Síða 1 af 1
Olíumiðstöð
Posted: 08.okt 2012, 11:53
frá ferguson
daginn,
vantar olíumiðstöð í defender. Er einhver sem vill selja?
Re: Olíumiðstöð
Posted: 08.okt 2012, 12:02
frá sukkaturbo
sæll á einn Webasot á verkstæðinu sem þjónustar þær í eldshöfða var búinn að fara yfir hana setti í hana nýt glóðarkerti en það vantar heilan getur fengið hana er kominn með bensín bíl þannig að ég hef ekki not fyrir hana best að biðja þá að verðleggja þetta svo rétt sé kveðja guðni á sigló gsm 8925426 PS hún er fyrir vatnið og miðstöð bílsins með fjarstýringu flott græja
Re: Olíumiðstöð
Posted: 08.okt 2012, 19:15
frá stone
hvað ætla menn að nota olíumiðstöð í defender? Hvað á þá að nota orginal miðstöðina í ?
Re: Olíumiðstöð
Posted: 08.okt 2012, 19:20
frá ferguson
hún verður vissulega notuð. átti við aukamiðstöð, fíringu eða hvað menn vilja kalla þetta. orginal miðstöðin er bara ekki sérlega góð.
Re: Olíumiðstöð
Posted: 08.okt 2012, 20:28
frá Stebbi
stone wrote:hvað ætla menn að nota olíumiðstöð í defender? Hvað á þá að nota orginal miðstöðina í ?
Orginal miðstöðin á bara fullt í fangi með að halda móðu af framrúðuni, einhvernvegin verður að halda manngreyinu sem keyrir bílinn frostfríum.
Re: Olíumiðstöð
Posted: 08.okt 2012, 20:33
frá stone
hvaða ranghugmyndir eru í þér stebbi um defender. Á einn sjálfur og í honum er ávallt jafn og góður hiti miðað við umhverfishita.
Re: Olíumiðstöð
Posted: 08.okt 2012, 21:41
frá ferguson
ég er alveg sammála því að í honum er jafn og góður hiti miðað við umhverfið. t.d núna þá hugsa ég að ef það eru 2 gráður úti þá séu alveg 4-5 inni sem er nokkuð jafnt og vissulega gott miðað við það sem er úti. myndi samt helst vilja hafa svona 20+ inni óháð umhverfishita :)
Re: Olíumiðstöð
Posted: 08.okt 2012, 22:47
frá stone
já sæll kæri ferguson ert þú með eitthvað yngri version af miðstöð en ég fyrst þú hitar svona mikið upp. En 20+ er ég nú ekki alveg að skilja hvað þú ætlar að gera við. Heldur þú að innréttingarnar þoli slíkan hita eða ertu kanski með eyðimerkurútgáfuna?
Re: Olíumiðstöð
Posted: 10.okt 2012, 17:29
frá Stebbi
ferguson wrote:.......myndi samt helst vilja hafa svona 20+ inni óháð umhverfishita :)
Það eru naumast kröfurnar. Hvað næst, á kanski að setja pakkdósir í hásingarnar svo þær hætti að leka. :)
Re: Olíumiðstöð
Posted: 10.okt 2012, 20:03
frá ferguson
já þú segir nokkuð, það er aldrei að vita nema maður hendi fram einhverju fleiru svona óraunhæfu :)
Re: Olíumiðstöð
Posted: 10.okt 2012, 21:26
frá stone
smáleki hefur nú aldrei drepið neinn. Toyota eigendur væru nú ánægðir með útkomuna á drifum og öxlum ef þau væru af sama gæðastaðli og í landrover.