Síða 1 af 1

Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 03.okt 2012, 21:52
frá birgthor
Að mínu mati að minnsta kosti

Image
http://www.feykir.is/archives/59059#


Langaði bara að deila þessari skoðun með einhverjum :)

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 03.okt 2012, 21:55
frá S.G.Sveinsson
Já núna get Land Rover menn alavegana farið að grobba sig þar sem að 12 ára gömlum Defender var skift á sléttu veð þennan ég er nú bara his að bóndin hafi ekki þurft að boraga á milli.......
Hér er fréttin af vísir http://www.visir.is/grettir-eignast-nyjan-bil-/article/2012121009583

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 03.okt 2012, 22:31
frá ellisnorra
Þessi er fjandi laglegur. Til hamingju með þennan bíl Bjsv Grettir :)

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 03.okt 2012, 23:13
frá stone
http://islandrover.is/spjall/viewtopic.php?t=5027



Nýr notandi? FAQ Leita Meðlimalisti Uppsetning Athuga einkapóst Innskráning

Plataði björgunarsveit


islandrover.is umræðuhópur -> Spjall
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði
Höfundur Skilaboð
Árni



Skráður þann: 21 Feb 2008
Innlegg: 107
Staðsetning: Reykjavík
Innlegg: Mið Okt 03, 2012 5:58 pm Efni innleggs: Plataði björgunarsveit
Einhver snillingur fyrir norðan plataði björgunarsveitina á staðnum upp úr skónum nýlega skv. frétt á Vísi.is í dag.

Hann náði út úr þeim næstum nýjum Land Rover ( 12 ára ) og lét þá hafa einhverja 49" Fix- Or-Repair-Daily druslu í staðinn.

Nú er sveitin að hefja fjáröflun til olíukaupa. Á meðan hefur verið ákveðið að bíllinn verði bara hafður til sýnis í húsnæði sveitarinnar.
_________________
Defender 110 38"
Til baka efst á síðu

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 04.okt 2012, 07:43
frá Stebbi
www.islandrover.is wrote:http://islandrover.is/spjall/viewtopic.php?t=5027
Efni innleggs: Plataði björgunarsveit

Einhver snillingur fyrir norðan plataði björgunarsveitina á staðnum upp úr skónum nýlega skv. frétt á Vísi.is í dag.

Hann náði út úr þeim næstum nýjum Land Rover ( 12 ára ) og lét þá hafa einhverja 49" Fix- Or-Repair-Daily druslu í staðinn.

Nú er sveitin að hefja fjáröflun til olíukaupa. Á meðan hefur verið ákveðið að bíllinn verði bara hafður til sýnis í húsnæði sveitarinnar.
_________________
Defender 110 38"
Til baka efst á síðu


Ofboðslega skrítnar skepnur þessir Land Rover eigendur. En hamingjuóskir á Hofsós, gott að vita að ferðalangar eru loksins öruggir þar í sveit.

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 04.okt 2012, 08:16
frá Hagalín
Að lesa þetta komment inn á rover síðunni lét mig fá svipaðan kjánahroll og á að lesa bland.is

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 04.okt 2012, 14:26
frá birgthor
Gaman væri að fá að vita specs um bílinn ef einhver er insider :)

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 04.okt 2012, 14:50
frá hobo
Þetta eru rosalegir vagnar.
Fékk að hanga aftan í svona svipuðum bíl nokkra kílómetra í vetur, þegar færðin varð mínum ofviða. Sá virtist ekkert hafa fyrir því.

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 04.okt 2012, 15:06
frá Magni
Stjarnan sem er boltuð framan á felguna. Er þetta ný smíði fyrir utanáliggjandi búnað?

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 04.okt 2012, 20:28
frá Fordinn
Manni stökk nu bros á vör ad lesa hérna niður =) þetta hefur allt sína kosti og galla...... fordinn hefur bara svo mikið fleiri kosti......

