Síða 1 af 1

Hyundai, ónýt vél.

Posted: 20.aug 2012, 18:51
frá dufer
Sælir.

Er með spurningu fyrir ykkur sérfræðinga.
Hver getur verið ástæða fyrir því að stimpill í Hyundai Santa Fe CRDI 2,2 ekinn 70þ km. klofnar í tvennt.

DSC05514.JPG


DSC05513.JPG


DSC05512.JPG


Kv.

Re: Hyundai, ónýt vél.

Posted: 20.aug 2012, 18:53
frá jeepson
Skot útí loftið. Er þetta ekki einhver hönnunargalli sem að framleiðandinn ætti að bæta?

Re: Hyundai, ónýt vél.

Posted: 20.aug 2012, 19:32
frá sukkaturbo
Sæll kanski bilaður spíss og að hann er hættur að úða olíunni og olían kemur sem buna ofan á stimpilkollin. Það er mikill kraftur á þessu nýja dóti. Bilun varð í svona vél sem ég veit um og kom gat á stimpilinn. kveðja guðni

Re: Hyundai, ónýt vél.

Posted: 21.aug 2012, 14:18
frá Startarinn
Eftir hvað er þetta far í hliðinni á strokknum?
Er stimpilboltinn laus?

Þetta lýtur út eins og hann hafi klofnað um boltagötin, ef þetta eru ekki þrykktir stimplar myndi ég giska á steypugalla.

Hefur þessi vél nokkurntíman fengið vatn inná sig?

Re: Hyundai, ónýt vél.

Posted: 21.aug 2012, 22:10
frá olafur f johannsson
bilaður spíss hef séð 2 vélar fara svona útaf biluðum spíss, spíss lekur og þá safnast olía ofan á stimplin og hann klofnar þegar hann er í þjappslagi