Síða 1 af 1

á ég að fá mér vinnuliftu eða ekki í lágtrými

Posted: 04.sep 2012, 17:49
frá gaz69m
jæja nú vantar mér smá ráðleggingar ég er með kjallara sem er með lofthæð 275 , þar geri ég við alla mína bíla nema að mér langar að fá mér bílalyftu en ég get bara lyft td gallopernum mínum um 130 cm áður en ég rek hann uppundir er það þess virði að hafa vinnulyftu þótt að ég geti ekki lift bílnum hærra en þetta ,

Re: á ég að fá mér vinnuliftu eða ekki í lágtrými

Posted: 04.sep 2012, 17:53
frá juddi
Færð snildar skæralyftu í Poulsen í þetta mæli með því

Re: á ég að fá mér vinnuliftu eða ekki í lágtrými

Posted: 04.sep 2012, 20:15
frá Haukur litli
Ef þér finnst það vera þess virði að geta setið í stað þess að liggja undir bílnum og að geta skipt betur um stöðu og stellingu undir bílnum þá er þetta þess virði. Ég gæti hugsað mér að gera þetta.

Re: á ég að fá mér vinnuliftu eða ekki í lágtrými

Posted: 04.sep 2012, 20:31
frá Sævar Örn
Ég myndi hiklaust fá mér svona lyftu jafnvel bara færanlega skæralyftu þær eru ódýrar t.d. í Stál og Stönsum og þá geturðu lyft undir grind eða sílsa á allt að 3.5 tonna bíl og lyftan er ekki gólf fest heldur geturðu fært hana til og jafnvel ef vel viðrað lyft bíl í fulla hæð fyrir framan skúrinn hjá þér úti.

Snilldar apparat kemur með hæl til að draga græjuna til og frá þegar bíll er ekki á henni

Re: á ég að fá mér vinnuliftu eða ekki í lágtrými

Posted: 05.sep 2012, 21:51
frá Valdi 27
Um að gara að fá sér einhverja litla og netta lyftu eins og Sævar er að tala um og eða að fá sér litla skæralyftu sem að er niðurgrafin í gólfi. Þær lyftur eru hrein snilld og fer ekkert fyrir þeim. Þessar skæralyftur eru sniðugri en þessar færanlegu uppá það eins og með kúplingsskipti og þessháttar hluti sem þarf að vinna í undir miðjum bíl. Erum með 2 svona skæralyftur í vinnunni hjá mér og þær eru með sanni sagt mest notaðar.