Síða 1 af 1

Can am fjórhjól

Posted: 13.jún 2010, 22:21
frá Cruser
Sælir félagar, er í smá vandræðum með Can Am fjórhjól 2003 árg 500cc, eitthvað Bombardier eða eitthvað svoleiðis. Þannig er mál með vexti að hjólið er bæði sjálfskipt og beinskipt, hægt að ráð því með einum takka hvort heldur er. En hjólið skiptir ekki um gír hvorki í auto né manual. En það keyrir í fyrsta gír og bakkgír.
Það startar ekki heldur, en startari og allt þar er í lagi, takkinn fyrir startið er líka í lagi.
Búinn að prufa að setja hjólið á búkka og láta það keyra og get skipt um gír aftan á gírkassa.
Búinn að skipta um tölvu, skipti rofana, og renna yfir rafmagns lúmmið.
Ef einhver hefur lennt í eitthvað svipuðu og gæti gefið einhver ráð.
Kv Bjarki
blogason@gmail.com
6983468

Re: Can am fjórhjól

Posted: 13.jún 2010, 23:20
frá Jens Líndal
Eru þessi hjól ekki reimdrifin?

Re: Can am fjórhjól

Posted: 13.jún 2010, 23:51
frá Cruser
Neibb ekki þessi
kv

Re: Can am fjórhjól

Posted: 14.jún 2010, 00:01
frá Jens Líndal
Hvernig er það þá sjálfskift? Ég og félagi minn vorum með Kawasaki KVF 750 fjórhjól sem öðru nafni nefnast Brute Force og eftir að við eignuðum þau þá fórum við á netið og Googluðum og skoðuðum linka og allt hvaðeina og á örfáum klukkutímum þá vorum við komnir með Workshopmanualinn og vissum um flest alla galla og bilerí í þessum hjólum okkar, hvernig átti að strekkja reimar eða breyta hinu og bæta annað, Farðu bara á google og reyndu að finna erlendar áhugamanna spjallsíður um þessi hjól eins og þitt, það er alveg pottþétt einhver sem hefur lent í því nákvæmlega sama og þú og lýsir því örugglega hvernig á að gera við það :)