Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.


Höfundur þráðar
Rúnarinn
Innlegg: 274
Skráður: 02.feb 2010, 11:50
Fullt nafn: Rúnar ólafsson
Bíltegund: Terrano II

Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Rúnarinn » 04.aug 2012, 11:28

Er eitthvað mikið í þeim fyrir óbreyttan hilux?




cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá cameldýr » 04.aug 2012, 12:44

Lítið í öllum ám og lækjum. Það er ekkert mál að fara inn í Bása, en ég veit ekki hvort þú sleppur yfir Krossá. Spurning um loftintakið.
Nissan Patrol Y60 TD2.8

User avatar

andrig
Innlegg: 167
Skráður: 31.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Andri Þór Gíslason
Bíltegund: Dodge Ram 2500
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá andrig » 04.aug 2012, 13:37

fór inní húsadal um daginn og þar var hylur í ánni þegar að þú ferð ofan í vatnið náði uppá húdd á 46"patrol
- Dodge RAM Cummins 2500, 2001 38"


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá stebbiþ » 04.aug 2012, 14:55

Fór inn í Húsadal á sunnudaginn, ekkert mál að fara inn í Bása en Krossáin er alltaf varasöm. Ég beið eftir rútu til að sjá vaðið, þar sem ég var með tvö smábörn í bílnum. Það var svo ekkert mál (er á 39.5" Suburban). Vatnið náði kannski 3/4 af dekkinu, en svo eru hylir, þannig að dekkin hurfu. Oft dýpst við bakkana. Myndi ekki fara yfir á óbreyttum bíl, nema vera tilbúinn að vaða í land eða príla upp á þak.

Kv, Stebbi Þ.


Höfundur þráðar
Rúnarinn
Innlegg: 274
Skráður: 02.feb 2010, 11:50
Fullt nafn: Rúnar ólafsson
Bíltegund: Terrano II

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Rúnarinn » 04.aug 2012, 21:06

Takk fyrir þetta.


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá stebbiþ » 04.aug 2012, 21:24

Krossá hvað? Það dugar ekkert hálfkák hjá Rússunum.

http://www.youtube.com/watch?v=rNtu2w0JA2w

User avatar

muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá muggur » 05.aug 2012, 00:04

Fór Krossánna á 33'' pajero inn í Langadal. Það var mjög riskí. Vatn upp á húdd og áinn kippti í bilinn. Myndi ekki gera þetta aftur. Var heppinn að sleppa með skrekkinn. En það var ekkert mál í Bása
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Oskar K » 05.aug 2012, 14:07

þessi var tekin í dag við húsadalsvaðið
Image
túristar á bílaleigubíl með börn í bílnum...
1992 MMC Pajero SWB


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Oskar K » 05.aug 2012, 14:10

Image
1992 MMC Pajero SWB


Höfundur þráðar
Rúnarinn
Innlegg: 274
Skráður: 02.feb 2010, 11:50
Fullt nafn: Rúnar ólafsson
Bíltegund: Terrano II

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Rúnarinn » 05.aug 2012, 19:14

Er þetta ekki súkka.?

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá -Hjalti- » 05.aug 2012, 19:19

Rúnarinn wrote:Er þetta ekki súkka.?


Jú og örugglega ekki sú fyrsta til að enda æfidaga sína í þessari á..
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Oskar K » 05.aug 2012, 21:40

vitara af bìlaleigu...
1992 MMC Pajero SWB

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Brjótur » 06.aug 2012, 00:32

Eg get ekki orða bundist eftir að lesa þetta spjall, það er ekki goð hugmynd að elta rutuna inn i Husadal þvi þeir eru fastir i einhverju fari , þ.e. að þeir fara bara sömu leiðina alltaf yfir, og i helv ,,,,,, hylinn ja en eg er svo oft buin að fara yfir þegar rutukallinn segir þetta ofært, ef vel er skoðað a myndunum af vitörunni sest i grynningar viða og það er það sem a að elta :) ekki hyljir og ekki kynnisferðarutan :)

kveðja Helgi


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá stebbiþ » 06.aug 2012, 02:12

