Síða 1 af 1
Mótor úr L 200/Pajero í Starex
Posted: 15.aug 2012, 23:15
frá vippi
Kvöldið
Hefur einhver sett svona vél í Starex ?
Eru þetta ekki sömu vélarnar að flestu leiti ?
Passar mmc mótorinn beint ofaný ? er í miklum pælingum :D endilega tjáið ykkur :)
Re: Mótor úr L 200/Pajero í Starex
Posted: 15.aug 2012, 23:39
frá smaris
Sæll.
Veit ekki annað en þetta séu sömu mótorar. Á að minnsta kosti Pajero hræ með Gakkoper vél.
Kv. Smári
Re: Mótor úr L 200/Pajero í Starex
Posted: 16.aug 2012, 12:22
frá Sævar Örn
L200/galloper
Pajero/starex
mestu breytingarnar eru tengdar olíuverkinu, en þau passa nú á milli í versta falli
Re: Mótor úr L 200/Pajero í Starex
Posted: 16.aug 2012, 19:12
frá rottinn
hvað með Terracan 2.5 er það ekki líka sami mótor?
Re: Mótor úr L 200/Pajero í Starex
Posted: 16.aug 2012, 20:38
frá Stebbi
rottinn wrote:hvað með Terracan 2.5 er það ekki líka sami mótor?
Jú Hyundai fékk að nota 4D56 vélina frá Mitsubishi í bílana frá sér. Þannig að það er nánast hægt að alhæfa að allir 2.5 MMC mótorar passi í Hyundai með 2.5 og öfugt. Eina sem gæti verið breytilegt eru rafkerfi í kringum olíuverk og Commonrail.
Re: Mótor úr L 200/Pajero í Starex
Posted: 16.aug 2012, 23:32
frá vippi
rottinn wrote:hvað með Terracan 2.5 er það ekki líka sami mótor?
já má skoða það, en það sem ég var að hugsa um L200 mótorinn er munurinn á vinnslunni, hef töluvert keyrt L200 sömu árg (98) og bílinn minn
báðir á 32 tommu dekkjum L200 að vísu með intercooler og aðeins léttari, en það er ekki hægt að líkja þeim saman hvað L200 er sprækari
er farinn að hallast að mótorinn hjá mér sé orðinn slappur
og með því að setja svona mótor græði ég intercooler í leiðinni :)