Síða 1 af 1
Niðurtekið gólf
Posted: 15.sep 2012, 12:23
frá hobo
Maður sér þetta stundum skrifað um suma jeppa, en hvernig er þetta framkvæmt? Er verið að síkka allt gólfið eða bara hjá ökumanni?
Veit einhver um myndir af þessu?
Re: Niðurtekið gólf
Posted: 15.sep 2012, 13:06
frá Freyr
Yfirleitt er eingöngu um að ræða niðurtekið gólf f. 3 sætaröðina í túristakeyrslubílum til að öftustu sætin séu nothæf fyrir aðra en börn og annað smáfólk.
Re: Niðurtekið gólf
Posted: 15.sep 2012, 16:07
frá jongud
Ég hef stundum verið að pæla í því varðandi jeppa sem eru hækkaðir upp á boddýi. Ef farið er í ryðbætur, væri ekki sniðugt að taka gólfið niður? Það getur munað miklu fyrir hávaxið fólk að fá kannski 3-tommur í viðbót.
Re: Niðurtekið gólf
Posted: 15.sep 2012, 18:01
frá hobo
jongud wrote:Ég hef stundum verið að pæla í því varðandi jeppa sem eru hækkaðir upp á boddýi. Ef farið er í ryðbætur, væri ekki sniðugt að taka gólfið niður? Það getur munað miklu fyrir hávaxið fólk að fá kannski 3-tommur í viðbót.
Akkurat það sem ég var að hugsa.
Hávaxinn maður í Hilux situr á rófubeininu, þetta yrði góð aðgerð hjá mér. En ég efast um að maður geri nokkuð í þessu..
Re: Niðurtekið gólf
Posted: 16.sep 2012, 08:20
frá Oskar K
Reddaðu þèr bara 4runner stòlum og hækkaðu þà um 3-4cm bara að framan, það hallar setunni aðeins svo maður situr lægra en samt með lappirnar à rèttum stað