Athyglisvert að lesa það Helgi segir um rútubílstjórana. Þegar ég fór yfir síðastliðinn sunnudag beið ég eftir einhverjum (kannski kjána) til að fara yfir ána, og viti menn, kemur ekki túristatrukkur á 46" með bílinn fullan af eldri konum, og veður blint út í ána, auðvitað á versta stað. Það er skemmst frá því að segja að hann fer á bólakaf í djúpan hyl en kemst þó upp úr því, enda 46" Ford Excursion. Því næst keyrir maðurinn eins og fullur unglingur fjórum sinnum yfir ána, alltaf á versta stað er mér sýndist, væntanlega til að sýna túristunum hvað stóri Fordinn gæti. Sjaldan séð jafnmikil fíflalæti á hættulegum stað.
Skömmu síðar koma tvær rútur sem velja bestu leiðina yfir, einmitt á grynningum þar sem áin breiðir aðeins úr sér. Þá leið fór ég yfir og lenti ekki í neinum hyl.
Ætli rútubílstjórar sem fara þarna oft yfir á degi hverjum allt sumarið, viti ekki hvað þeir eru að gera. Þeim treysti ég a.m.k. best.

Kv, Stebbi Þ.


Óvinurinn
Innlegg: 41
Skráður: 20.feb 2011, 20:35
Fullt nafn: Þór Ólafsson

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Óvinurinn » 06.aug 2012, 22:44

sá rútu festa sig í krossá í dag.... var reyndar eitthvað klúður virtist mér þar hún var ekki í mjög miklu dýpi þar sem hún strandaði, var dregin á þurrt ... spurning hvað þessir rútubílstjórar vita...
Nissan Patrol 2000 38"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Sævar Örn » 06.aug 2012, 23:15

Botninn i krossá er ekki steinsteyptur, hún er síbreytileg og menn sjá ekki grynningar öðruvísi en að vaða eða horfa á aðra fara yfir.


Það leynast víða hylir í ánni og þeir eru sömuleiðis síbreytilegir það fyllir í þá og grefur úr.


Ekki láta ykkur detta í hug að fara á illa búnum bílum yfir krossá nema þá amk. eftir stærri bíl sem sýnir dýptina og straumöflin almennilega
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Freyr » 06.aug 2012, 23:36

Sævar Örn wrote:Botninn i krossá er ekki steinsteyptur, hún er síbreytileg og menn sjá ekki grynningar öðruvísi en að vaða eða horfa á aðra fara yfir.


Það leynast víða hylir í ánni og þeir eru sömuleiðis síbreytilegir það fyllir í þá og grefur úr.


Ekki láta ykkur detta í hug að fara á illa búnum bílum yfir krossá nema þá amk. eftir stærri bíl sem sýnir dýptina og straumöflin almennilega



Þú vilt s.s. meina að það sé ekki hægt að lesa ánna þegar komið er að henni (átta sig á grynningum, álum, bröttum bökkum o.s.frv...)? Mæli með að þú farir og eyðir svolitlum tíma í að vaða og keyra í t.d. krossá og sjá hvort þú skiptir ekki um skoðun eftir það. Heldur þú að það sé hrein tilviljun hvar maður ákveður að fara yfir og ef enginn fór á undan verður bara að koma í ljós hvort maður valdi góðan stað?

