá pæling með 4x4 hiace
Posted: 09.okt 2012, 19:15
frá arni_86
Kiddi wrote:Það er sérsmíði hjá þeim úti, man ekki alveg í hverju hún felst en minnir að það sé notaður amerískur millikassi og smíðaður nýr öxull í gírkassann, þori samt ekki alveg að fara með það.
Jebb. Thetta er rètt hja ther.
Svo tharftu ad stytta/lengja drifskøpt, smìda einhverskonar brakket fyrir skiptirinn a millikassanum, saga gat i golfid fyrir støngina og ganga vel fra thvi (alveg nòg vegahljodid i thessu orginal) og fleira føndur i kringum thetta.
Getur lika tekid bilinn med ther i sumarfri med norrænu og vid (AT) reddad thessu fyrir thig :)
Re: smá pæling með 4x4 hiace
Posted: 09.okt 2012, 20:16
frá smaris
Var búinn að láta skoða þetta fyrir mig fyrir nokkrum árum og þá var lausnin hjá Toyota aukahlutum eða AT (man ekki hvort það hét þá) að setja LC90 kassa í hann. Hann passaði beint aftan á kassann sem var í gangi þá og þurfti síðan að smíða bita til að halda honum uppi. Veit ekki hvort þessi lausn virkar í nýjustu bílunum.
Væri gaman að fá update ef þú finnur eitthvað út úr þessu þar sem það er orðið vonlaust að finna sendibíl með háu og lágu drifi í dag.
Kv. Smári.
Re: smá pæling með 4x4 hiace
Posted: 09.okt 2012, 23:41
frá Andri G
er með millikassa úr gamla Hiace (88-95) í svona bíl, sá kassi er með vaacum 4wd, mjög fínn búnaður. Settum hann aftan á skiptingu úr 90 cruiser, kassinn úr 90 bílnum komst ekki fyrir og sídrifið var ekki efst á óskalistanum. Held eg hafi ekki mátað hvort þessi millikassi (hiace) passaði aftan á orginal kassann úr bílnum, ef svo væri þá er það fín lausn.
Kv Andri
Re: smá pæling með 4x4 hiace
Posted: 12.mar 2015, 18:35
frá hilux
á einhver millikassa úr gömlum disel hilux sem væri hægt að fá lánaðan eins og einn dag? Þarf ekki að vera í lagi.