Síða 1 af 1

1kz-te

Posted: 27.sep 2012, 21:57
frá olafur f johannsson
hvað er verið að verðlegja svona á hérna heima notað bara vél ???????

Re: 1kz-te

Posted: 27.sep 2012, 22:15
frá ellisnorra
maður hefur heyrt skuggalega háar tölur, jafnvel marga hundaraðþúsundkalla fyrir útkeyrðar vélar. Mætti halda að þær væru úr landcruiser :)

Re: 1kz-te

Posted: 27.sep 2012, 22:27
frá olafur f johannsson
já ég hef heirt allt að 600þús fyrir svona vélar sem eru eknar um 250+þús en er ekki alveg að trúa því

Re: 1kz-te

Posted: 27.sep 2012, 22:30
frá Hjörvar Orri
Ég keypti 4runnerinn minn á 680 þús. Þannig Bíllinn er 80þús. króna virði.

Re: 1kz-te

Posted: 27.sep 2012, 22:37
frá Svenni30
Ég er búinn að vera skoða bæði 1kz-t og 1kz-te þetta er að fara á 250-600 sem ég hef fundið. Ég er í og með að leita mér af svona vél

Re: 1kz-te

Posted: 27.sep 2012, 22:59
frá olafur f johannsson
það er hægt að flytja svona vélar inn nýuppgerðar á um 320þús þá vantar allt utan á hana en maður gætti verið með vél með öllu fyrir ca: 550-600þús komna heim nýuppgerða

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 00:13
frá -Hjalti-
Þetta er fín vél ,

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 07:45
frá ellisnorra
Hvað þarf að breyta miklu til að koma henni í? Passa mótorfestingar og gírkassi, drifsköft og fleira? Ég er bara að spá í samanburðinn við nissan vélina sem ég fékk á brot af verði sem þessar druslur kosta.

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 07:56
frá Styrmir
Elli ef þú ert að tala um 2,7 Nissan úr terrano, sú vél er máttlaus og togar lítið við hliðina á 1kzt. Átti terrano á undan 4Runner, hann var óbreitur en 4runner á 38" og hann er mikið sprækar upp allar brekur og togar mikið meira

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 08:23
frá ellisnorra
Styrmir wrote:Elli ef þú ert að tala um 2,7 Nissan úr terrano, sú vél er máttlaus og togar lítið við hliðina á 1kzt. Átti terrano á undan 4Runner, hann var óbreitur en 4runner á 38" og hann er mikið sprækar upp allar brekur og togar mikið meira


toyota 1KZ-TE
Maximum output is 130 hp (97 kW) @ 3600 rpm with maximum torque of 287 N·m (211 lb·ft) @ 2000 rpm

nissan TD27ETi
130 PS (95.6 kW; 128.2 bhp) @ 4000 RPM - 28.4 kg·m (279 N·m; 205 lb·ft) @ 2000 RPM

Heimild; wikipedia.org

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 08:30
frá StefánDal
Styrmir wrote:Elli ef þú ert að tala um 2,7 Nissan úr terrano, sú vél er máttlaus og togar lítið við hliðina á 1kzt. Átti terrano á undan 4Runner, hann var óbreitur en 4runner á 38" og hann er mikið sprækar upp allar brekur og togar mikið meira


Haha!

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 09:24
frá Styrmir
Gott að þú kannt að googla ;) Elli en þetta eru bara tölur á blaði

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 10:21
frá birgthor
Tölur á blaði er sterkari vísbendingar heldur en einn samanburður á tveim vélum með mismunandi fortíð. Að því gefnu að tölurnar á blaðinu sé þokkalega nákvæmar.

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 10:32
frá íbbi
2.7l terrano vélin er allt annað en máttlaus,

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 10:38
frá Freyr
Ég verð nú að viðurkenna að þó tölurnar séu sambærilegar á blaði þá er munur á þessum vélum í raun. Hef keyrt slatta af terrano og átti einn '98 í tæp 2 ár. Svo hef ég keyrt jeppann hjá styrmi (3 l. diesel runner) meðan hann var ótjúnnaður og bíllinn á 38" og hann togar töluvert betur en 2,7 og snerpan hugsanlega meiri, annars kanski svipuð. Síðan er annað sem ég var ekki sáttur með í terrano og það var að undir miklu álagi, t.d. akstri í lausum sandi þá hitaði hann sig þrátt fyrir nýlegan vatnskassa, nýja vatnsdælu með nýrri silicon kúplingu, nýjan orginal vatnslás og 100% lofttæmt kælikerfi. Þetta var samt bara 31" bíll en engu að síður eini jeppinn minn sem hefur hitað sig (aðrir eru nokkrir 38" cherokee, 38" patrol og 38" blazer).