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Brjótur » 06.aug 2012, 23:51

Hahaha stebbi þu att engan þinn lika þu vilt ekki taka leiðsögn eða neinu og eg er alltaf sa seki :) nu legg eg til að þu og allir hinir sem eru að tuða her og setja ut a mig komi i hopferð i þorsmörk og eg skal syna ykkur i eitt skifti fyrir öll hvernig a að keyra yfir ar og hættið svo þessu djö,,, væli nefnið dagsetningu og eg skal koma ok

P.S.
Ekki veit eg hver var a þessum Excursion en þetta er bara nakvæmlega það sem við gerum og kunnum það og folkinu likar það meira að segja þessum gömlu kellingum, og þar liggur munurinn a okkur og hinum við erum þarna oft i viku a bilum utbunum i þetta þ,e, 46 tommu og þessir bilar höndla þetta bara vel

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Brjótur » 06.aug 2012, 23:57

Og Sævar þetta er akkurat rangt hja þer þu lest einmitt i arnar hvernig straumur er og hversu striður hann er og lygna ja eg ætti ekki að þurfa að segja hvað það þyðir en þar er auðvitað dypst og sævar þetta er löngu urelt þ,e. að vaða ar til að kanna hvort billinn kemst yfir, eg myndi ekki reyna að vaða yfir arnar sem eg keyri yfir þannig er nu það :)

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Sævar Örn » 06.aug 2012, 23:58

Freyr wrote:
Sævar Örn wrote:Botninn i krossá er ekki steinsteyptur, hún er síbreytileg og menn sjá ekki grynningar öðruvísi en að vaða eða horfa á aðra fara yfir.


Það leynast víða hylir í ánni og þeir eru sömuleiðis síbreytilegir það fyllir í þá og grefur úr.


Ekki láta ykkur detta í hug að fara á illa búnum bílum yfir krossá nema þá amk. eftir stærri bíl sem sýnir dýptina og straumöflin almennilega



Þú vilt s.s. meina að það sé ekki hægt að lesa ánna þegar komið er að henni (átta sig á grynningum, álum, bröttum bökkum o.s.frv...)? Mæli með að þú farir og eyðir svolitlum tíma í að vaða og keyra í t.d. krossá og sjá hvort þú skiptir ekki um skoðun eftir það. Heldur þú að það sé hrein tilviljun hvar maður ákveður að fara yfir og ef enginn fór á undan verður bara að koma í ljós hvort maður valdi góðan stað?


Nei, þú ert algjörlega að misskilja mig, ég er bara þeirrar skoðunar að litlir og illa búnir bílar eiga aldrei að vera fyrstir yfir á.


auðvitað er hægt að lesa í landslagið og dæma hvar öruggast sé að fara, en því má aldrei treysta fullkomlega og vaða svo bara af stað á súkku.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá stebbiþ » 07.aug 2012, 02:04

Helgi minn, um hvað ertu að tala? Vil ég aldrei taka leiðsögn og ert þú alltaf vondi kallinn.
Ekki varst það þú sem varst eins og trúður í Krossánni um daginn. Þú mátt ekki taka þessu sem einhverri árás á þig.
Hvaða vitleysingur sem er getur keypt sér 46" tommu jeppa á bílaláni, en það þarf meira en það til að verða góður fjallabílstjóri.

Ekki taka þessu of alvarlega, ég er nú bara að fíflast. Þetta spjall er orðið hálfdauft, við þurfum aðeins að hrista upp í þessu.

Ef það á að verða af þessari keppni í Þórsmörk, þá verða allir að vera á 35" Cherokee. Það er líka andskotans nóg fyrir allar fjallaferðir ef menn kunna að keyra jeppa, allt meira en það er bara typpakeppni. Veit ekki hvað ég er að gera á þessum Suburban hlunk mínum.

Kv, Stebbi Þ.
Síðast breytt af stebbiþ þann 07.aug 2012, 02:25, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá StefánDal » 07.aug 2012, 02:22

Þessi þráður kallar á popp og kók


haffij
Innlegg: 173
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá haffij » 07.aug 2012, 04:58

Eftir að hafa séð aðfarir Helga brjóts inni í Þórsmörk er ég sannfærður um að menn ættu að hlusta aðeins betur á hann og jafvel taka hann og jafnvel taka hann sér aðeins til fyrirmyndar.

