Síða 1 af 1
Nokkrar gamlar myndir.
Posted: 07.okt 2012, 23:45
frá MattiH
Re: Nokkrar gamlar myndir.
Posted: 08.okt 2012, 00:43
frá -Hjalti-
Gaman af þessu ! hvenær var þessi sýning ? 89 - 90 ?
Re: Nokkrar gamlar myndir.
Posted: 08.okt 2012, 11:53
frá Sævar Örn
Hún var í þá tíð þegar allir jeppamenn áttu efni á nýjum jeppadekkjum til að vera á :)
Re: Nokkrar gamlar myndir.
Posted: 08.okt 2012, 13:08
frá Krúsi
Sævar Örn wrote:Hún var í þá tíð þegar allir jeppamenn áttu efni á nýjum jeppadekkjum til að vera á :)

Þetta er forvitnilegt að sjá, sýnist á myndinni að drullutjakkurinn sé á 4600 kr. og 36" á 22700 kr. Hvað kostar þetta í dag? Væri gaman ef launin hefðu hækkað jafn mikið í %, þá kanski hefði maður efni á nýum dekkjum.....
Annars hvar eru allir þessir jeppar í dag? Er eitthvað af þeim enn á götunni?
kv.
Markús
Re: Nokkrar gamlar myndir.
Posted: 08.okt 2012, 14:01
frá íbbi
man vel eftir þessu hvíta range rover, á gamalt bílablað þar sem er verið að segja frá breytinguni á honum
Re: Nokkrar gamlar myndir.
Posted: 11.okt 2012, 21:04
frá eythor6
Blái Henryinn í stiganum er með þeim flottari á skerinu
Re: Nokkrar gamlar myndir.
Posted: 11.okt 2012, 21:30
frá -Hjalti-
Krúsi wrote:
Annars hvar eru allir þessir jeppar í dag? Er eitthvað af þeim enn á götunni?
kv.
Markús
Econoline og Hilux allavega
Re: Nokkrar gamlar myndir.
Posted: 11.okt 2012, 22:17
frá Hrannar Ingi
Flottar myndir, Á einhver fleri myndir af þessum bláa landrover eða veit einhver hvort að hann sé enn til í dag ?
Re: Nokkrar gamlar myndir.
Posted: 11.okt 2012, 22:30
frá -Hjalti-
Hrannar Ingi wrote:Flottar myndir, Á einhver fleri myndir af þessum bláa landrover eða veit einhver hvort að hann sé enn til í dag ?
hann var afskráður örfáum árum eftir þessa sýningu
Re: Nokkrar gamlar myndir.
Posted: 11.okt 2012, 23:39
frá joisnaer
djöfull er gaman af svona gömlum myndum
Re: Nokkrar gamlar myndir.
Posted: 12.okt 2012, 00:05
frá stone
Margir flottir gæðingar þarna. Maður fær nú alltaf smá fortíðarþrá þegar maður sér svona fallega jeppa og þá ekki síst fallegan bronco
Re: Nokkrar gamlar myndir.
Posted: 12.okt 2012, 05:03
frá kári þorleifss
skemmtilegar myndir en veit einhver í hvaða húsnæði þessi sýning var?
Re: Nokkrar gamlar myndir.
Posted: 12.okt 2012, 08:31
frá Þorri
Reiðhöllinni í Víðidal.
Re: Nokkrar gamlar myndir.
Posted: 12.okt 2012, 21:52
frá plummerinn
keyrði framhjá bláa Bronconum hans benna í dag uppá höfða. ansi sorglegt ástand á honum. boddýið ónýtt af ryði . maður varð nú hálf sorgmæddur að sjá eitthvað sem var svona flott á sínum tíma vera í þessu ástandi ..
Re: Nokkrar gamlar myndir.
Posted: 12.okt 2012, 22:16
frá Skúri
Alltaf gaman af þessum myndum.
Það er líka gaman að segja frá því að það eru nú nokkrir af þessum jeppum enn á meðal vor, t.d fyrstu tveir jepparnir, gamli Bergþór og R 66666 sem er á síðustu myndinni er líka ennþá til. En Ívar þessi hvíti Range Rover er ekki sá sem þú ert að tala um , það er annar sem ég veit ekki hvort er ennþá á lífi en þessi hvíti sem er hérna á þessum myndum er búið að rífa og henda og setja kramið í Willys :-D

. En það er gaman að segja frá því að þessi Range Rover var þrjú ár í smíðum og var bara ný kominn úr skúrnum á þessari sýningu og sá sem átti hann þarna og lét smíða hann fyrir sig er núna eigandi af 6 hjóla 49" Ford á Selfossi

;-)