Fyrir utan hitamálið var ég samt sáttur með vélina en hugsaði með mér að þetta væri varla vél sem ég hefði áhuga á að vera með í 38" snjójeppa nema geta aukið togið sæmilega og losnað við hitamálið.

Kv. Freyr

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 10:47
frá birgthor
Samkvæmt tölunum frá Ella þá togar einmitt toy vélin betur en nissan svo það ætti ekki að vera skrítið að þér hafi fundist það. Það er svo spurning hvar tilfinningar okkar nema best tog mismun.

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 12:05
frá Svenni30
Prufaði terrano um daginn, hann kom bara vel út get ekkert kvartað um kraftleysi.

En hver er munurinn á 1kz-t og 1kz-te ?

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 12:08
frá Svenni30
elliofur wrote:Hvað þarf að breyta miklu til að koma henni í? Passa mótorfestingar og gírkassi, drifsköft og fleira? Ég er bara að spá í samanburðinn við nissan vélina sem ég fékk á brot af verði sem þessar druslur kosta.


það eina sem þarf að gera í mínu tilfelli er að færa mótorfestingar örlítið og annað kúplingshús þá get ég notað gírkassan sem er í bílnum.

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 12:22
frá Freyr
birgthor wrote:Samkvæmt tölunum frá Ella þá togar einmitt toy vélin betur en nissan svo það ætti ekki að vera skrítið að þér hafi fundist það. Það er svo spurning hvar tilfinningar okkar nema best tog mismun.


Munurinn í raun er mun meiri en sem nemur þessum 8 nm skv. tölum framleiðanda

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 12:24
frá Freyr
Svenni30 wrote:Prufaði terrano um daginn, hann kom bara vel út get ekkert kvartað um kraftleysi.

En hver er munurinn á 1kz-t og 1kz-te ?



Munurinn felst mér vitanlega fyrst og fremst í því að runner vélin 1kz-t er með gamaldags olíuverki en 1kz-te í 90 cruiser er með rafstýrðu olíuverki. Hvor kemur betur út þekki ég ekki.

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 12:47
frá íbbi
terrano-arnir eru þekktir fyrir þetta flökt á hitamælunum, hef misboðið svona terrano með 2.7l meira en að ég held flestum öðrum búnaði og hef séð fáar vélar þola jafn mikið..

í gamla terranum mínum var búið að auka blástur og eiga við verkið og það hressti heldur betur upp á hann,

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 16:35
frá ellisnorra
Enn sem komið hefur þá hefur minn mótor ekkert hitnað og er ég búinn að keyra bráðum 4000km, og ég tel mig alveg hafa reynt þokkalega á hann.
Ég býð hverjum sem er á toyotu með 1kz að 'spyrna' við mig, eða reyna að gera einhverskonar samanburðarmælingar á afli. Það væri fróðlegt að sjá, allsekki að ég sé svona kokhraustur með minn nissan mótor heldur einfaldlega að koma hlutunum á hreint.

Það er allavega ljóst að nissan mótorinn kostar færri krónur :)

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 17:49
frá actros
Komu ekki flest allir 4runnerar með intercooler ? allavegana er minn með svoleiðis búnaði og það munar helling !

The intercooler equipped version of the engine increases the output of the engine 145 hp (108 kW) [Aust. 130 hp (96 kW)] @ 3600 rpm and maximum torque of 343 N·m (253 lb·ft) @ 2000 rpm.

nissan TD27ETi
130 PS (95.6 kW; 128.2 bhp) @ 4000 RPM - 28.4 kg·m (279 N·m; 205 lb·ft) @ 2000 RPM

Heimild; wikipedia.org

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 17:54
frá Freyr
actros wrote:Komu ekki flest allir 4runnerar með intercooler ? allavegana er minn með svoleiðis búnaði og það munar helling !

The intercooler equipped version of the engine increases the output of the engine 145 hp (108 kW) [Aust. 130 hp (96 kW)] @ 3600 rpm and maximum torque of 343 N·m (253 lb·ft) @ 2000 rpm.

nissan TD27ETi
130 PS (95.6 kW; 128.2 bhp) @ 4000 RPM - 28.4 kg·m (279 N·m; 205 lb·ft) @ 2000 RPM

Heimild; wikipedia.org


Athugaðu að þetta viðbótarafl kemur ekki frá coolernum einum og sér, það býr meira að baki eins og meira olímagn.

