Síða 1 af 1

Hedd úr og í

Posted: 20.sep 2012, 19:47
frá Eggert
Sælir.

Er mikil vinna að taka hedd úr Trooper og auðvita aftur í ?
Getur maður sem er svona ágætlega fær gert þetta án þess að skemma eitthvað ?

Re: Hedd úr og í

Posted: 20.sep 2012, 20:12
frá halendingurinn
Ekki fyrir hvern sem er, láttu einhvern vanan mann um þetta sem hefur komið nálægt commonrail eða er fær í vélum.

Re: Hedd úr og í

Posted: 20.sep 2012, 21:08
frá Freyr
Nú hef ég séð nokkra pósta frá þér varðandi vélina. Fyrst vandamálið kemur og fer til skiptis er afar ólíklegt að það sé eitthvað að vélinni sjálfri í grunninn. Ef það væri t.d. skemmdur stimpill eða rifin strokkur þá væri vandamálið alltaf til staðar. Það að þetta sé breytilegt bendir til þess að vandamálið liggi í hráolíukerfinu eða rafkerfinu.

Annars þá mæli ég með að þú farir með bílinn á verkstæði sem þekkir þessa bíla vel (BL eða Friðrik Ólafsson sem dæmi) og látir greina vandamálið alminnilega í stað þess að velta fyrir þér að taka heddið af. það má vel vera að það sem amar að bílnum sé bara eitthvað smávægilegt á borð við rail sensor, TPS skynjara eða skemmda einangrun á vír sem dæmi...............

Kv. Freyr