fjölga sætafjölda í van


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

fjölga sætafjölda í van

Postfrá magnusv » 08.okt 2012, 14:14

sælir ég er með einn 38" breyttan chevy van með 6,2 lengsta gerð eða G30 einsog þetta heitir víst,

hann er innréttaður með U bekk og er bara skráður 2 manna ég á stóla sem ég gæti sett fyrir aftan bílstjóra og farþegastól en þá yrði plássið svo svakalega litið, er hægt að skrúfa belti í hjá u bekknum og hafa þetta þokkalega örugt? ég vill helst hafa þetta örugt og sterkbyggt ef að eitthvað skildi gerast, og hvernig breytir maður sætafjöldanum? fer ég niður í umferðastofu eða skoðunarstöð?



User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: fjölga sætafjölda í van

Postfrá Polarbear » 08.okt 2012, 15:24

til að fjölga sætum þarftu að vera með belti fyrir farþegana og skila vigtarseðli fyrir bílinn. þetta er í raun breytingarskoðun. allavega þurfti ég þess þegar ég var að fikta í þessum málum með bíl hjá mér. held þeir geti fjölgað sætum í úttekt hjá skoðunarstöðvum. ég er ekki alveg vissum að belti í u-bekkjum fáist skráð í dag.. myndi hringja í frumherja og fá að tala við skoðunarmann.


Kárinn
Innlegg: 180
Skráður: 08.apr 2010, 10:13
Fullt nafn: Kári Rafn Þorbergsson

Re: fjölga sætafjölda í van

Postfrá Kárinn » 08.okt 2012, 17:04

Belti í u bekk fást skráð veit allavega um 1 dæmi þess sem þetta var gert í econoline þar eru belti fyrir 4 í u bekknum


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: fjölga sætafjölda í van

Postfrá magnusv » 08.okt 2012, 20:40

já þetta er snilld, en eru engar reglur um hvernig beltin eiga að vera? má e´g bara troða þessu eitthvernvegin í ?


RúnarA
Innlegg: 33
Skráður: 27.apr 2010, 21:43
Fullt nafn: Rúnar Arason
Bíltegund: 4Runner diesel

Re: fjölga sætafjölda í van

Postfrá RúnarA » 08.okt 2012, 22:06

Það eru ýmsar reglur um þetta, td. skiptir máli hve gamall bíllinn er, ég bætti tveim stólum aftan við framsæti í mínum Econoline og þar sem bíllinn er 2005 árgerð þá var ekkert leyft nema þriggja punkta belti og sæti sem snúa fram, hefði bíllinn verið eldri hefði verið hægt að komast upp með fleira. Ég er búinn að gleyma mörgu af því sem ég fékk að vita um þetta en best að spyrja hjá Frumherja eða Aðalskoðun og gramsa á netinu á vef umferðarstofu.
Best ef þú kemst í original festingar fyrir belti en ef það gengur ekki er hægt að styrkja boddíið þar sem fest er í það.

Gangi þér vel
Rúnar


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: fjölga sætafjölda í van

Postfrá magnusv » 08.okt 2012, 22:33

þessi bíll er að nálgast 30 ára afmælið sitt og hefur að ég held alltaf verið skráður 2 manna þannig ég held það séu ekki neinar aukafestingar fyrir belti í ubekknum og nenni ekki að fara að troða 3manna bekk eða captain stólum afþví þá er ómögulegt að komast inn og útur bílnum.. en hann er ekki á númerum þar sem ég er að taka upp mótorinn í honum gæti ég sett belti í ubekkin og farið með hann þannig í skoðun og látið breytingaskoða hann? eða er þetta allt annar handleggur að skoða beltin?


jeppakall
Innlegg: 44
Skráður: 28.feb 2010, 15:55
Fullt nafn: Ingiberg Þór Kristjánsson

Re: fjölga sætafjölda í van

Postfrá jeppakall » 08.okt 2012, 23:06

sæll. ég var með econoline 84 sem var skráður fyrir 2, ég setti belti í hann og skráði fyrir 8 og þeir litu ekki einu sinni á beltin , virðist vera allt annað mál ef maður er með fornbíl


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: fjölga sætafjölda í van

Postfrá magnusv » 09.okt 2012, 00:57

fórstu bara með hann í skoðun? eða hvert þurftiru að fara með hann?


btg
Innlegg: 124
Skráður: 06.feb 2010, 14:00
Fullt nafn: Bjarni Þór

Re: fjölga sætafjölda í van

Postfrá btg » 09.okt 2012, 01:04

Strákar, vanda sig samt með beltin hvernig sem reglugerðin er. Eru það ekki oftast börn sem fá að sitja á 3ja og 4ja farrými...


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: fjölga sætafjölda í van

Postfrá magnusv » 09.okt 2012, 01:27

held það verði nú sjaldan börn þarna.. nema kannski eitthverjar 17 og 18... ég er sjálfur 19

en það er akkúrat mín pæling ég held að þetta verði aldrei örugt ef ég set belti þarna í u bekkinn og ég nenni ekki að fara að minnka hann svo ég komi stólum fyrir, ég átti einn svona van með 4 captain stólum og Ubekk og það var ómögulegt að fara inn og úr bílnum

https://fbcdn-sphotos-f-a.akamaihd.net/ ... 2373_n.jpg


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 67 gestir