Síða 1 af 1

Panta frá bretlandi ??

Posted: 14.jún 2010, 11:38
frá Jens Líndal
Er í stanslausu alternatorsveseni og var að spá í að fá mér bara nýjann á 2.5 TDI L200 mótor. Sá ódýrasti sem ég fynn hér á landi kostar um 46 þús. Og ég fann hér einn tor á vefnum og ég veit ekkert hvort það sé betra að kaupa svona að utan eða kaupa í N1.
En veit einhver hvað þetta myndi kosta mig hingað komið?? http://cgi.ebay.co.uk/MITSUBISHI-L200-S ... dZViewItem

Re: Panta frá bretlandi ??

Posted: 14.jún 2010, 12:40
frá Gunnar C
Daginn
Hann er komin heim á 47.286 kr getur farið í 52000

Kv Gunnar C

Re: Panta frá bretlandi ??

Posted: 14.jún 2010, 22:49
frá Járni
Ertu búinn að kanna verð á uppgerð eða uppgerðum alternator hjá t.d. Rafstillingu?

Re: Panta frá bretlandi ??

Posted: 15.jún 2010, 00:17
frá Jens Líndal
Takk fyrir svörin. Sko já ég er örlítið búinn að kanna dæmið, Kallinn í Rafstillingu á til nýjan alternator og verðmiðinn er um 46 þúsund kjell sem mér fynnst soooooooldið hátt. Hann hefur ekki boðið mér uppá uppgerðan enda hugsa ég að hann eigi hann ekki til. Vinur minn fór með Alternator úr Galloper til hans og hann sagði vonlaust að gera við þá, vafningarnir væru svo lélegir í þeim að það þýddi ekkert að púkka uppá þá en hann sagði víst hinsvegar að það væri mun betra í MMC torunum, ég á einn tor úr MMC l200 og ég sé skemmd í vafning á honum og það er komin spannskgræna undir kápuna svo hann er úr leik, og svo er ég með 2 úr Galloper og það þýðir víst ekkert að gera þá upp,
En ég hringdi að ganni mínu í dag í Japanskar vélar og athuðu hvort þeir ættu svona græju og hver verðmiðinn væri, græjan var til og verðmiðinn var alveg heilir 25 þúsund kallar og kvaddi ég þá mjög fljótt .
Þannig að raforkuverin í bílana eru bæði orðin of léleg til uppgerðar og of dýr til endurnýjunar þennan áratuginn.
Lumar einhver á tor í lagi í L200?? ég get líka sett uppí tor úr patrol 91-7 sem er í góðu standi :)

Re: Panta frá bretlandi ??

Posted: 15.jún 2010, 19:22
frá Stebbi
Lumar einhver á tor í lagi í L200?? ég get líka sett uppí tor úr patrol 91-7 sem er í góðu standi :)


Varstu búin að prufa að bjóða Kidda í Rafstillingu það?

Re: Panta frá bretlandi ??

Posted: 15.jún 2010, 20:47
frá StefánDal
Hafðu samband við gamla á Skerðingstöðum Jenni, hann á fullt af dóti í MMC.
Jóhann Elísson 434-1276.