Síða 1 af 1
högg í framdrifi, 99 pajero
Posted: 04.okt 2012, 11:21
frá íbbi
var að reynsluaka stuttum 99 pajero í gær. 2.5l diesel á 33"
tók eftir því að þegar hann var í framdrifinu þá komu högg undan honum að framan ef ég gaf inn og sló af til skiptis,
þetta átti eingöngu við þegar hann var í drifunum, leið og ég tók hann úr því þá þagði þetta.
hugsanlegt að það sé svona mikið slag í drifinu, ég sá ekkert athugavert þegar ég leit undir hann, en var ekki í aðstöðu til að sjá neitt almennilega
Re: högg í framdrifi, 99 pajero
Posted: 04.okt 2012, 14:24
frá Svenni30
sæll, er hann með auto driflokur ? Þær gætu verið að svíkja.
Mágur minn lenti í þessu að vísu á patrol að þetta auto drals var að svíkja með tilheyrandi látum.
Re: högg í framdrifi, 99 pajero
Posted: 04.okt 2012, 15:13
frá íbbi
lenti í því á terrano, þá komu skruðningar og læti þegar lokan var að reyna grípa, hátt og mikið sarg
í þessu tilfelli þá hljómar þetta eins og spyrnufóðringar e-h slíkt, en kemur einungis þegar drifið er inni
Re: högg í framdrifi, 99 pajero
Posted: 04.okt 2012, 15:34
frá íbbi
dettur reyndar í hug að þetta sé krossinn í framdrifinu
Re: högg í framdrifi, 99 pajero
Posted: 04.okt 2012, 16:25
frá HaffiTopp
Það eru ekki lokur í Pajero af þessari árgerð. Hann splittar framdrifið inn við drifið. Gæti sá búnaður verið að svíkja ef krossinn er í lagi.
Re: högg í framdrifi, 99 pajero
Posted: 04.okt 2012, 17:55
frá íbbi
takk fyrir þetta.
þetta virkar eins og slag í einhverju
Re: högg í framdrifi, 99 pajero
Posted: 04.okt 2012, 20:34
frá Stebbi
Slag í krossum í framskafti, ef að aftengibúnaðurinn bilar í pajero þá tengir hann öxulinn og framdrifið snýst með dekkjunum.
Re: högg í framdrifi, 99 pajero
Posted: 04.okt 2012, 22:18
frá DABBI SIG
mjög líklega slag í krossum eða mögulega fóðringin sem heldur framdrifinu, það er fest á tveim stöðum og það hefur bæði gerst að fóðringin eyðileggist sem og hreinlega myndist sprunga í festingunni fyrir drifið og jafnvel brotnar. Mjög líklegt að þetta sé þá drifið að slást til.