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 04.okt 2012, 20:31
frá Stebbi
Fordinn wrote:..... fordinn hefur bara svo mikið fleiri kosti......


Já hann kemst þokkalega áfram undan eigin vélarafli sem er ekki hægt að segja um LR þegar að dekkin eru komin í nothæfa stærð.

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 04.okt 2012, 21:27
frá jeepson
Fordinn wrote:Manni stökk nu bros á vör ad lesa hérna niður =) þetta hefur allt sína kosti og galla...... fordinn hefur bara svo mikið fleiri kosti......


Mikki þú verður nú að fara að íhuga stærri dekk á fordinn þinn. :) Annars er raminn sem að björgunarsveitin á Egilsstöðum á ansi flottur líka. en það vantar ekki að fordinn er flottur hjá Grettir. Til lukku með gripinn og megi nn þjóna ykkur vel :)

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 05.okt 2012, 00:11
frá reyktour
þið hafið engann metnað fyrir alvöru jeppum.
Land rover fann uppskriftina af alvöru jeppa 1948
if it aint broke dont fix it.
:)

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 05.okt 2012, 04:24
frá ellisnorra
Þessir landrover menn eru alveg sér á báti :)
Það má segja að þessi bílapólitík skiptist í tvo hópa, rover menn og svo hinir, hvort sem það er nissan, toyota eða hvað annað :)

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 05.okt 2012, 07:25
frá DFNDR
jeepson wrote:
Fordinn wrote:Manni stökk nu bros á vör ad lesa hérna niður =) þetta hefur allt sína kosti og galla...... fordinn hefur bara svo mikið fleiri kosti......


Mikki þú verður nú að fara að íhuga stærri dekk á fordinn þinn. :) Annars er raminn sem að björgunarsveitin á Egilsstöðum á ansi flottur líka. en það vantar ekki að fordinn er flottur hjá Grettir. Til lukku með gripinn og megi nn þjóna ykkur vel :)

Einhverra hluta vegna er Raminn hjá Hérunum á Egilsstöðum til sölu. Það er vel búinn og vígalegur bíll en mér skilst að hann hafi verið frekar viðhaldsfrekur. Hann kom í staðinn fyrir Land Rover á sínum tíma.

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 05.okt 2012, 13:19
frá JoiVidd
reyktour wrote:þið hafið engann metnað fyrir alvöru jeppum.
Land rover fann uppskriftina af alvöru jeppa 1948
if it aint broke dont fix it.
:)

og þeir hafa þa akveðið að breyta engu sidan þa... allavega ma ekki sja neina argerða breytingu a þeim fra '48

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 05.okt 2012, 13:33
frá íbbi
á einhvern furðulegan hátt þá órar fyrir smá skilning hjá mér með land rover delluna hjá sumum,

en ég held engu síður að þetta sé eitthvað síðasta ökutæki á jörðinni sem ég fengi mér, ók um tíma svona 38" breyttum í kringum 00 árgerðina og ég veit varla hvar ég á að byrja á upptalninguni um hluti sem ég var ekki að meika

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 05.okt 2012, 14:17
frá StefánDal
íbbi wrote:á einhvern furðulegan hátt þá órar fyrir smá skilning hjá mér með land rover delluna hjá sumum,

en ég held engu síður að þetta sé eitthvað síðasta ökutæki á jörðinni sem ég fengi mér, ók um tíma svona 38" breyttum í kringum 00 árgerðina og ég veit varla hvar ég á að byrja á upptalninguni um hluti sem ég var ekki að meika


Nákvæmlega það sama með mig. Ég væri eflaust fínn efniviður í LR sérvitring.

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 05.okt 2012, 17:14
frá firebird400
Ég er nú LR eigandi og get alveg sagt það að ég væri til í að eiga svona Ford trukk, hefði ég efni á að reka hann.

En má ekki líka slá því föstu að einhverjir LR menn hafi nú bara verið að grínast.

