Ég er í rett rumlega 100fm plássi og keyri skáhallt inn á lyftuna hjá mér, þessvegna er hægra framhjól bíls oft ekki nema 1 meter frá vegg meðan afturhjól er kannski 2-2,5 metra frá vegg
Þetta hefur aldrei háð mér, það sem maður gerir mest í hægra framhjóli eru tímareimar bremsur öxulhosur o.s.f.v. og þá dugar meterinn alveg.
Lofthæðin hjá mér eru 4.20 og það er yfirdrifið nóg fyrir alla bíla sem ég hef lyft. Ég er 1.87 á hæð.
er með zippo 2030 lyftu frá n1 reynist vel er svolítið fyrirferðalítil og virðist ekkert rosalega massíf en lyftir 3 tonnum
her er 1 mynd, ég bakkaði bílnum að vísu á lyftuna vegna þess að súkkan er með svo mjóa grind að lyftuarmarnir náðu ekki inn að henni... :P

Mundu bara eitt að ég er ekki viss um að kúabændur hafi endilega verið að setja járnabindingu í kjallara fjósanna þó það sé járn í veggjunum, eða hvað?
Mér myndi ekki líða mjög vel undir lyftu sem fest er í óbundna steypu eingöngu