Síða 1 af 1

Að kaupa bíl sem hefur orðið fyrir vatnstjóni.

Posted: 05.okt 2012, 11:01
frá Johnboblem
Hvað þarf að varst?

Þetta gerðist um 2006 og eigandi segir að bíllinn sé búinn að jafna sig á því.

Allar upplýsingar væru vel þegnar.

Re: Að kaupa bíl sem hefur orðið fyrir vatnstjóni.

Posted: 05.okt 2012, 11:08
frá Polarbear
fór hann í sjó eða ferskvatn? ef hann fór í sjó.... myndi ég allavega ekki kaupa hann.

og svo hvaða vatnstjón? vatn inná vél? vatn inní stýrishús? hversu mikið vatn fór hvert og svona? þetta getur valdið bilunum í tölvum með tímanum ef vatn hefur komist í þær, jafnvel þótt þær hafi verið þurrkaðar vel eftir tjónið.

Re: Að kaupa bíl sem hefur orðið fyrir vatnstjóni.

Posted: 05.okt 2012, 11:15
frá Kárinn
myndi líka skoða vel hvað var skipt um sumir bílar eru sem nýjir eftir svona, búinn að eiga 2 bíla sem hafa farið í sjó og það háði þeim bara einfaldlega ekki neitt enda var skipt út öllum tölvum, mótor, skiptingu og öllu þessu þannig þetta er örugglega eins misjafnt og þeir eru margir

Re: Að kaupa bíl sem hefur orðið fyrir vatnstjóni.

Posted: 05.okt 2012, 11:50
frá Johnboblem
Takk fyrir þetta. Kem með þessar spurningar á kallinn :)

Re: Að kaupa bíl sem hefur orðið fyrir vatnstjóni.

Posted: 05.okt 2012, 12:36
frá íbbi
virðist skifta mjög miklu hvort það var fersk eða sjótjón.

er búinn að eiga vatnstjónara síðustu 6 árin, sá bíll var lagaður og hefur aldrei verið með ves,

hef samt séð dauða og djöfull þegar það kemur að vatnstjónabílum

Re: Að kaupa bíl sem hefur orðið fyrir vatnstjóni.

Posted: 05.okt 2012, 12:42
frá JLS
Hvernig bíll er þetta?

Re: Að kaupa bíl sem hefur orðið fyrir vatnstjóni.

Posted: 05.okt 2012, 23:36
frá firebird400
Ég tók að mér á tímabili að gera við nokkra bíla með vatnstjóni. Þetta var þegar bílainnflutningur frá USA stóð sem hæðst.

Einhvað af þeim bílum sluppu vel og urðu bara eins og nýir, en sumir og þá helst þessu fínu, Range Rover og Mercedes og slíkt urðu bara aldrei í lagi. Þrátt fyrir að allt tölvu dótið hafi verið verlsað nýtt þá var alltaf einhver draugur í þeim. Og það var ekki fyrir það að það hafi ekki verið farið nægilega vel í gegnum þá. Hvert einasta rafmagnsplug var tekið í sundur og lagað eða skipt um þau. Allir hlutir sem tengdust með rafmagni á einn eða annan hátt voru yfirfarnir, samt var í þeim draugur.

Svo ég held að það skipti miklu máli hvernig bíl þú ert að spá í. Ef þetta er hátæknivæddur bíll þá skaltu hafa vaðið fyrir neðan þig. Ef ekki þá ætti það ekki að vera neitt mál hafi hann verið tekinn nægilega vel í gegn eftir tjónið.