Spurning um Landcrusire


Höfundur þráðar
kubbur67
Innlegg: 22
Skráður: 13.okt 2011, 22:30
Fullt nafn: Haukur Marinósson
Bíltegund: Toyota Hilux 2.4d tu
Staðsetning: Kópasker

Spurning um Landcrusire

Postfrá kubbur67 » 21.sep 2012, 03:24

Sælir veriði. Og einnig sælar ;-)
Mig langar til að henda hérna inn einni spurningu !
Þannig er að mig langar til að fá mér Toyota Landcrusier 98 til 02 ca. sem veiði og ferða bíl og vill hafa hann 35" til 38" breyttann, er búinn að heyra ýmislegt um týpu 80 - 90 og 100 ekki sýst verð og langar mig til að ETJA ykkur saman eigendum þessarra bíla og segja mér sem á núna Pajero 96. 35" breyttann hvernig Toyotu á ég að fá mér ? Er í ALVÖRU að hugsa um að fá mér Toyotu svo það væri gaman að fá eðlileg svör ;-) En líkar samt mjög vel við minn Pæjeró. Hann er til sölu og búið að gera við hann fyrir ca 300 þúsund síðustu ár. TD. sjóða í grind ( var sett útá í skoðun pajero veki. ) skipta um allar bremsur diska og tilbehör allan nhringinn, skipt um dempara að aftan, hann er með vetniskerfi sem virkar vel. Hann er til sölu og ef einhver hefur áhuga þá annað hvort sendið mér skiló hér að hringið í síma 898-2873 Skoða allt og er til í að taka bíla uppí og einnig að skipta honum uppí dýrari 35" eða 38" jeppa.



User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Spurning um Landcrusire

Postfrá íbbi » 22.sep 2012, 14:39

hvernig cruiser þú átt að fá þér er ég nú hræddur um að enginn geti áhveðið fyrir þig.

sjálfur hef ég ekki átt einn, en eins og allir fengið minn skerf af þeim á einn eða annan hátt,

verandi á 96 pajero, er beinasta framhaldið 90 bíll.

90 bílarnir eru svipaðir að stærð og flr og pajeroinn,
ég hef alltaf kunnað vel við þá. finnst 3.0l diesel vélin góð. þú situr vel í þeim og gott að ferðast á þeim, gallana þekkja flestir varðandi heddin og framdrifið
annað sem ég hef tekið eftir með þá er að þeir eru orðnir helvíti ryðgaðir margir, þá í sílsunum

en annars get ég ekki sagt annað en að þetta séu fínir bílar. finnst flestir aðrir jeppar sem ég keyri í söm u kílómetrastöðum yfirleitt mun lifaðri,

100 cruiser er í raununi minn uppáhalds cruiser, myndi ekki slá hendinni við 200 bíl en við vitum hvað þeir kosta..
100 bíllinn er e-h besti akstursjeppi sem ég veit um, hvort sem um eldri bílin eða facelift er að ræða þá eru þeir með frábært sæti, rúmgóðir, og fallegar innréttingar, keyra mjög vel og þreyta mann lítið.
ég sjálfur er mjög veikur fyrir 99-02ish diesel bíl, var á bensínbíl sjálfur og kunni afar vel við hann, en þú getur alveg reiknað með 20l+ innanbæjar

80 bíllinn er i.m.o algjör snilld, klettsterkur á alla kanta. frábær diesel vél. stór og rúmgóður og útlitið á honum hefur elst gríðarvel, hann hefur alveg unnið fyrir orðsporinu, þegar ég hef verið að skoða þá þá myndi ég segja að maður þyrfti að skoða vel ryð og ástand hjólabúnaðar, einnig hvort hann haldi vökvum, en þetta eru yfirleitt mjög mikið eknir bílar og því ekki óalgengt þegar maur kíkir undir þá að sjá étna sílsa, mikið smit á drifum, mótor,skiptingu, ath með hjólalegur og spindla líka.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 64 gestir