Síða 1 af 1

Re: Að kaupa blandað lakk á spraybrúsa.

Posted: 01.sep 2012, 16:15
frá Ofsi
Ég fer nú þannig að þessu þegar mig vantar eitthvað. Hvar er jeppakarl sem selur spreybrúsa, jú bíddu við, Frikki vinnur hjá Polsen. Þá færi ég þangað, ef hann ætti þetta ekki. Þá færi ég í Okruna, Svo í Málingu og að lokum í N1 (Dýranaust) ef þetta væru alveg örugglega hvergi til á landinu

Re: Að kaupa blandað lakk á spraybrúsa.

Posted: 01.sep 2012, 16:25
frá Startarinn
Talaðu við Monsa hjá Bílalakk ehf, hann getur blandað fyrir þig lakk og sett það á spreybrúsa

Re: Að kaupa blandað lakk á spraybrúsa.

Posted: 01.sep 2012, 16:25
frá Hfsd037
Ég keypti lakk í brúsa hjá málningavörum, bæði þýskt gæðamerki og ódýrt.. ekki kaupa vatnssullið frá N1.
lakkið frá Poulsen kemur líka mjög vel út

Re: Að kaupa blandað lakk á spraybrúsa.

Posted: 01.sep 2012, 17:13
frá Startarinn
Það fer eftir hvaða lakk þú tekur, það þarf ekki yfir trukkalakkið svokallaða en venjulegt bílalakk þarftu glæru yfir já. En Monsi sagði við mig fyrir mörgum árum að ef hann blandar lakk með herði á spreybrúsann þá hafi hann takmarkaðan geymslutíma, ég man ekki hvort það voru dagar eða vikur

Re: Að kaupa blandað lakk á spraybrúsa.

Posted: 01.sep 2012, 17:17
frá joisnaer
ég keypti 2 brúsa af lakki, 2 af glæru og einn af grunn í bílamálun hérna á egilsstöðum (nota lakk frá poulsen) og minnir að það hafi verið rúmlega 15þúsund krónur

Re: Að kaupa blandað lakk á spraybrúsa.

Posted: 01.sep 2012, 17:37
frá hobo
Ég málaði afturendann á Hiluxinum um daginn með spreybrúsum frá Poulsen, og kom það bara ágætlega út. Asnaðist áður inn í N1, en þar selja þeir lakk með herði sem verður að nota innan nokkurra klukkustunda!
Hringdi eftir þetta í Poulsen og spurði þá út í þessi mál, og sölumaðurinn sagði mér sögu af sjálfum sér áður en hann byrjaði að vinna þar. Hann keypti þá þónokkra brúsa frá N1 og fór heim og byrjaði að spreyja. Eftir stutta stund, eða eftir fáeina brúsa, fór allt að stýflast og endaði með því að skemma stórt svæði, því úðinn hætti að vera fínn og sletti klessum á stykkið. Þurfti því að endurvinna stórt svæði.

Þetta hlýtur að vera fjandi góður sölumaður því ég brunaði beint til hans og keypti af honum..

Re: Að kaupa blandað lakk á spraybrúsa.

Posted: 01.sep 2012, 17:50
frá LFS
eg hef prufað lakkið hja poulsen og var mjog sattur með það

Re: Að kaupa blandað lakk á spraybrúsa.

Posted: 01.sep 2012, 18:26
frá hobo
Það þurfti allavega ekki glæru á mitt lakk, samkvæmt þeim.
Og já það fylla flestir á brúsa eftir litanúmeri.

Re: Að kaupa blandað lakk á spraybrúsa.

Posted: 01.sep 2012, 18:45
frá Hfsd037
joisnaer wrote:ég keypti 2 brúsa af lakki, 2 af glæru og einn af grunn í bílamálun hérna á egilsstöðum (nota lakk frá poulsen) og minnir að það hafi verið rúmlega 15þúsund krónur



Það þykir mér mjög mikið!

Svopni, talaðu við Málningavörur, ég keypti 2 brúsa af glæru og 2 brúsa af lakki og eina Car System sparsldollu á 8 þús hjá Málningavörum.. en það var að vísu með 20% afslætti, prufaðu bara að tala við þá, þeir eru ofur sanngjarnir og með gott lakk í leiðinni!