Þó að sumum þyki sinn fugl fagur þá þarf í rauninni veruleikafyrru til að halda því fram að bóndinn hafi verið að hafa fé af björgunarsveitinni. Enda segir í fréttinni að þetta jafnist á við 7-8 milljóna styrk.

Ekki gera einhvað úr þessu sem það er svo ekki ef það á bara að vera til þess að vera á kostnað þeirra sem eiga aðra bílategund en þið ;)

Peace

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 05.okt 2012, 17:59
frá reyktour
Kosturinn við að eiga landrover er að maður skráist sjálfkrafa úr þjóðkirkjuni..
þetta er svaka flott tæki og óska ég björgunarsveitini innilega til hamingju.

Þetta var nú alt í gríni á islandrover.
Að eiga land rover er bara svo alt öðruvísi en alt annað.
er búinn að eiga nokkra jeppa og hef ekkert út á þá að setja.
En eftir að hafa ferðast um á skítköldu landbúnaðartæki þar sem sætið og hurðin fóru eitthvað á mis. Rúðuþurkur er draumur sem seint rætist, og margt margt fleira.
þá er bara eitthvað við land rover sem aðrir jeppar hafa ekki.
tildæmis heilsa allir land rover eigendur(Þjáningarbræður) hvorum öðrum.

Eigið góða helgi.
Ef menn vilja kynna sér þessi annars eigulegu tæki þá er Islandrover með skipulagða ferð á sunnudaginn.

http://www.islandrover.is/spjall/viewto ... 8932#18932

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 05.okt 2012, 18:34
frá Ingójp
Þetta er verklegur vagn.

Annars er Land Rover alltaf Land Rover, Ég hef alltaf verið spenntur fyrir þeim þá 38" stuttan eða langann alveg sama.
ætli ég prufi ekki Hilux næst

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 05.okt 2012, 21:36
frá Freyr
Ég ferðaðist töluvert í defender 110 sem björgunarsveitin Ársæll átti, 1 stk 38" og 2 stk 44". Ég var alltaf mjög hrifin af þeim sem torfærutækjum og hentuðu vel í svona slark starfsemi. Það sem mér hefur hinsvegar alltaf þótt að þeim er asnalega lítið athafnarými fyrir ökumann og svo það að þeir kostuðu hér um bil jafn mikið og patrol eða 120 cruiser. Þá átti eftir að skipta út stýrinu til að hafa fótarými til aksturs, bæta við aukamiðstöð og e.t.v. fleira svo þegar upp var staðið voru þeir jafnvel dýrari en fyrrnefndir japanar...

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 05.okt 2012, 23:29
frá firebird400
Það er einhvað voðalega skrítið með verðlagninguna á Defender, þess vegna fékk ég mér bara Diskó :D

En já þessi Ford er Suddalegur (svona til að vera on-topic)

Hvaða búnaður er þetta í felgunum annars ?

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 06.okt 2012, 00:13
frá jeepson
DFNDR wrote:
jeepson wrote:
Fordinn wrote:Manni stökk nu bros á vör ad lesa hérna niður =) þetta hefur allt sína kosti og galla...... fordinn hefur bara svo mikið fleiri kosti......


Mikki þú verður nú að fara að íhuga stærri dekk á fordinn þinn. :) Annars er raminn sem að björgunarsveitin á Egilsstöðum á ansi flottur líka. en það vantar ekki að fordinn er flottur hjá Grettir. Til lukku með gripinn og megi nn þjóna ykkur vel :)

Einhverra hluta vegna er Raminn hjá Hérunum á Egilsstöðum til sölu. Það er vel búinn og vígalegur bíll en mér skilst að hann hafi verið frekar viðhaldsfrekur. Hann kom í staðinn fyrir Land Rover á sínum tíma.


