Síða 1 af 1

Læsing í 9" ford sem passar fyrir 31 rillu öxla?

Posted: 21.sep 2012, 10:44
frá heyjoe
Komið þið sælir!

Er eiginlega með 3 pælingar hérna í einu.

1.
Langaði að athuga hvort þið gætuð bent mér á hvar ég gæti fundið læsingu í 9¨ford sem passar fyrir 31 rillu öxla?

2.
Hvort til séu nógu langir 31 rillu öxlar í 9¨ford sem passa í Econline E150?

3.
Hvort einhver eigi á lausu læsta 9¨ford hásingu sem passar í Econline E150 eða Pikkup F150 ?

Vonandi virkar þetta eitthvað hérna :)

Ég kveð að sinni!

Re: Læsing í 9" ford sem passar fyrir 31 rillu öxla?

Posted: 21.sep 2012, 13:42
frá jeepcj7
Hæ það eru til 9" í econoline sem eru 31 rillu og þær eru það meira að segja allar eftir 1978 fyrir þann tíma eru þær 28 rillu.
9" í econoline er aðeins lengri (ca.173 cm) en pickup/ stóra bronco (ca.168 cm) og liggur munurinn í að annar öxullinn er lengri hinn er eins milli hásinga.Mig minnir að öxullinn sé ca.80 cm langur í pickupnum.
Það er ekki líklegt að þú finnir nýjan lás í 9" hér á landi en það væri helst að leita í B.b.benna,Fjallabílum eða Ljónsstöðum,en það gæti alveg verið að þú finndir notaðan/nýjan lás með því að auglýsa eftir því það var alveg hellingur til af þessu enda ein vinsælasta hásing fyrr og síðar.