Ef þú ferð þangað að kaupa lakk og glæru, þá mundi ég víxla hausunum, mér fannst það koma betur út þannig

Ég gat valið um hvort ég vildi hraðann herði eða bara venjulegan, ég tók venjulegan, eftir 2 mánuði gat ég notað brúsann aftur og hann virkaði bara fínt.

Ef þú ætlar að taka grunn í spreybrúsa þá mundi ég taka Sikkens Spot Primer

Re: Að kaupa blandað lakk á spraybrúsa.

Posted: 01.sep 2012, 19:37
frá helgiaxel
Margir bílaframleiðendur nota 1 code lit, ég held að flestar Toyotur td. sem eru ekki sanseraðar séu málaðar í one code, þá er glæran í litnum. Þarf ekki að glæra yfir

Annars fer ég eingöngu til Monsa í Bílalakki, hann selur þér bara það sem þú þarft og ekkert kjaftæði, og er ekkert smeikur við að leggja manni lífsreglurnar í bílamálun:)

Kv
Helgi Axel

Re: Að kaupa blandað lakk á spraybrúsa.

Posted: 01.sep 2012, 20:05
frá Hfsd037
svopni wrote:Já ég ætla helst bara í lakk sem ekki þarf að glæra. Finnst það óþarfa pjatt á 20 ára fjallabíl. En þarf ég ekki einhvern fylligrunn amk fyrstu umferð á kantana? Og hvað þarf c.a mikið lakk á t.d 4 kanta? Ég veit að ég fæ góðan díl í málningarvörum og kem sennilega til með að versla allt þar :) Og með hvaða sparsli mæla menn? bara gamla góða P38?


Jú það er gott að fylligrunna kanntana, ég notaði SOFT frá Car System, mér finnst það betra en P38.
2-3 brúsar á kanntana

Re: Að kaupa blandað lakk á spraybrúsa.

Posted: 01.sep 2012, 22:08
frá Fetzer
SOFT frá Car System er mjög gott, 2-3 brúsar nóg, held þú getir ekki keypt einn stakan brúsa, ekki nema þú viljir fá restina af málninguni bara í dós, annars er afgangur,
og þeir eiga flottan grunn fyrir trebba, sem er flexible held ég örugglega, og taktu með þér litanumerið af bilnum og þeir blanda eftir því, láttu þá einnig vita af þú sért að fara sprauta trefjakanta,
þá er sett míkingarefni (flexible) sem er notað t.d á plaststuðara held eg sé örruglega að fara með rétt mál hérna :)

Re: Að kaupa blandað lakk á spraybrúsa.

Posted: 01.sep 2012, 22:29
frá helgiaxel
Það þarf ekki mýkingarefni til að mála yfir trefjaplast, það er hitafast plast með svipaða þenslueiginleika og stál, aftur á móti á pp og abs plöst eins og eru í orginal boddyhlutum þarf mykingarefni, því þau plöst eru hitadeig og alltöðruvísi þennsla en í stáli.

Aftur á móti þarf maður að passa sig að vera búinn að loka öllum loftbólunum í trebbanum áður en liturinn er settur á, mjög gott að nota 2ja þátta fylligrunn, og gefa vel yfir verstu svæðin, svo pússar maður það flott niður undir litinn

Kv
Helgi Axel

Ég smíðaði mér brettakanta úr trefjaplasti og málaði þá með autocolor frá bílalakk ehf, notaði ekkert mýkingarefni í glæruna og þetta kemur mjög vel út

viewtopic.php?f=9&t=11405

Re: Að kaupa blandað lakk á spraybrúsa.

Posted: 02.sep 2012, 21:32
frá frikki
Strákar þetta er mjög einfalt.
Ef ykkur vantar leiðbeiningar varðandi þessi mál komið og talið við mig.

kkv
Friðrik
Yfirstrumpur poulsen :)

Re: Að kaupa blandað lakk á spraybrúsa.

Posted: 03.sep 2012, 16:52
frá frikki
svo á ég tilbúin blöð fyrir ykkur með öllum leiðbeyningum um lökkin og blöndunarhlutföll.

Allt á Islensku.

kkv

Frikki

Re: Að kaupa blandað lakk á spraybrúsa.

Posted: 04.sep 2012, 06:44
frá Oskar K
Orkan, stórhöfða mega ekki gleymast, þeir vita hvað þeir syngja og sanngjörn verð

Re: Að kaupa blandað lakk á spraybrúsa.

