Síða 1 af 1

arb loftdæla

Posted: 16.jún 2010, 20:19
frá HHafdal
Góðan dag
ég er að læsingarvæða Mussóinn og fékk complett hásingar loftdælu og allt rafmagnsdæmið rofa og þræði en eitthvað af þessu rafmagnsdóti virkar ekki en ef ég tengi beint á dæluna fer hún í gang einhverjar uppástungur með bilun væru velþegnar
er tildæmis algengt að sensorarnir bili relay eða eitthvað þessháttar. og ef þetta hrekkur nú í lag er arb dælan nógu sterk til að pumpa í dekk? Kveðja Dóri

Re: arb loftdæla

Posted: 16.jún 2010, 21:46
frá Óskar - Einfari
gerist ekkert þegar þú ert með víralúmið tengt... ef þetta er orginal víralúm er það doldið þannig að allt þarf að vera rétt tengt til að það virki.

orginal arb víralúmmið virkar þannig að fyrst þarf að kveikja á dælunni.. svo afturlásnum og síðan frammlásnum. Frammlásin fer ekki á nema kveikt sé á afturlásnum fyrst og hvorugur lásin virkar nema kveikt sé á dælunni.... það er auðvitað hægt að breyta þessu.... spurning hvort það hafi verið gert hjá þér?

Sérðu hvaða típunúmer er á dælunni... ef þetta er mjög lítil dæla... svo eins og tvær 0,5L dósir hlið við hlið þá er þetta sennilega ARB CKSA12 sem er bara gerð til þess að sinna læsingunum og afkastar sennilega ekki nógu mikklu til að maður nenni að nota hana fyrir dekk.... síðan er til einhverjar stærri gerðir af dælum frá ARB sem ég held að séu allt í lagi fyrir dekk.

ARB eru síðan með mjög flotta síðu... ef þú ferð inn á www.arbusa.com geturðu öruglega með smá leit fundið teikningar af víralúmmi og sennilega flest allt sem þú þarft að vita... t.d. ofarlega til vinstri á síðunni stendur "air locker" ef þú ferð með músina yfir það opnast flipi og þar getur þú valið "Parts and service"

Kv.
Óskar Andri