Síða 1 af 1
Gamlir Jálkar
Posted: 08.sep 2012, 10:49
frá Big Red
Datt í hug (eftir að hafa verið að skoða Jeepsterinn sem datt hér inn) að gaman væri að henda inn myndum hér og skapa umræðu um sögu eldri bíla sem tíðir voru á fjöllum hér í eina tíð. Enn eru kanski að mestu orðnir bílskúrsdjásnum í dag eða standa á grænu beitilandi. Einnig þeir bílar sem voru hálfsmíðaðir eða kláraðir enn aldrei komust á fjöll.
Svo væri fróðlegt að vita hver sé elsti bíllinn sem menn vita til þess að hafi verið og jafnvel sé kanski notaður enn í jeppaferðir. Var ekki Bronco 196? fyrsti bíllinn hér heima til að fara á 38" ? Hver var fyrstur til að fara í 44" og svo framvegis. Gæti skapast skemmtilegt og fróðleg umræða um þetta.
Enn biðja menn að halda sig við 1996 og eldri bíla.
Re: Gamlir Jálkar
Posted: 08.sep 2012, 10:55
frá ellisnorra
Móðurbróðir minn setti blazer sem ég held að sé '73 eða '74 árgerð á 44" mudder í kringum ´85-´86. mild 350 í húddinu, dana 44 f/a og nospin. Þessi bíll er til ennþá þó hann sé að hverfa í ryði hægt og rólega. Dekkin eru til ennþá, geymd inni í kaldri geymslu og líta alveg ótrúlega vel út en hafa ekki verið keyrð í að verða 20 ár.
Þessi mynd er tekin '90-'91.

Fljótlega eftir að fyrri myndin var tekin á valt hann og þá var sett á hann hvít framstæða.

Re: Gamlir Jálkar
Posted: 08.sep 2012, 11:03
frá Big Red
Já þokkalegur þessi. enn er þetta ekki K10 stepside frekar enn Blazer?
Re: Gamlir Jálkar
Posted: 08.sep 2012, 11:22
frá LFS
hvaða svakalegi stepside er þettað a fyrstu myndinni ?
Re: Gamlir Jálkar
Posted: 08.sep 2012, 11:30
frá juddi
Hef grun um að þetta sé Dodge powerwagon sem var með 440 , álskúffu ofl til að létta hann en fékk seinna nýrra boddy samt fynst mér vera eithvað GM útlit á þessu auk þess mynnir mig að dodsin hafi verið rauður og orðið svartur þega nýrra boddyið kom á hann
Re: Gamlir Jálkar
Posted: 08.sep 2012, 11:37
frá Big Red
Enn af seinni myndinni að dæma þar sem hann er kominn með hvítu framstæðuna. Er þetta þá ekki Chevrolet C/K 10 svona 1967-1972?
Re: Gamlir Jálkar
Posted: 08.sep 2012, 11:39
frá Big Red
svopni wrote:Ég á í dag gamla Sonax Hiluxinn. Hann var settur á 44" nýr, s.s 1991. Þá var hann einnig lengdur og sett í hann 4.3 chevy. Í dag er hann fáránlega heill og góður miðað við aldur en hefur gengið í gegnum nokkur breytingaskeið. Er kominn með 350 lt1 og fleira.
Og hvernig er hann að virka með Lt1 og er hann ekki hrikalega svagur svona hár?
Re: Gamlir Jálkar
Posted: 08.sep 2012, 21:15
frá Svenni30
Re: Gamlir Jálkar
Posted: 08.sep 2012, 21:23
frá Svenni30
Re: Gamlir Jálkar
Posted: 08.sep 2012, 21:30
frá Geir-H
535cubic í þessum Wagoneer
Re: Gamlir Jálkar
Posted: 11.sep 2012, 12:36
frá Dodge

Dæmi um 1 sem var breytt í gamladaga og hefur alltaf verið í brúki.
Meira um hann hér -
http://spjall.ba.is/index.php?topic=1637.0
Og annað.. meira hér -
http://spjall.ba.is/index.php?topic=4232.0
Re: Gamlir Jálkar
Posted: 11.sep 2012, 13:04
frá -Hjalti-
Re: Gamlir Jálkar
Posted: 11.sep 2012, 21:13
frá Fordinn
Hér er Ford E-150 þokkalega búinn bíll... læstur framan og aftan og auka milli kassi.... hann er med 351 windsor sem þótti bensinið nokkuð gott... Ég átti þennan bil i rumt ár, notaði hann minna enn madur hefði viljað... enn var búinn að eyða nokkrum tíma í að koma honum í stand, margt sem mátti laga legur og styrisendar og þess háttar... Þennan bíl neyddist ég svo til að selja og fór hann aftur norður... enn hann var i mörg ár á húsavík. Hann var á árum áður grár að lit og komst eg að því fyrir tilviljun að hann tók þátt i leiðangrinum á Hvannadalshnjúk á sínum tíma... og var þá stærsti jeppinn í túrnum.. ekki svo stór á nútimamælikvarðan kanski =)
http://www.youtube.com/watch?v=TV-Cyat6 ... ure=g-likehttp://www.youtube.com/watch?v=NNYQidFEutw Hér eru svo 2 gamlir þættir þar sem gamla höfðingjanum bregður fyrir.
Re: Gamlir Jálkar
Posted: 05.jan 2013, 17:47
frá Big Red
eigum við ekki að reyna ða grafa fleiri gamla jálka upp ;)