Hann reyndist mér allavegna vel einn daginn þarna þegar ég var búinn að koma mér í vandræði. Takk fyrir það

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Brjótur » 07.aug 2012, 12:24

like it ;)

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Járni » 07.aug 2012, 14:45

Like á þetta
Land Rover Defender 130 38"


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Oskar K » 07.aug 2012, 15:41

haffij wrote:Hann reyndist mér allavegna vel einn daginn þarna þegar ég var búinn að koma mér í vandræði. Takk fyrir það


það er nù oft gagn að leiðinlegum mönnum
1992 MMC Pajero SWB

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Járni » 07.aug 2012, 20:45

Munum nú að halda þessu málefnalegu.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Brjótur » 07.aug 2012, 21:02

Er það reynsla vina þinna Oskar ? hafa þeir semsagt gagn af þer vonandi


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Oskar K » 07.aug 2012, 21:24

fer bara í taugarnar á mér að í hverjum einasta pósti sem ég hef séð eftir þig þá talaru eins og þú sért yfir alla aðra hafinn
1992 MMC Pajero SWB


Snorri Freyr
Innlegg: 22
Skráður: 26.jún 2011, 10:54
Fullt nafn: Snorri Freyr Ásgeirsson

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Snorri Freyr » 07.aug 2012, 22:37

ÉG hef farið þarna yfir bæði á rútum og stórum bílum og það sem hefur reynst mér best er að hringja annað hvort í Húsadal eða Langadal og fá skálaverðina til að leiðbeina mér yfir þarna ef vaðið er ekki á hreinu. Þeir hafa alltaf komið og ég hef enn þann dag í dag ekki lent í vandræðum þarna yfir. Líka ef eitthvað kemur uppá þá eru þeir þarna á staðnum til að aðstoða. Einnig hef ég verið á björgunarsveitarbíl og skammaðist mín ekkert yfir því að kalla í Langadal og þeir sögðu mér hvar ég átti að fara yfir.

Kv
Snorri Freyr.

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá firebird400 » 10.aug 2012, 19:06

Ég var í Þórsmörk um helgina sem leið og fór yfir Krossá á óbreyttum Nissan Navara árg 2003 (litla bílnum)

Vorum í samfloti með 44" breyttum Jeep Commanchee á 39.5" og létum hann finna vaðið.

Í fyrstu ferð á stað sem leit mjög vel út fór hann í hyl svo djúpan að hann silgdi niður ána. Þökk sé þaulvönum bílstjóra tóks honum að bjarga sér en það hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum hefði litli pikkupinn minn farið ofan í þann hyl.

Eftir að hann fann gott vað fyrir okkur inneftir og til baka þá var þetta svo sem ekkert mál, en hefði ekki mátt vera meira. Það fór alveg upp á miðja hurðar hjá mér.

Eftir þessa litlu rigningu sem búin er að vera er áin sennilega orðin ófær óbreyttum jeppum.
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Brjótur » 10.aug 2012, 22:30

Jæja Agnar segðu mer hvernig staðurinn leit vel ut? engin leiðindi nu er eg bara að fiska eftir upplysingum fra þer, og þið hinir sitjið a ykkur :)


kveðja Helgi

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá firebird400 » 10.aug 2012, 22:37

Nú er ég ekki að skilja þig Helgi.

Hvað meinar þú með "hvernig staðurinn leit vel út"?

Og hvað er það sem þú vilt fá frá mér sem aðrir eiga ekki að svara?

Ertu að draga það í efa að ég hafi verið inn í þórsmörk eða..
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Brjótur » 10.aug 2012, 22:41

Goði minn hvernig leit ain ut var hun lygn? eða voru öldur a anni þar sem hun leit svona vel ut, og ekki ætla mer takk fyrir að vera væna þig um að vita ekki hvar þu varst tak fyrir

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá firebird400 » 10.aug 2012, 22:57

Hún var bara fín, engin læti í henni og grunnt yfir.