Posted: 04.sep 2012, 10:48
frá Tómas Þröstur
Ég keypti lakk á brúsa, frá einu fyrirtækinu sem hefur verið nefnt í þessum þræði, á trefjaplastkanta. Grunn, lakk, glæru, hreinsir einnig sandpappír á grunninn. Allt valið af sölumanni. Nú ca tveimur árum seinna hefur lakkliturinn flagnað af á nokkrum stöðum og örfínar sprungur svo gott sem allstaðar í lakkinu. Ég myndi reyna næst að ráðfæra mig við einhvern starfandi bílamálara hvar óhætt sé að kaupa lakk og hvar ekki.

Re: Að kaupa blandað lakk á spraybrúsa.

Posted: 04.sep 2012, 11:44
frá Tómas Þröstur
svopni wrote:Auðvitað hafa vinnubrögð og aðstæður þegar dótið er lakkað mikið að segja, en endilega seigðu okkur hvar þetta var.


Ef svo vildi til að eitthvað í undirvinnu eða sparutun hjá mér hafi ekki verið rétt gert þá kann ég ekki við að segja hvar þetta er. Ég get samt ekki ímyndað mér hver orsökin er ef hún er mín. Allt vandlega pússað með völdum sandpappír fyrir og eftir grunn. Hreinsað samviskulega með hreinsiklút með lakkfituhreinsi, Passað upp á að snerta ekki með berum höndum eftir hreinsun. Sprautað við 18 gráðu hita. Grunnur litur og glæra látið þorna samkv. leiðbeiningum

En allavega eins og þetta allt saman snýr að mér þá tel ég að það þurfi að vanda valið á keyptum efnum, sérstaklega í þessum brúsabissnes .

Re: Að kaupa blandað lakk á spraybrúsa.

Posted: 04.sep 2012, 16:17
frá fillinnpedo
Gaman að sjá hvað margir eru fróðir í bílamálun hérna. Hef verið bílamálari í tíu ár og unnið með flestum þessum efnum, yfirleitt eru það ekki efnin sem klikka heldur er það vankunnátta á efnunum, ekki það að ég hef alveg lent í því að fá gölluð efni frá poulsen, málningavörum og n1þa' getur alltaf komið fyrir. Málið er líka það að þegar menn eru að mála með spreybrúsum og ætlast til að fá sömu niðurstöðu og menn fá á verkstæði þar sem allar bestu aðstæður eru til staðar. Samt sem áður þá er alveg hægt að fá ásættanlega niðurstöðu með spreybrúsum ef menn vanda sig og leita ráða hjá mönnum með reynslu(sölumenn eru ekkert alltaf besta leiðin til að fá upplýsingar). Vona að ég sé ekki að móðga neinn með þessu svari eða neitt slíkt, þekki Friðrik í poulsen ekki neitt en þekki marga þar og margir þar vita hvað þeir syngja.

Re: Að kaupa blandað lakk á spraybrúsa.

Posted: 08.sep 2012, 11:07
frá Ingaling
Nú á ég tvo bíla sem ég er til í að sprauta sjálfur inní skúr. Það sem ég er að hugsa er hvað dugar brúsinn á stórann flöt? Er td með corolla hatchback 96 sem þyrfti yfirhalningu. Hvað þarf ég marga brúsa í tvæ umferðir og þá nota bara trukkalakk sem þarf ekki að glæra.

Re: Að kaupa blandað lakk á spraybrúsa.

Posted: 08.sep 2012, 11:36
frá villi58
Tómas Þröstur wrote:Ég keypti lakk á brúsa, frá einu fyrirtækinu sem hefur verið nefnt í þessum þræði, á trefjaplastkanta. Grunn, lakk, glæru, hreinsir einnig sandpappír á grunninn. Allt valið af sölumanni. Nú ca tveimur árum seinna hefur lakkliturinn flagnað af á nokkrum stöðum og örfínar sprungur svo gott sem allstaðar í lakkinu. Ég myndi reyna næst að ráðfæra mig við einhvern starfandi bílamálara hvar óhætt sé að kaupa lakk og hvar ekki.

Ég hef lent í því að lakk sprakk út og suður og fór að losna, ástæðan var grjótkast sem glumdi innan í brettakantana sem eru úr trefjaplasti.