Hjálp - Vitni að glæfraakstri


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Hjálp - Vitni að glæfraakstri

Postfrá grimur » 07.okt 2012, 19:54

Sælir félagar

Konan mín varð fyrir því óláni rétt áðan, um sirka 18:45 á Gullinbrú suðurleið, að brjálæðingur á silfurgráum jeppling(stærri en Rav4 sennilega) með kerru aftan í þjösnaðist fram úr henni og slengdi kerrunni á framenda bílsins við að beygja í veg fyrir hana á um 80 km/h hraða.
Yarisinn (Gulur 5 dyra) er stórskemmdur, en hún hélt stjórn á bílnum með eins árs guttann í aftursætinu.

Þessi á silfurgráa bílnum stakk af inn á bíldshöfðann og hefur ekki enn fundist. Bílstjórinn leit út fyrir að vera um þrítugt og með húfu, a.m.k. einn farþegi var með honum í bílnum.

Ég vil biðja þá sem mögulega hafa orðið vitni að þessu atviki, kannast við lýsinguna eða á einhvern hátt geta aðstoðað við að hafa uppi á þessum brjálæðingi að hafa samband við mig eða lögregluna.

Takk fyrir

Grímur, sími 664 1001
gjonsson@ossur.com



User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Hjálp - Vitni að glæfraakstri

Postfrá Járni » 07.okt 2012, 21:28

Ég gerði þennan þráð "Sticky" fyrir þig, vona að það hjálpi.
Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Hjálp - Vitni að glæfraakstri

Postfrá grimur » 07.okt 2012, 21:33

Ef einhver er með aðgang að öryggismyndavélum í Höfðahverfinu sem vísa út á plön/götur og getur athugað tímann frá 18:45 til 19:00 Sunnudaginn 7. Október, væri það mjög vel þegið.

Leitað er að gráum jeppling/jeppa með kerru, gæti verið Pajero.

kv
Grímur, Sími 664 1001
gjonsson@ossur.com

Já, takk kærlega Járni og þið öll sem hafið lesið þennan þráð.


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Hjálp - Vitni að glæfraakstri

Postfrá grimur » 07.okt 2012, 23:51

...og hér er mynd af gripnum eftir þetta dæmi:
Image

Ég er bara feginn að það varð ekki slys af þessu. Mátti nú litlu muna.
Það þarf bara að ná í halann á svona dólgum, ekki hægt að hafa svona stórhættulega menn í umferðinni.

User avatar

hvati
Innlegg: 113
Skráður: 20.jún 2012, 14:36
Fullt nafn: Sighvatur Halldórsson
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafa samband:

Re: Hjálp - Vitni að glæfraakstri

Postfrá hvati » 08.okt 2012, 18:03

You got mail!

—Hvati


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Hjálp - Vitni að glæfraakstri

Postfrá grimur » 23.okt 2012, 23:10

Ég er hræddur um að það rætist ekki úr því að finna þennan mann sem lýst er eftir, allavega ekki í bráð.

Kærar þakkir fyrir að kíkja á þennan þráð allir sem það gerðu, ég veit að menn eru með augun opin og taka eftir bílnúmerum þegar þetta gerist næst.
Vonandi næst hann þá.

Vefstjórar: Vinsamlegast takið þráðinn út úr "sticky", þetta er fullreynt í bili. Enn og aftur kærar þakkir fyrir það framlag og frumkvæði.

Bestur kveðjur
Grímur

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Hjálp - Vitni að glæfraakstri

Postfrá Hr.Cummins » 11.jan 2013, 18:08

Skíta vesen, það er nú ekki flókið að gera tjónaskýrslu og tekur örfá-ar mínútur...

En er ekki möguleiki samt sem áður að maðurinn hafi slengt kerrunni óvart utan í Yarisinn og ekki tekið eftir því?

Annars fara mín börn ekki upp í svona vísitölu tíkur, kannski bara stórfurðuleg árátta hjá mér...
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Hjálp - Vitni að glæfraakstri

Postfrá grimur » 13.feb 2013, 21:03

Þetta var kannski óvart...en gaurinn ætlaði samt að ógna þarnsem hann þvingaði yarisinn út í kant áður en hann straujaði bílinn með kerrunni.

Nú er komið að skuldadögum með þetta hjá okkur, hreint tap þar sem sjálfsábyrgðin er 130 kall og enginn finnst dólgurinn.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 34 gestir