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 17:56
frá Freyr
elliofur wrote:Enn sem komið hefur þá hefur minn mótor ekkert hitnað og er ég búinn að keyra bráðum 4000km, og ég tel mig alveg hafa reynt þokkalega á hann.
Ég býð hverjum sem er á toyotu með 1kz að 'spyrna' við mig, eða reyna að gera einhverskonar samanburðarmælingar á afli. Það væri fróðlegt að sjá, allsekki að ég sé svona kokhraustur með minn nissan mótor heldur einfaldlega að koma hlutunum á hreint.

Það er allavega ljóst að nissan mótorinn kostar færri krónur :)



Já þetta væri fróðlegt, helst þyrfti samt bíla sem væru sambærilegir í þyngd og gírun

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 18:56
frá StefánDal
Já það væri gaman að sjá almennilegan samanburð á þessum mótorum.

Það er nú þannig með mig að mér líkar mjög vel við Toyotur og þá sérstaklega Hilux. Þetta eru bílar sem henta mér vel og hafa reynst mér ágætlega. En mikið djöfulli fer þessi Toyota rembingur í mig. Svo mikið að ég hef reynt að eiga alls ekki Toyotur;)

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 19:30
frá Styrmir
Já hvernig væri að sjá hvernig Runnerinn virkar við hliðina á Hilux með nissan hrygglu? Ég er til í að prufa það

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 19:34
frá -Hjalti-
olafur f johannsson wrote:hvað er verið að verðlegja svona á hérna heima notað bara vél ???????


Ég var að eignast svona 1kzt kram , fæst á 300þ , ryðgaður 35" 4runner fylgir með. það má reynsluaka þessu áður en þetta er tekið,

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 21:49
frá olafur f johannsson
-Hjalti- wrote:
olafur f johannsson wrote:hvað er verið að verðlegja svona á hérna heima notað bara vél ???????


Ég var að eignast svona 1kzt kram , fæst á 300þ , ryðgaður 35" 4runner fylgir með. það má reynsluaka þessu áður en þetta er tekið,

mig vantar ekki svona grútar brenara. ég var bara að spá afhverju menn væru ekki að flytja þetta inn uppgert frekar en að borga stórfé fyrir út keirðar svona vélar

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 22:01
frá íbbi
ég er samt engannveginn að hrósa 2.7l vélinni á kostnað toyotuvélarinnar, hefur alltaf fundist toyota mótorinn mjög fínn


er jafn mikið rafmagnsvesen í kringum toyota mótorinn og nissan mótorinn? það er eiginlega helsti lösturinn á nissan mótornum hvað það er furðulega mikið og leiðinlegt rafkerfi á honum, leiðinda nats kerfi og flr

Re: 1kz-te

Posted: 28.sep 2012, 22:46
frá Hilmar Örn
En hver er munurinn á 1kz-t og 1kz-te ?


Munurinn felst mér vitanlega fyrst og fremst í því að runner vélin 1kz-t er með gamaldags olíuverki en 1kz-te í 90 cruiser er með rafstýrðu olíuverki. Hvor kemur betur út þekki ég ekki.


Miðað við það sem ég hef prófað að þá er 1kz-te mun sprækari og snarpari í akstri. Hins vegar togar 1kz-t mun meira á lágum snúningi.

Ég er með 1996 model af 1kz-t í 91árg 4runner og hefur sá mótor reynst mér mjög vel. Er búinn að vera með þennan mótor í 12 ár í tveimur bílum og hefur verið lítið viðhald á honum þennan tíma. Er búinn að skipta um hedd, pústgrein og vatnsdælu og 2 glóðarkerti. Það má alveg skrifa þessi heddi skifti á mig því fyrst var ég með of lítin vatnskassa, uppskrúfað olíuverk og engan intercooler og ekki með afgashitamæli, uppskrift að steiktu heddi :) Einnig skifti ég um startara en ástæða þess var sú að vélin var innflutt og var startarinn miklu minni en á þeim bilum sem voru fluttir hingað inn, hann þoldi ekki kuldan og braut bendix að mig minnir. Keypti startar hjá toyota eins og verið er að nota hérna á kaldari svæðum og hefur hann ekki bilað.

Skifti um hedd 2005 og setti þá afgashitamæli og intercooler og hef ég ekki þurft að opna húddið síðan nema til að skipta um olíu og síu. þessi mótor hefur nánast alla sína tíð verið í 38 -44 breytum bil og oft verið tekið vel á honum. Ég með orginal kassana í honum og hafa þeir aldrei bilað og einnig má geta þess að það er ennþá orginal kúplingin í honum síðan 1996.

Ég get virkilega mælt með þessum mótor er góður gangviss og hefur alltaf skilað mér á áfangastað. þetta er einginn þruma á þjóðvegum en allt í lagi, hins vegar er þetta virkilega skemmtilegur mótor með mikli togi á lágum snúnigi þegar komið er út fyrir veg og í snjóakstri.