Síða 1 af 1

Tímahjól í pajero

Posted: 25.sep 2012, 18:28
frá Eiki-Bleiki
Mig vantar tímahjól í pajero vél sem ég er með (sveifarás)... ég er ekki með númerið af bílnum sem vélin er úr svo Hekla vill ekki panta það fyrir mig vegna áhættu að það sé vitlaust... Er eitthver sem veit hvar ég get keypt þetta? Eða á þetta til og vill selja mér?

Re: Tímahjól í pajero

Posted: 25.sep 2012, 20:08
frá flækingur
spjallaðu við N1. þeir gætu fundið þetta út frá árgerð og stærðvélar.

Re: Tímahjól í pajero

Posted: 25.sep 2012, 20:29
frá JLS
Ertu með dísel eða bensínbíl? ég á eitthvað af svona dóti í 2.5 dísel.

Re: Tímahjól í pajero

Posted: 25.sep 2012, 21:05
frá Sævar Örn
Fáðu þetta bara úr eitthverri galloper vélinni fyrst hekla eru svona alvarlega að skíta á sig ur hræðslu að panta í mótor sem helst óbreyttur um árabil. Jafnvel á milli týpa af bílum og tegunda.

Re: Tímahjól í pajero

Posted: 26.sep 2012, 17:17
frá Eiki-Bleiki
Þetta er 2.5 disel ;) eða 4d56 heitir þessi mótor

Re: Tímahjól í pajero

Posted: 26.sep 2012, 18:38
frá Sævar Örn
í galloper er d4bh en það er nákvæmlega sama vél nema með annari túrbínu, öðru olíuverki og knastás og ventlaloki að því er mér skilst.

Ættir að finna eins tímahjól í svoleiðis vél og þetta liggur allstaðar ónýtt

Re: Tímahjól í pajero

Posted: 26.sep 2012, 18:45
frá HaffiTopp
Hvaða árgerð er bíllinn sem þessi vél er úr?

Re: Tímahjól í pajero

Posted: 26.sep 2012, 20:05
frá jeepcj7
Vélin í galloper er eins og eldri vélin í pajero ss. fyrir 92 og fyrir 96 í l 200 td. allt annað hedd og sitthvað fleira.

Re: Tímahjól í pajero

Posted: 26.sep 2012, 21:26
frá Eiki-Bleiki
Bíllinn minn er 1995... gamla vélin úr honum er með kúptar tennur en þessi sem er í honum er með tenntar hún er 1994 ef ég man rétt

Re: Tímahjól í pajero

Posted: 28.sep 2012, 21:22
frá fannar79
Veistu í hverju munurinn liggur á vélunum Hrólfur?

Re: Tímahjól í pajero

Posted: 29.sep 2012, 10:04
frá jeepcj7
Munurinn er td. að í annari (yngri vélinni minnir mig) standa ventlarnir niður úr heddinu en eru sléttir við í þeirri eldri.
Svo eru einhverjar fleiri breitingar sem ég er bara ekki með á hreinu svona í augnablikinu.
Mótorarnir ganga á milli í heilulagi með litlum breytingum en margt sem ekki gengur á milli véla.

Re: Tímahjól í pajero

Posted: 29.sep 2012, 12:05
frá JLS
Ég bróðir min setti galloper blokk og sveifarás í MMC L200 2004 árgerð, hann notaði semsagt Galloper blokk og sveifarás en MMC stangir, stipla, pönnu, hedd andlitið og allt annað sem fylgir og allt smellpassaði. Ég hef ekki tekið eftir að Galloper tímahjól séu öðruvísi en á MMC vélunum, og ég veit ekki betur en að það sé notuð sama tímareim í galloper og MMC. En sé einhver mismunur á tímahjólum í MMC og Galloper þá er bara einfaldast að verða sér úti um hjól úr Galloper og notast við reim ættlaða fyrir það ef erfitt er að fá MMC hjólin, annars eru nú alltaf einhverjir Mitsar í Vöku held ég sem hægt er að rífa þetta úr.
En eftir því sem ég best veit þá eru Galloper vélarnar eins og eldri MMC vélin og ég las einhverntíman að 1992 eða 3 þegar pajeroinn kom með mjúka útlitið þá hafi verið settir aðrir spíssar og annað olíuverk þar sem mun hærri þrýstingur er á olíukerfinu og þar af leiðandi meiri úði og betri bruni, og einnig vinna vélarnar betur á snúning, en gamli pæjero og galloper eru alveg dauðir við 3000sn/min en L200 eftir 1997 og pajero eftir 1992 eða 3 snúast mun meira og vinna muuuuuuuuuuuun betur.

Varðandi breytingar á stimplum heddum eða ventlum hef ég ekki þekkingu á en það er ekki ólíklegt að þar séu einhverjar breytingar

Re: Tímahjól í pajero

Posted: 29.sep 2012, 12:18
frá Arnþór
Galloper mótorinn er gefin upp 100 hestöfl við 3900 sn. þannig að hann er ekki alveg dauður við 3000.

Kv ak

Re: Tímahjól í pajero

Posted: 29.sep 2012, 22:12
frá HaffiTopp
Eitt sinn var ég að lesa umfjöllun Leós heitins M. Jónssonar um Hyundai Starex og þar tók ég eftir að tog og hestaflatölur á díselvélinni væru aðrar en úr 2.5 Pajero vélinni. Togið var meira, eitthvað um 290 NM (240 í MMC) á meðan hestöflin eru nálægt 87 (100 í MMC) minnir mig. Hann sagðist hafa svar frá B&L varðandi þetta og ástæðan væri annað hedd og örugglega eitthvða fleyra sem ég man ekki í svipinn. Kannski þessar tölur eigi við um Galloper vélina líka.
Það er örugglega lítið mál að finna rétt hjól á þessa vél fyrir þig ef þú verður þér út um bílnúmer eða grindarnúmer úr bíl sömu árgerðar og vélin sem þú ert með.

Re: Tímahjól í pajero

Posted: 29.sep 2012, 22:52
frá Eiki-Bleiki
Takk fyrir alla þessa hjálp og upplýsingar ;) ég ætti að redda þessu :)

Re: Tímahjól í pajero

Posted: 29.sep 2012, 22:54
frá HaffiTopp
Nei fyrirgefið, meinti knastás ekki hedd.