Síða 1 af 1

Hvernig er Nissan Navara að standa sig ?

Posted: 24.sep 2012, 20:41
frá stebbi89
Getur eithver sagt mér hvernig Nissan Navara er að koma út árg 05 og upp ? er þessi 2,5 disel vél að standa sig ?

Re: Hvernig er Nissan Navara að standa sig ?

Posted: 25.sep 2012, 15:27
frá firebird400
Veit ekki hvort það sé búið að laga stimplstangarboltana í 2005 og upp úr en þeir voru að gefa sig í þessum vélum.

Við erum með tvo svona 2003 árgerðir og vélarnar eru búnar að fara í þeim báðum, þar af fór önnur fyrir 90000 km.

Annars hafa þeir reynst okkur vel. Duglegar vélar og verið nokkuð lausir við bilanir, eða allavegana ekkert sem maður gat ekki bara reddað.

Re: Hvernig er Nissan Navara að standa sig ?

Posted: 25.sep 2012, 20:06
frá Freyr
Vélarnar í til '05 árg. heita YD22 og stimpilstangarboltavesenið er bundið við þá vél. Vélin í bílnum 2005 og yngri heitir YD25 og mér vitanlega hefur ekki enn komið upp tilfelli í þeim þar sem boltarnir gefa sig.

Kv. Freyr

Re: Hvernig er Nissan Navara að standa sig ?

Posted: 25.sep 2012, 20:14
frá hilux
Freyr wrote:Vélarnar í til '05 árg. heita YD22 og stimpilstangarboltavesenið er bundið við þá vél. Vélin í bílnum 2005 og yngri heitir YD25 og mér vitanlega hefur ekki enn komið upp tilfelli í þeim þar sem boltarnir gefa sig.

Kv. Freyr


'eg er með 2004 árg af nissan og vélin í þeim bíl var tekin upp hjá IH í 123þ vegna galla

Annars eru þetta hörkubílar og skemmtilegar vélar

Re: Hvernig er Nissan Navara að standa sig ?

Posted: 25.sep 2012, 22:03
frá stebbi89
takk fyrir svörinn ;)

Re: Hvernig er Nissan Navara að standa sig ?

Posted: 25.sep 2012, 22:27
frá Freyr
hilux wrote:
Freyr wrote:Vélarnar í til '05 árg. heita YD22 og stimpilstangarboltavesenið er bundið við þá vél. Vélin í bílnum 2005 og yngri heitir YD25 og mér vitanlega hefur ekki enn komið upp tilfelli í þeim þar sem boltarnir gefa sig.

Kv. Freyr


'eg er með 2004 árg af nissan og vélin í þeim bíl var tekin upp hjá IH í 123þ vegna galla

Annars eru þetta hörkubílar og skemmtilegar vélar


Þú hefur verið með YD22 sem er eldri vélin