Já mér skyldist að þetta viðhald væri mikið útaf því að menn kynnu hreinlega ekki að fara með bílinn. Heldur væri bara þjösnast á þessu útí eitt. Þetta heyrði ég um daginn. Og þá skipir auðvitað engu máli hvaða jeppa tegund það er. En þessi ram á að vera um 500hestöfl og þá hlýtur eitthvað að gea sig þegar menn eru farnir að djöflast á þessu með tilheyrandi látum.

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 06.okt 2012, 12:11
frá Fetzer
Image

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 06.okt 2012, 17:37
frá stone
Já sæll bóndinn hefur klárlega gert góð kaup

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 06.okt 2012, 18:53
frá Magnús Þór
það er nú meira úthaldið sem menn hafa í svona tegundaþrögli,,þetta er að verða eins og bland.is

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 12.okt 2012, 10:58
frá stone
Vegna þessara kaupa er ford markaðurinn í frjálsu falli

viewtopic.php?f=29&t=12562

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 12.okt 2012, 11:50
frá Gudnyjon
Flott græja en kanski ekki sá léttasti í rekstri. En ein spurning með þessa vörubíla sem menn eru alltaf að reyna að sannfæra alla að séu ekki eins slæmir í rekstri eins og menn segja, hvers vegna eru alltaf tankapláss fyrir 500 + ltr í þessum bílum ef þeir eru svona nettir í rekstri ? Maður skoðar breytta bíla til sölu og þá eru hrísgrjón bílarnir með tankapláss upp á 150 - 200 ltr en svo koma eyðslu nettu vörubílarnir með 500 + tanka. Hvers vegna ?

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 12.okt 2012, 16:23
frá Freyr
Ef þessir stóru trukkar eru keyrðir undir miklu álagi þá eyða þeir vissulega alveg svakalega. Málið er hinsvegar það að ef þeir halda sama ferðahraða og ýmsir aðrir þá eru vélarnar undir svo litlu álagi að þeir eyða bara mjög skaplega við slíkar aðstæður. Vissulega eyða þeir þá samt meira en hilux, musso, 90 cruiser og álíka en myndi segja að eyðslan þá væri á pari við t.d. 44" patrol og mjög marga bensínjeppa.

Smá viðbót bætt við eftirá: Hér að ofan er ég fyrst og fremst að tala um 46" 2005 F350, 2008 bíll á 49" með 6,4 eyðir mun meira m.v. þá litlu reynslu sem ég hef af þannig trukk, munar jafnvel tugum %....

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 12.okt 2012, 16:58
frá AgnarBen
Þetta eru nú engin geimvísindi, staðreyndin er bara sú að það kostar að burðast um með mikið af kílóum, sérstaklega í vetrarferðum í snjó og því þyngri sem bílarnir eru þeim mun meira eyða þeir. Hversu miklu meira það er fer eftir því hvernig tækjunum er beitt og hversu eyðslugrannar vélarnar eru. Það þarf enginn að velta vöngum neitt yfir því að 54" vörubíll mökkeyðir og hann eyðir miklu meira en 46" vörubíll og 44" Patrol.

Re: Eitt fallegasta björgunartæki Íslands

Posted: 12.okt 2012, 21:11
frá Krilid
Það er rétt að 500-600 hestafla vél í þyngri bíl eyðir meira en 200 hestafla vél í léttari bíl. Þar af leiðir að 5 tonna F350 á 49 tommu dekkjum eyðir meiru en 3,5 tonna Patrol á 44 tommu dekkjum. Eins og Agnar segir þá eru það enginn geimvísindi og varla efni í einhverja langloku um eyðslu. Ef eldsneytiseyðsla er aðalmálið þá sá ég áhugaverðann þráð um flotta rússneska bíla, www.trecol.ru. Þar eru í boði ca. 100 hestafla vélar sem örugglega duga til að færa okkur frá A til B og eru eyðslugrannar. Væri flott að einhver færi að flytja inn Rússajeppa aftur.