Síða 1 af 1

Þýsku ferðamennirnir

Posted: 16.aug 2012, 16:37
frá Big Red
Er vitað eitthvað meira um þetta hvernig trukkum þeir voru á og svo framvegis. Líklegast engar myndir verið teknar?

Einnig ef einhver þekkir til leiðina sem þeir fóru og hvar þeir voru fastir. Að setja hana inn á korti og merkta inná.

Re: Þýsku ferðamennirnir

Posted: 16.aug 2012, 16:42
frá kjartanbj
Voru á eyfirðingarleið samkvæmt því sem ég skil af þessum fréttum, og ætli þeir hafi ekki verið á unimog eða álika apparati

Re: Þýsku ferðamennirnir

Posted: 16.aug 2012, 16:44
frá Ofsi
Ef þú skoðar þráðinn um Hveravelli-Ingólfsskáli-Laugafelli, þá fjallar sá þráður um leiðina fyrir norðan Hofsjökul, þar sem þjóðverjarnir voru fastir. Þeir voru fastir í einni af upptaka kvísl Ströngukvíslar. En þær eru rétt vestan við fjallið Sátu og heita efri og neðri Þverkvíslar.

Re: Þýsku ferðamennirnir

Posted: 16.aug 2012, 16:49
frá Ofsi
Kanski ekki alveg nákvæmt að segja Eyfirðingaleið. Eyfirðingavegur liggur nefnilega frá Þingvöllum og norður í Eyjafjörð. Þess vegna höfum við ávalt sagt Eyfirðingavegur norðan Hofsjökuls sem liggur svo áfram um Vatnahjalla og þann hluta köllum við Vatnahjallaveg.