Síða 1 af 1

Slöngusmíð ?

Posted: 27.aug 2012, 18:05
frá Haffi
Sælir

Ég þarf að láta smíða smá stubb af bemsuslöngu fyrir mig, gúmmíslöngu með endum sem eru krumpaðir uppá.
Hverjir eru ódýrastir og öruggastir í þessu í höfuðborginni?

Þetta er svona, þarf nýjar slöngur í staðinn fyrir þessar sem eru skornar í sundur:

Image

kv

Re: Slöngusmíð ?

Posted: 27.aug 2012, 18:15
frá KÁRIMAGG
Þú ættir að geta fengið þetta hjá stillingu.
Ef þarf að smíða þá landvélar

Re: Slöngusmíð ?

Posted: 27.aug 2012, 19:14
frá Blazer K5
af hverju losaðir þú þetta ekki bara í sundur í staðinn fyrir að saga!!? ;)

en er allt í lagi að láta smíða fyrir sig bremsuslöngur, hélt alltaf að þetta yrði að vera keypt sem eitt stykki, stimplað og fíntfínt, en ef það er í lagi að láta smíða fyrir sig þá er það bara flott mál því þessar helvítis bremsuslöngur kosta alltaf alltof mikið..

Re: Slöngusmíð ?

Posted: 27.aug 2012, 19:32
frá stjanib
Barki eða landvélar, þeir geta smíðað þetta fyrir þig.

Re: Slöngusmíð ?

Posted: 27.aug 2012, 19:39
frá Eiður
mæli með barka, hef fengið betra viðhorf og þjónustu hjá þeim en í landvélum

Re: Slöngusmíð ?

Posted: 27.aug 2012, 20:19
frá siggisigþórs
ég efast um að þú fáir þetta smíðað í landvélum eða barka,held að þeir eigi ekki efni í svona grannar slöngur sem þola allan þann þrýsting sem er á bremsuslöngum eða um 1000 bar meðan venjuleg glussaslanga er 350 til 400 bar kveðja siggi

Re: Slöngusmíð ?

Posted: 27.aug 2012, 20:22
frá Óskar - Einfari
Bremsurör hef ég látið græja fyrir mig í Barka... þeir gera það yfirleytt bara á staðnum. Veit ekki hvernig er með svona slöngur en það er væntanlega best að bjalla bara í þá eða koma við hjá þeim

Re: Slöngusmíð ?

Posted: 27.aug 2012, 20:27
frá Haffi
Blazer K5 wrote:af hverju losaðir þú þetta ekki bara í sundur í staðinn fyrir að saga!!? ;)

en er allt í lagi að láta smíða fyrir sig bremsuslöngur, hélt alltaf að þetta yrði að vera keypt sem eitt stykki, stimplað og fíntfínt, en ef það er í lagi að láta smíða fyrir sig þá er það bara flott mál því þessar helvítis bremsuslöngur kosta alltaf alltof mikið..

haha Diddi minn, ég sagaði þetta ekki í sundur og hefði aldrei gert það, m.v. hvað það var auðvelt að losa þetta eins og ég gerði. Þetta var svona þegar ég fékk bílinn.

En já, ég tékka á þessu! takktakk

Re: Slöngusmíð ?

Posted: 27.aug 2012, 20:34
frá Óli ágúst
Sæll
Barki er að smíða bremsuslöngur og þrýstiprófar þær.

Re: Slöngusmíð ?

Posted: 27.aug 2012, 20:50
frá stebbiþ
Aldrei fara í Landvélar.
Þeir í Barka eru almennilegir og vilja hjálpa þó þeir verði ekki ríkir af jeppaköllum sem eru með séróskir. Hef alltaf verslað við þá, maður fær að koma á bakvið og sýna þeim hvað maður vill.

Landvélar: Okur og óliðlegheit

Barki: Sanngjarnt verð, gott viðmót og hjálpsemi.


Þetta er engu að síður dýrt (smíði á bremsuslöngum)


Kv, Stebbi Þ.

Re: Slöngusmíð ?

Posted: 27.aug 2012, 20:56
frá Haffi
Hvað flokkið þið sem dýrt?
Það er kannski líka spurning að fá þetta bara úr annarri súkku, örugglega haugur til af þessu.

Þetta er nú ekki stórt stykki ;)

Re: Slöngusmíð ?

Posted: 27.aug 2012, 21:29
frá stebbiþ
Tveir svona slöngubútar, ca. 50 cm langir.
Kannski 8 - 10 þusund kall.
Það er ekki lengdin á slöngunni sem ræður verðinu, a.m.k. ekki að neinu ráði. Það kostar bara sitt að láta splæsa endunum á og þrýstiprófa. Svo held ég að það sé ólöglegt að vera með lengri bremsuslöngu en 70 - 80 cm.

Mig minnir að verðið hafi verið svipað og á sambærilegri slöngu úr Bílanaust, þ.e.a.s. þú ert ekkert að græða á því að láta sérsmíða þetta. Þú getur hinsvegar ráðið lengdinni og valið þér enda á slönguna.

Kv, Stebbi