Er samt ekki að skilja hvað þú varst að fara með það að vera ekki með leiðindi og að aðrir ætti að sitja á sér. Ég er kannski nokkum bjórum á eftir þér eða einhvað
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Freyr » 10.aug 2012, 23:16

Ætli Helgi hafi ekki hugsað það sama og ég, ef einhverjum þykir áin líta mjög vel út á ákveðnum stað en svo flýtur hár jeppi upp og rekur niður ánna á sama tíma og hægt er að finna vað í grendinni fyrir óbreyttan bíl þá vantar sennilega eitthvað uppá reynsluna hjá viðkomandi við þessar aðstæður. En það er mjög gott að sjá að þetta bjargaðist. Mætti ég spyrja hvaða commanchee þetta var?

Kveðja Freyr

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá firebird400 » 10.aug 2012, 23:27

Það var ekki mikið í Krossá, hann lenti bara í hyl. Enda ók hann upp úr ánni litlu neðar.

Við vorum á fjórum bíl, mismikið breyttum og skoðuðum þetta mjög vel áður en við fórum yfir því við vissum vel að bíllinn hjá mér mundi ekki komast klakklaust yfir ef einhvað út af bæri.

Áin var ekki lygn og vel mátti greina hvar í henni voru stærri steinar og slíkt.

Þetta er rauður jeep og hann heitir Ásgeir sem á hann.
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Brjótur » 10.aug 2012, 23:32

Agnar það eru akveðnir aðilar herna sem þola ekki að eg skuli bua yfir mikilli vitneskju um jeppaakstur og keyrslu yfir arnar :)
það var nu ekkert annað sko :) og Freyr kom bara vel inn a.etta sem eg meinti, þu sagðir að ain hafi litið vel ut, og það þyðir þvi miður of oft að ain hafi verið slett og lygn :) eeenn það er það sem ber að varast þar er hun dypst og alltof margir flaska a þessu atriði :) og engin bjor i kvöld

kveðja Helgi

P.s. þu segir ,,, hann lenti bara i hyl... þessi hylur hefur verið lygn og þvi ætti ekki að fara i hann
Síðast breytt af Brjótur þann 10.aug 2012, 23:34, breytt 1 sinni samtals.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá olei » 10.aug 2012, 23:33

Brjótur wrote:Eg get ekki orða bundist eftir að lesa þetta spjall, það er ekki goð hugmynd að elta rutuna inn i Husadal þvi þeir eru fastir i einhverju fari , þ.e. að þeir fara bara sömu leiðina alltaf yfir, og i helv ,,,,,, hylinn ja en eg er svo oft buin að fara yfir þegar rutukallinn segir þetta ofært, ef vel er skoðað a myndunum af vitörunni sest i grynningar viða og það er það sem a að elta :) ekki hyljir og ekki kynnisferðarutan :)

kveðja Helgi

Hér í "den" fór ég margar ferðir á vörubíl, inn í Bása, Langadal og Húsadal. Í nokkur ár var það þannig við Húsadal að það var víða hægt að finna grunnar og fínar leiðir yfir Krossána, en maður mátti passa sig því að það var lausasandur, eða einskonar sandbleyta í henni á köflum. Þannig gat maður lent í hálfgerðu basli á aldrifs vörubíl í hrægrunnu vatni. Jepparnir finna lítið fyrir þessu. Kannski er það skýringin á því að rúturnar halda sig við sömu slóðina, ef botninn er traustur þá tölta þær yfir þó að það sé djúpt.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Veit einhvern hvernig er í ánum inní þórsmörk.

Postfrá Brjótur » 10.aug 2012, 23:38

Ja oli það er akkurat rett eg skil alveg að ruturnar haldi sig við vöðin en það þyðir ekki að það se ofært fyrir jeppa, eins og þu segir rettilega þa förum við a öðrum stöðum yfir þar sem oft er grynnra, en ekki hef eg lent i sandbleytu þarna , ennþa :)


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 34 gestir