Síða 1 af 1

Segullokar

Posted: 30.sep 2012, 21:23
frá villi
Hvernig segulloka eru menn að nota í úrhleypibúnað??
Myndi þessi virka http://www.ebay.com/itm/DC-12V-4V220-08 ... 45fdeedb80

Re: Segullokar

Posted: 06.okt 2012, 12:45
frá grimur
Eiginlega ekki, þessi hentar ekki vel.
Lokinn sem hentar best er svokallaður 5/3 NC, semsagt 5 porta loki, þriggja stöðu, með lokaða miðstöðu.
Afloftunarportin eru blinduð, P portið notað út á dekk og þau tvö sem ætluð eru fyrir "tjakkinn" eru sett í þrýsting annars vegar og útloftun hins vegar.
Þetta breytir í raun lokanum í 3/3 NC loka, semsagt þriggja stöðu valloka með lokaðri miðstöðu. Þannig loka er bara nánast ógerningur að finna.
Sumir lokar virka kannski ekki með þessu fyrirkomulagi, fer eftir því hvort og þá hvernig þrýstiloftið er notað til að drífa hreyfinguna í lokanum sjálfum. Það þarf bara að prófast í hverju tilfelli.

kv
Grímur